Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 58
38 27. september 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum á móti Frakklandi og hún hefur skorað í öllum sjö leikjum undankeppninnar. Margrét Lára hefur unnið marga glæsilega sigra á ferlinum en hún játar að þessi dagur gæti orðið sá stærsti. „Þetta er langstærsta verkefni og stærsti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það væri draumur að ná að vinna eða gera jafntefli og ná að komast áfram á EM. Þetta er stærsti leikurinn sem hefur verið spilað- ur í íslenskri knattspyrnu,“ segir Margrét Lára. „Við verðum samt að passa okkur að vera ekki með of hátt spennustig því það getur verið hættulegt,“ segir Margrét. Hún segir íslenska liðið kannski hafa haft heppnina með sér í fyrri leiknum sem Ísland vann 1-0. „Við vörðumst út í rauðan dauðann í fyrri leiknum og áttum þá mjög góðan leik. Þóra var frábær og lokaði markinu og vörnin hélt því sem halda þurfti. Það er hægt að segja að við höfum verið heppnar en ég trúi því að maður skapi sína eigin heppni í íþróttum,“ segir Margrét. „Við erum búnar að bæta okkur mikið síðan þá. Þær koma eflaust miklu grimmari til leiks núna heldur en þá því kannski vanmátu þær okkur eitthvað. Þetta er allt annar leikur,“ segir Margrét. Hún ætlar sér að skora í áttunda Evrópu- leiknum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mun fá færi eins og ég fæ í öllum leikjum og ég þarf bara að klára það. Ég ætla mér að klára það fyrir liðið.“ Margrét Lára sem segir stelpurnar vita vel að stuðningi þjóðarinnar. „Ég hef aldrei upplifað svona mikið umstang fyrir einn leik, hvort sem er hjá knattspyrnusamband- inu, hjá fólkinu í landinu eða frétta- mönnum. Þetta er frábært fyrir okkur og við upplifum okkur þannig að við séum svolítið mikils virði á Íslandi eins og handboltalandsliðið. Það snerist allt um það þegar þeir voru að spila sem þeir áttu fyllilega skilið og nú er komið að okkur að standa okkur eins vel.” MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR: GETUR SKORAÐ Í ÖLLUM LEIKJUM UNDANKEPPNINNAR Stærsti leikur í sögu íslenskrar knattspyrnu FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son hefur talað mikið um varnar- leik íslenska kvennalandsliðsins og liðið hefur einbeitt sér að því að byggja hann upp. Þetta hefur borið árangur og hafa íslensku stelpurnar nú haldið hreinu í fjórum síðustu leikjum og aðeins fengið á sig tvö mörk í níu landsleikjum sínum á árinu. Þetta er besta ár íslensku varn- arinnar frá upphafi en tveir lykil- menn í varnarleik liðsins eru þó sjaldnast í sviðljósinu. Þetta eru þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, sem hefur byrjað alla leiki undir stjórn Sigurðar Ragnars, og Ólína Guðbjörg Við- arsdóttir, sem vann sér sæti í byrj- unarliðinu í vor og hefur ekki fengið á sig mark í A-landsliðinu í 670 mínútur. Þessir tveir leikmenn eru tákn- mynd fyrir stöðugleika liðsins í síðustu leikjum og þær tvær sem hafa spilað flestar mínútur með liðinu á árinu. Ólína hefur verið í byrjunarlið- inu frá fyrsta leik ársins og hefur varla misst úr mínútu síðan. „Ég er svo heppin að spila við hliðina á Kötu (Katrín Jónsdóttir) og Gunnu (Guðrún Sóley Gunnars- dóttir) en þær eru alveg frábærir hafsentar. Það er ótrúlega gott að koma inn í liðið og spila með þeim því þær hjálpa manni alveg svaka- lega mikið,“ segir Ólína, sem er þekkt fyrir gífurlega vinnslu og ósérhlífni í baráttu við fljóta kant- menn andstæðinganna. „Það skiptir öllu máli að vera með einhverja í kringum sig sem maður treystir hundrað prósent. Mér finnst við hafa náð því að treysta hver annarri mjög vel. Við Gunna höfum verið svolítið vinstra megin og við erum vanar því að spila saman í KR. Við þekkjum hvor aðra út og inn,“ segir Ólína, sem er ekkert að pirra sig á því að sóknarmennirnir fái alla athygl- ina. „Við erum oftar sýndar þegar hitt liðið skorar heldur en þegar við skorum. Mér finnst miklu skemmtilegra að spila traustan varnarleik en að gera einhverjar gloríur í sókninni,“ segir Ólína. Guðrún Sóley er einn af reynd- ari leikmönnum íslenska liðsins og hún vill líta raunhæft á varnar- leik liðsins í ár. „Ég er mjög ánægð með vörnina í ár en reyndar höfum við ekki fengið mikla mótspyrnu í leikjun- um í sumar. En þetta er leikurinn þegar við þurfum að spila okkar besta leik. Við pökkuðum eigin- lega svolítið í vörn í síðasta leik á móti þeim. Aðalatriðið hjá okkur er að vera vel skipulagðar en við ætlum líka að pressa á þær líka. Við ætlum ekki að vera hræddar við að sækja á þær en númer eitt, tvö og þrjú þarf varnarleikurinn að vera góður,“ segir Guðrún, sem hefur byrjað inn á í síðustu nítján A-landsleikjum. „Ólína er búin að standa sig frá- bærlega vel. Hún var að glíma við meiðsli í fyrra en síðan kom hún rosalega sterk til baka. Það er frá- bært að spila með henni,“ segir Guðrún Sóley. Íslensku stelpurnar mæta Frökkum klukkan tvö í dag að íslenskum tíma og verður leikur- inn sýndur beint í Sjónvarpinu. Sigur eða jafntefli tryggir liðinu sæti í lokakeppninni en tapist leik- urinn eiga stelpurnar ennþá mögu- leika á að komast til Finnlands í gegnum tvo umspilsleiki. Guðrún Sóley veit hve stutt er í markmiðið. „Við vitum að við getum komið okkur á þetta mót með því að taka þennan eina leik. Þetta er stysta leiðin og hana vilj- um við fara.