Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 30
U ppeldi og umhverfi hafa umtalsverð áhrif á framtíð barna. Hvort tveggja mótar sýn þeirra á lífið og hefur áhrif á áhuga- svið, afstöðu til trúmála, vina- og makaval, námsleiðir og starfsvettvang og það heimili sem hver og einn kýs að skapa sér og sínum á fullorðinsárum. Í mínu tilviki hafði móðir mín mikil áhrif á þetta allt. Mamma er ein þeirra sem hafa frá því að ég man eftir mér verið í sí- felldri sjálfsleit. Og þar sem ég var örverpið í fjölskyldunni varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að fljóta með í leit hennar að æðri upp- ljómun. Þannig hafði ég meðal annars fengið árulestur, hugleitt, kyrj- að með búddistum, farið í lithimnulestur hjá indíána, komist að því með hjálp heilara hvaða mat mér bæri að forðast, innbyrt blómadropa og aðra elexíra við ofnæmi og horfið aftur til fyrri tilverustiga áður en ég náði þrettán ára aldri. Bernskuheimilið var líka vitnisburður um þessar þreifingar mömmu. Meðan aðrar fjölskyldur skiptu út sófanum eða endurnýjuðu eldhús- græjurnar með nokkurra ára millibili var okkar heimili hálfgert tilraunasvæði. Einn dag minnti það á útibú frá Fríðu frænku, þann næsta var eins og Osborne-fjölskyldan hefði sest að. Auðvitað var ekki leiðinlegt að sofna í dimmbláu herbergi og vakna upp í heið- gulu himnaríki, sjá hvítan vegg hverfa á bak- við fjólubláa múrsteina eða sitja til borðs í Art Deco eldhúsi þar sem sveitarómantík ríkti áður. Stundum var þó örlítið lýjandi að þurfa að kynnast eigin heimili sífellt upp á nýtt, finna aldrei neitt og detta á rassinn við að setjast á horfinn stól. Hvers konar einstaklingi skyldi síðan svona uppeldi og umhverfi hafa skilað út í samfélagið? Svarið er tiltölulega trúlausum manni sem vill hafa sem flest í föstum skorðum heima hjá sér og hræðist fátt eins mikið og fjólubláa múrsteina. Hvítir veggir og látlausar innréttingar, ferköntuð furuborð, leðursófi og eikarparket eru málið á mínu heimili og blómaskreyttir lampaskermar með því flippaðra sem þar er að finna. Stundum hvarflar að mér að kannski sé ég helst til íhaldssamur. Hvort ekki væri nú nær að sleppa aðeins af sér beislinu og skvetta til dæmis úr rauðri málningarfötu á veggina upp á grín. Tilhugsunin um jólaboðin heima hjá mömmu og pabba, þar sem við fjölskyldan borðum jólasteikina saman með flennistórt málverk af púkum í óviðeigandi stell- ingum á einum veggnum, slær þó yfirleitt á slíkt stundarbrjálæði. Nei, þá er bara miklu betra að leyfa öllum hinum að vera flippaðir í friði. „Stundum var þó örlítið lýjandi að þurfa að kynnast eigin heimili sífellt upp á nýtt, finna aldrei neitt og detta á rassinn við að setjast á horfinn stól.“ ● Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók mynd á heimili Hörpu Heimisdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@frettabladid.is, Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Stein- grímsson s. 517 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnars- dóttir kristina@frettabladid.is. HEIMILISHALD ROALD EYVINDSSON Art Deco og árulestur Hallgrímur Ólafsson býr í gömlu þríbýli í lítilli götu í Vesturbæn- um og kann því vel. Þar blanda hann og konan saman gömlu og nýju en elsta húsgagnið er 100 ára gamalt borðstofuborð. „Það fengum við að gjöf frá tengdamömmu en hún keypti það á antíksölu í Kaup- mannahöfn. Stólana keypti hún síðan á annarri antíksölu. Þarna eigum við fjölskyldan notalega stund á morgnana og plönum dag- inn,“ segir Hallgrímur og fær sér sopa af rjúkandi kaffi. Hann segist vilja hafa fínt í kringum sig eins og flestir. „Ég ligg þó ekkert yfir neinum lífs- stíls- og húsgagnablöðum og kaupi bara það sem efni gefa tilefni til en konan er meira í því að fletta blöðum,“ segir hann og brosir út í annað. Hún festi nýlega kaup á litríkri mynd í New York sem fær að njóta sín fyrir ofan borðið. Hallgrímur segir framkvæmd- ir í vændum á heimilinu og að til standi að opna upp í ris svo eitt- hvað sé nefnt. Hann segir þó af og frá að hann muni koma nálægt þeirri vinnu. „Ég er sá allra versti þegar kemur að framkvæmdum á heimilinu og get varla tekið bens- ín á bílinn. Einu sinni réðist ég í að flísaleggja og þegar því var lokið hugsaði ég með mér að það væri greinilega ástæða fyrir því að menn lærðu til verka.“ Hallgrímur er í raun nýflutt- ur heim eftir allnokkra útlegð en hann lék í Fló á skinni á Akureyri síðastliðinn vetur. Hann æfir nú fyrir söngleikinn Fólkið í blokk- inni sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í byrjun næsta mánaðar. „Þar segir frá lífi fólks í blokk í Breiðholti sem á sér draum um að slá í gegn eða finna tilgang í líf- inu. Þetta er falleg saga og per- sónur í verkinu sem margir kann- ast við,“ segir Hallgrímur sem sjálfur ólst upp í blokk. „Ég er þó persónulega búinn með blokkina. Það er alltaf eitthvert vesen sem kemur upp á milli íbúa og mér finnst viðráðanlegra að búa í þrí- býli.“ - ve Búinn með blokkina ● Leikarinn Hallgrímur Ólafsson lumar á 100 ára gömlu borðstofuborði. Hann bjó lengi í blokk en er í dag ánægður með ögn fámennari húsakynni í vesturbæ Reykjavíkur. Tengdamóðir Hallgríms keypti borðstofuborðið á antíksölu í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● ÁRVISST DJÁSN GEORGS JENSEN Blómakarfa húðuð með 24 karata gulli er jólaóróinn frá Georg Jensen í ár. Hönnuður hans er Rigitze Ov- ergaard. Nýr órói hefur komið á markaðinn ár hvert frá 1984 og þeir eru marg- ir sem safna þeim. Sumir hafa þá uppi við allt árið en aðrir taka þá bara fram fyrir jólin. Borðarnir sem þeir hanga í eru merktir útgáfuárinu og eru rauðir að lit en óróinn er gylltur og stundum skreyttur með steinum, líkt og gert er þetta árið. Gyllt blómin skarta steindum blómhnappi sem glitrar fallega og eru mótívin fallega útskorin. Jólaóróarnir fást í Kúnígúnd, Epal og Saga Boutique. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Muvman fyrir breytilega hæð • Bakið beint • Dýpri öndun • Aukin virkni • Sveigjanleiki Muvman fyrir eldhúsið Einstakur stóll ● heimili&hönnun 27. SEPTEMBER 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.