Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 62
42 27. september 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT: 2. bauti, 6. einnig, 8. mjöl, 9. æxlunarkorn, 11. gelt, 12. granni, 14. ala, 16. tvíhljóði, 17. utan, 18. útsæði, 20. tveir eins, 21. lokka. LÓÐRÉTT: 1. ládeyða, 3. kringum, 4. gróðrahyggja, 5. gapa, 7. tré, 10. hljóðfæri, 13. súld, 15. sálar, 16. máttur, 19. pípa. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. og, 8. mél, 9. gró, 11. gá, 12. nábúi, 14. fóðra, 16. au, 17. inn, 18. fræ, 20. dd, 21. laða. LÓÐRÉTT: 1. logn, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. gráfura, 10. óbó, 13. úði, 15. anda, 16. afl, 19. æð. „Við erum að fagna tuttugu ára afmæli félags sem hefur getið af sér helstu stjórnmálaleið- toga dagsins í dag hvort heldur er um að ræða Samfylkingu, Vinstri græna eða Framsóknarflokk,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir alþingismaður. Hún ætlar í ballskóna í kvöld því fyrir dyrum stendur mikill fagnaður á Borginni. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, ætlar að efna til veislu í tilefni þess að tuttugu ár eru frá stofnun samtakanna. Freyr Eyjólfs og hljómsveit ætla að leika fyrir dansi og Steinunn er þess albúin að stíga polka í kvöld. Þeir stjórnmála- leiðtogar sem hún er að tala um er fólk á borð við Katrínu Jakobsdóttur og Guðmund Steingrímsson sem verða veislustjórar. Aðrir sem ætla má að mæti eru Björk Vilhelms- dóttir, Páll Magnússon, Björn Ingi Hrafns- son, Dagný Jónsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Dagur B. Eggertsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Skúli Helgason, Katrín Júlíusdóttir og mætti lengi áfram telja. „Fólk sem steig sín fyrstu spor í Röskvu og er frekar áberandi í dag. Fólk sem á það sammerkt að vera ekki í Sjálfstæðis- flokknum. Kannski verða til ný pólitísk bandalög í kvöld, hver veit?“ segir Steinunn. Og slær hvergi af aðspurð hvort ganga megi svo langt að segja að sjálfstæðismenn séu hreinlega óvelkomnir í gleðina á Borginni í kvöld? „Já, ég myndi segja það. Hvað ættu þeir svo sem að vilja? Það var mikill hiti í stúdenta pólitíkinni í þá daga,“ segir Stein- unn. - jbg Sjallar óvelkomnir á Borgina í kvöld RÖSKVUFÓLK GERIR SÉR GLAÐAN DAG Margir þeir sem eru áberandi í pólitíkinni í dag stigu sín fyrstu pólitísku spor í Röskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ásthildur Kjartans- dóttir Aldur: 57 ára. Starf: Kvik- mynda- gerðarkona og kennari. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Jakobi Andersen sálfræðingi, á þrjú uppkomin börn, þau Arnar, Önnu Svövu og Andra Kjartan. Foreldrar: Svava Jónsdóttir, versl- unareigandi, og Kjartan Guðmunds- son heitinn, tannlæknir. Búseta: Logaland í Fossvogi. Stjörnumerki: Vog. Ásthildur sýnir mynd sína Þetta kalla ég dans, um Ernu Ómarsdótt- ur, á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. „Sprelligosinn verður ekki í önd- vegi. Heldur verður þetta á ljúf- um og Hermannlegum nótum,“ segir Hermann Gunnarsson sem er að byrja með nýjan útvarpsþátt á Bylgjunni frá klukkan átta til hálf ellefu á sunnudags- morgnum. Þátturinn heitir einfaldlega Sunnudags- morgunn með Hemma og segir það sína sögu um anda þáttarins að einkennis- lag er „Sunnudags- morgunn“ Jóns Ólafssonar. „Já, ég skilgreini sjálfan mig auð- veldlega sem tvær persónur: Það er trúðurinn og svo Hemmi. Sem er kannski „hinn djúpþenkjandi Dylan,“ svo vitnað sé í meistara Bjartmar, og hann fær nú að njóta sín. Ég ætla ekki að vera með neinn fíflagang – ætla ekki að terr orisera fólk í þynnkunni,“ segir Hemmi og hlær. Einn aðalgestur verður í hverj- um þætti og er það silfurbangs- inn frá Peking, Sigfús Sigurðs- son handboltakappi, sem verður sá að þessu sinni. „Viðtal á persónuleg- um nótum. Ég ætla að sýna þjóðinni allt aðra hlið á þeim manni en hún þekk- ir.