“ Varnarleikurinn þarf að vera góður Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir eru nýkrýndir bikarmeistarar með KR og lyk- ilmenn í hinni sterku vörn kvennalandsliðsins, sem mætir Frökkum í dag í úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM. Íslenska vörnin hefur haldið markinu hreinu í heilar 360 mínútur. STEMNING Stelpurnar gera ýmislegt til að stytta biðina fram að leiknum stóra sem fer fram í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞJÁLFARINN Sigurður Ragnar Eyjólfsson getur náð einstökum árangri með lands- liðið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VARNARJAXLAR KR-ingarnir Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hafa spilað frábærlega í íslensku vörn- inni. Það mun mikið mæða á þeim í leiknum í dag. Þær sjást hér á göngu á ströndinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRAKKLAND-ÍSLAND ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON skrifar frá Frakklandi ooj@frettabladid.is FÓTBOLTI Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, hefur upplifað ýmislegt með landsliðinu enda leikur hún sinn 76. landsleik í dag. Katrín segir mikla athygli fjölmiðla ekki trufla stelpurnar, sem séu kannski ekki vanar slíku. „Ég held að þetta hafi ekki svo mikil áhrif á okkur. Við erum búnar að vera með Þóru og Hrafnhildi með sjónvarpsvél á okkur í öllum ferðum,“ segir Katrín en þær eru að vinna mynd um kvennalandslið. „Maður er orðinn vanur því og mér finnst frábært að flestir fjölmiðlar séu að senda fulltrúa hingað. Þetta er náttúrlega mikil breyting frá því sem áður var,“ segir Katrín. „Það hefur náðst góður árangur hjá kvennalandsliðinu áður, en núna er búið að ganga sérstaklega vel og það er frábært að því sé sýndur áhugi,“ segir Katrín, sem er klár í leikinn. „Það er bara smá spenna í okkur en stressið er ekki komið ennþá. Það er meira bara tilhlökkun að fara að spila þennnan leik,“ sagði Katrín að lokum. - óój Katrín Jónsdóttir fyrirliði: Athyglin trufl- ar okkur ekki HVERNIG FER MAÐUR Í ÞETTA? Fyrirliðinn og læknirinn Katrín Jónsdóttir reynir hér að komast í vestið og markverðirnir María Björg Ágústsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir fylgjast með af áhuga fyrir aftan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Það er stutt í stríðnina hjá sumum leikmönnum í íslenska liðinu og þær hjálpa oft mikið við að létta andann í hópnum þegar mikið liggur við. Þeirra er þó enn leitað sem skvettu ísköldu vatni yfir fararstjórn íslenska hópsins þegar hún lá í sólbaði í fyrradag. Atvikið náðist á myndband, sem bendir til þess að atburður- inn hafi verið vel skipulagður, en væntanlega verður hægt að sjá þetta myndbrot í nýju myndinni um kvennalandsliðið sem er nú í framleiðslu. Annars er afar létt yfir öllum hópnum og mikið gert til þess að halda andanum góðum. - óój Prakkarar í landsliðinu: Hver skvetti vatninu? FÓTBOLTI Íslensku stelpurnar æfðu á keppnisvellinum í fyrsta sinn í gær en leikvöllurinn er mjög sérstakur þar sem hallandi hjólreiðabraut er allt í kringum hann. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari fór meðal ann- ars yfir taktík morgundagsins á æfingunni og þar var ekki hægt að sjá annað en að hann ætlaði að halda sig við sama byrjunarlið og í síðasta leik. Það er því engin sérstök varn- aruppstilling í gangi og Hólm- fríður Magnúsdóttir var einnig með á æfingunni og spilar því væntanlega á morgun. Hólmfríður tók þó reyndar ekki þátt í allri æfingunni heldur hljóp einnig ein með sjúkraþjálf- arnum. - óój Byrjunarliðið verður að öllum líkindum óbreytt: Hólmfríður klár í slaginn TILBÚIN Hólmfríður æfði í gær og er tilbúin í slaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Tryggvi gengur til liðs við Mafíuna Tryggvi Guðmundsson, framherji FH, verður í leikbanni þegar Hafnfirðingar mæta Fylki á Fylkisvelli í lokaumferð- inni í dag. Tryggvi lætur þó ekki sitt eftir liggja og ætlar að styðja við bakið á liðinu eins mikið og hann mögulega getur. „Það þýðir ekkert annað en að styðja við bakið á strákunum fyrst maður getur ekki verið með sjálfur. Ég ætla að sitja með FH-mafíunni í stúkunni og hvetja liðið áfram,“ segir Tryggvi. Dennis Siim, miðjumaður FH, verð- ur líka í leikbanni eins og þrír leikmenn Fylkis, þeir Kjartan Ágúst Breiðdal, Ólafur Ingi Stígsson og Þórir Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.