Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 48
28 27. september 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Leystukrossgátuna! Þú gætir unnið DVD myndina STREET KINGS Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur Góð vika fyrir … ... íslensk fórnarlömb Landsmenn fylgdust andstutt- ir með viðureign fórnarlambanna Benjamíns Þórs Þorgrímsson- ar og Ragn- ars Ólafs Magnússonar í fyrsta Kompás- þætti vetrar- ins. Nokkur umræða varð í þjóðfélaginu í kjölfar þáttarins um það hvor væri hið raunveru- lega fórnarlamb í þessari viðureign. Skipti þá engu máli þótt annað fórnarlambið hefði stappað á höfð- inu á hinu fórnarlambinu. ... kokkteilpartígengið Kreppa eða ekki kreppa, það skiptir engu máli fyrir íslenska kokkteilpartí- og Saga Class-geng- ið. Alltaf má finna aur í sam- eiginlegum sjóð- um landsmanna til að spreða í þetta bráðnauð- synlega fólk. Árum saman hefur verið reynt að koma Íslandi í öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna með ærnum tilkostnaði. Ef það tekst einhvern tímann verða Ingibjörg og Geir vafalaust keyrð niður Skólavörðustíg á vörubílspalli svo múgurinn geti fagnað. Næst er það heimssýningin í Kína árið 2010. Það kostar ekki nema 620 millur. Það er nú engin ofrausn svo íslenska kokteilpartígengið geti ferðast til Kína til að mæna á kynningarmyndbönd af Gullfossi og Geysi. ... kvikmyndaáhugafólk Nú er gósentíð fyrir þá sem finnst bandarískar ungl- inga- og ofurhetjumyndir ekki alveg málið. Á Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Reykjavík er boðið upp á ótal gullmola úr alfaraleið. Verst er þó að framboðið er aðeins í boði í tæplega tvær vikur. Þá er ekkert annað í stöð- unni fyrir þá kröfuhörð- ustu annað en taka sér frí í vinnunni og njóta veig- anna til fulls. Slæm vika fyrir … ... Davíð Oddsson. Reyndar er þetta ein af þeim verri í lífi seðlabankastjórans og er þá langt til jafn- að. Krónan er náttúrlega í frjálsu falli og sér ekki fyrir endann á því, en verra er þó að ekki hafi fengist gjaldmiðlaskiptasamning- ur við Seðlabanka Banda- ríkjanna. Í fyrstu töldu margir að Davíð og hans fólk hefðu flotið sofandi að feigðarósi og gleymt hrein- lega að sækjast eftir samn- ingnum. Það að Seðlabanki Bandaríkjanna hafi ekki séð ástæðu til að semja við Íslendinga, eins og greint var frá í gær, er þó sýnu verri niðurstaða en nokkrir bjuggust við. ... saklausan tæknimann Það þýddi lítið fyrir Jóhannes K. Kristjánsson tæknimann að segjast ekki vera Jóhannes Kr. Kristjánsson Kompás-ritstjóri. Andstutti maðurinn í símanum sem hringdi þrisvar til að hóta honum daginn áður en fyrsti Kompás-þáttur vetrarins fór í loftið tók ekkert mark á því. Nú hefur Jóhannes K. fengið sér leyninúmer eins og nafni hans Kompás-ritstjórinn. Ekki er vitað hvort Jóhannes Kristjánsson eftir- herma hafi fengið andstuttar hótanir símleiðis. ... Jón Magnússon Jóni er nóg boðið. Hann segir það ekki þjóna eðlilegri þjóðmálastarf- semi að standa í eilífri orra- hríð. Ekki gangi að þurfa stöðugt að vera á varðbergi eða í deilum við flokksmenn sína. Hér er hann fyrst og fremst að tala um hrekkjusvínið Krist- in H. Gunnarsson, margflokkamann, sem leggur hann að sögn í einelti. Hvar er Stefán Karl? - jbg, drg Obama er gjarnan loðinn í svörum um þjóðmál en hikar ekki þegar hann er spurður um tónlistarsmekk sinn. Hvort fílarðu betur Rolling Ston es eða Bítlana? er sígild spurn- ing og hún var lögð fyrir frambjóð- andann. Með þessari spurningu er nefnilega spurt um meira en tón- list. Sagan segir okkur að töffararnir velji gjarn- an Rolling Stones af því að þeir voru svo villtir og allt það. Bítlarnir hafa hins vegar verið meira fyrir góðu krakk- ana. Hvort skyldi Obama vilja láta tengja sig við áður skítuga dópista og núna táknmynd græðgi og þrautseigju eða áður hug- myndaríka englabítla og núna, tja, minningu? „Stones,“ svaraði Obama að bragði. Gimme Shelter er uppá- haldslagið. Tímaritið Rolling Stone birti í sumar lista yfir lögin sem Obama hefur halað inn á æpoddinn sinn. Þar sást að hann hlustar líka á Jay- Z, Ludacris, Bruce Springsteen, Sheryl Crow og Stevie Wonder. Fyrir utan Miles, Coltrane og Charl- ie Parker. Einnig hefur hann bent á Nínu Simone og eitt besta lag allra tíma; Sinnerman. En efst á listanum var Bob Dylan. Obama var með heil þrjátíu Bob- lög inni á spilaranum og segir að í kosningabaráttunni höfði Maggie‘s Farm helst til sín. Obama hefur einnig talað um kynni sín af tónlist Bobs á háskóla- árum sínum. „Ég var eins og munkur,“ hefur hann þá sagt. Dagarnir hafi liðið við íhugun og við að hlusta á Bob Dylan og lesa ljóð. Fyrir Íslending- um hljómar þetta kannski eins og lýsing á hasshaus en Obama heldur því fram að á þessum tíma hafi hann þroskað gáfur sínar einna mest. Breska blaðið Guar- dian þarf alltaf að vera með ótuktar- semi og segir að æpoddinn hans Obama beri það með sér að hann vilji höfða sérstaklega til fólks sem fæddist milli 1946 og 1964, einnig til verkamanna og svartra. En hvað skyldi McCain hlusta á? Það fer færri sögum af því. Hann tilkynnti einum blaðamanni að hann ætti víst svona æpodd og að á honum væru tvö lög með ABBA. Hann mun einnig hlusta á engu minni menn en Roy Orbison, Merle Haggard og Neil Diamond. Hvað svo sem fólki kann að finn- ast um Sheryl Crow kemur Obama nú betur út úr þessu, það verður að segjast. En frambjóðendurnir áttu einn tónlistarmann sameiginlegan, væntanlega fyrir ítölskættuðu atkvæðin; sameiningartáknið var Frank Sinatra. Athygli vekur að Elvis Presley var fjarri góðu gamni hjá báðum frambjóðendum. Hvernig skýrum við það? Obama vinnur, tónlistarlega séð KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON HORFIR ÚT Í HEIM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.