“ Ýmislegt annað verður til efnis. Þannig ætlar Hemmi að gramsa í gullkistunni sem Bylgjan á en megnið þess sem hann hefur unnið fyrir útvarp hefur varðveist. „Ég mun til dæmis leika Harðsnúnu Hönnu í blúsgítarstíl en Gunni Þórðar kom eitt sinn til mín í við- tal og lék og söng sjálfur tvö lög. „Svo ætla ég að rifja upp einhverja frétt frá Íslandssögunni og færa hana til nútímans. Nú er ég að skrifa inngang að frétt frá árinu 1977, sem ég fæ fréttamann til að lesa, en þá eignuðumst við Íslend- ingar okkar fyrsta heimsmeistara í skák. Jón L. Árnason þá sextán ára. Í 3. sæti var Gary nokkur Kasparov. Svo leik ég vinsælasta lagið frá því í september árið 1977 og Jón kemur í heimsókn,“ segir Hemmi og er spenntur fyrir því að hefjast handa. - jbg Trúðurinn Hemmi settur á hilluna HINN DJÚPÞENKJANDI HEMMI Sprelligosinn verður lagður á hill- una, Hemmi ætlar ekki að terrorisera fólk í þynnkunni. Mikla athygli vakti þegar Frétta- blaðið greindi frá því í vikunni að Bubbi Morthens ætlar að sjá um vikulegan þátt á mánudags- kvöldum á Rás 2 í vetur. Bubbi er þó ekki eini tónlistarmaður- inn sem hefur sett stefnuna á útvarp. Þannig heyrist því hvíslað að sjálfur KK sé með þátt í undirbúningi. Hug- myndin mun vera sú að hann verði með klukkutíma þátt á Rás 1, milli átta og níu á morgnana á virkum dögum. Landsmenn gætu örugg- lega fengið verri mann til að koma sér á fætur en ljúfmennið KK. Veðurfar septembermánaðar hefur verið ömurlegt en vilji menn tala hrútshornum tveimur yfir tákn- gervingi veðurs á Íslandi, Sigurði Þ. Ragnarssyni eða Sigga stormi, munu þeir grípa í tómt. Siggi er nú í vellystingum í húsi sínu á Spáni og nýtur blíðunnar. Andskotar Sigga geta þó huggað sig við það að krónan fellur og fellur en það fylgir þessari sögu að Siggi stormur er nú orðinn eindreginn talsmaður upptöku evru á Íslandi. Árni Þórarinsson er einn þeirra höfunda sem senda frá sér krimma um þessi jól. Aðalsöguhetja hans, Einar blaðamaður, fer að þessu sinni vestur á Ísafjörð til að fjalla um dularfullt mál. Titill er kominn á bókina en Árni hefur gert sér að leik að finna sér titla á krimma sína í lagaheitum svo sem Dauði trúðsins og Tími nornarinnar. Titill nýrrar bókar Árna er Sjöundi sonurinn og verður poppfróðum látið eftir að finna til hvaða lags það vísar. - hdm, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leik- húss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvenna- bósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leik- ritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bret- landi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu,“ segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs. „Það er einhver söngur í þessu. Ég hef aldrei sungið áður á sviði og hef raunar aldrei þótt neitt rosalega lagvís. Það eru margir mér fremri þar.“ Leik- stjóri Don John er Emma Rice, sem leikstýrði Gísla einmitt í breska þjóðleikhúsinu, í A Matter of Life and Death. Nína Dögg Fil- ippusdóttir, eiginkona Gísla, hefur verið ráðin í eitt af kvenhlutverk- um sýningarinnar. Royal Shakespeare Company er eitt virtasta leikhús Bretlandseyja ef ekki það virtasta. Sumir ganga svo langt að segja það hið virtasta í heiminum. Saga leikhússins nær allt aftur til 1879 þegar leikhús var reist til minningar um William Shakespeare í fæðingarbæ hans, Stratford-upon-Avon. Enn þann dag í dag eru höfuðstöðvar leik- hússins þar en við hafa bæst útibú í London og Newcastle. Fjölmarg- ir virtir leikarar hafa leikið í Royal Shakespeare Company, til að mynda Kenneth Branagh sem skapaði sér fyrst nafn þar. Auk hans má nefna Daniel Day-Lewis, Ben Kingsley, Ian McKellen, Laur- ence Olivier, Judi Dench og Peter O‘Toole. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli Örn nú með hlutverk í næstu stórmynd fram- leiðandans Jerry Bruckheimer þar sem Ben Kingsley er einmitt í stóru hlutverki. Myndin kallast Prince of Persia: The Sands of Time og hafa tökur meðal annars farið fram í Marokkó. Innan skamms halda tökur áfram í myndveri í London en í millitíð- inni frumsýnir Vesturport Ham- skiptin á Írlandi. Á næstu mánuð- um verða Hamskiptin svo frumsýnd á fleiri stöðum víða um veröldina. Æfingar á Don John hefjast í byrjun nóvember og frumsýnt verður um miðjan desember. Fyrirhugað er að sýn- ingin gangi með hléum fram í maí á næsta ári víða um Bretland. Gísli Örn viðurkennir að hann hafi verið á báðum áttum með að taka þetta hlutverk að sér vegna anna. „Það er nú það, ég var tvístígandi með þetta. Og það gæti enn komið eitt- hvað upp á. En maður vonar það besta.“ hdm@frettabladid.is GÍSLI ÖRN: FRÁ BRUCKHEIMER Í ROYAL SHAKESPEARE COMPANY Leikur Don Juan í þekkt- asta leikhúsi Bretlands ÍSLENSKUR DON JUAN Gísli Örn Garðarsson leikur um þessar mundir í næstu stór- mynd Jerry Bruckheimer en hefur auk þess tekið að sér hlutverk Don Juan í hinu virta breska leikhúsi Royal Shakespeare Company. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Dive Deeper 08 Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu! Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.