Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 27. september 2008 39 FÓTBOLTI Litlu munaði að lítið yrði úr spennandi lokaumferð þar sem Keflvíkingar voru aðeins nokkrum mínútum frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í 21. umferð gegn FH á Kaplakrikavelli. En sigurmark Atla Viðars Björnssonar á ögurstundu fyrir FH kom í veg fyrir það. FH vann svo örugglega leik gegn Breiðabliki sem liðið átti til góða og því er mjótt á munum á milli Keflavíkur og FH fyrir lokaumferðina. Keflavík mætir Fram og verður einfaldlega Íslandsmeistari með sigri í þeim leik. FH þarf því að vinna sinn leik gegn Fylki og treysta jafnframt á að Fram taki stig af Keflavík til þess að eygja von um titilinn. Ef Keflavík og Fram skilja jöfn þarf FH að vinna Fylki með meira en eins marks mun til þess að enda með hagstæðari markamun en Keflavík. Að öðrum kosti verða Keflvíkingar Íslandsmeistarar, þar sem þeir hafa skorað talsvert fleiri mörk en FH-ingar í sumar. Keflavík varð síðast Íslandsmeistari árið 1973 og félagið er nú í seilingarfjarlægð frá því að enda þessa 35 ára löngu bið. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, kvað stemninguna fyrir Framleiknum í Keflavík vera á suðupunkti. „Það er alveg gríðarleg stemning fyrir leikn- um og fólk hér í bæ bíður í ofvæni eftir því að leikurinn hefjist. Leikmennirnir og þjálfarar eru líka spenntir eftir því að takast á við þetta stóra verkefni og vikan er búin að vera löng, en við erum búnir að vinna eins vel úr okkar málum og hægt er,“ segir Kristján. Hann á von á gríðarlega erfiðum leik gegn Fram, sem er að elta þriðja sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. „Þetta er úrslitaleikur fyrir bæði lið og ég á von á báðum mjög grimmum í leiknum. Það er frábær endir á góðu fótboltasumri að leikirnir í lokaumferðinni hafi svona mikið vægi,“ segir Kristján að lokum. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á einnig von á erfiðum leik gegn Fylki þó svo að Árbæingar hafi þannig séð ekki að miklu að keppa. „Við þurfum bara að standa okkar vakt og vinna Fylki en ég á von á erfið- um leik þar sem Fylk- ismenn hafa verið að spila vel upp á síðkast- ið. Ég sá þá spila á móti Breiðabliki þar sem þeir voru mun betri aðilinn. En við áttum líka góðan leik gegn Blikunum nýverið þar sem við sýndum bæði samstöðu og góða liðs- heild og vonandi verður sama uppi á teningn- um gegn Fylki. Við mætum alla vega einbeittir og fullir sjálfstrausts í leikinn og verðum ekk- ert með hugann við leikinn í Keflavík,“ segir Heimir. Heimir vonar að það hjálpi Hafnarfjarðar- liðnu að vera með marga leikmenn sem hafa kynnst því að spila mikilvæga leiki í toppbar- áttunni á síðustu árum. „Þetta er náttúrlega ekkert í fyrsta skiptið sem FH er í þeirri stöðu að berjast um Íslands- meistaratitilinn; við erum með leikmenn sem hafa reynslu af því að spila þessa mikilvægu leiki og vonandi nýtist það okkur gegn Fylki. Annars er gaman að fólk fái spennu á lokadegi mótsins og þannig á það að vera. Vonandi verð- ur þetta bara góður dagur,“ segir Heimir. - óþ Íslandsmeistarakandídatar Keflavíkur og FH verða í eldlínunni í lokaumferð Landsbankadeildar karla í dag: Frábær endir á góðu fótboltasumri REYNSLA Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vonast til að leikmenn sínir muni njóta þess gegn Fylki að hafa spilað marga mikilvæga leiki í titilbaráttu síðustu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFTIRVÆNTING Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, segir mikla spennu og eftirvæntingu ríkja í Keflavík fyrir Framleiknum. Keflavík varð síðast Íslandsmeistari í efstu deild fyrir 35 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Framarar geta kórónað frábært sumar hjá sér með góðum úrslitum gegn Keflavík í dag en Safamýrarfélagið er í harðri baráttu um þriðja sætið. „Ég er mjög ánægður með gengi liðsins og það hefur farið fram úr mínum björtustu vonum,“ segir varnarmaðurinn Auðun Helgason, sem gekk í raðir Framara frá FH fyrir þetta tímabil. „Ég er Framari í dag og við Framarar munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná hagstæðum úrslitum úr Keflavíkur- leiknum, fyrir okkur. Menn eru í þessu til þess að ná árangri fyrir sjálfa sig og lið sitt og þetta vita menn sem hafa verið í þessu lengi. Það lið sem tapar fæstum stigum, hvort sem það verður Keflavík eða FH, mun eiga skilið að verða Íslandsmeistari,“ segir Auðun. - óþ Auðun Helgason, Fram: Ánægður með gengi Fram FÓTBOLTI Íslandsmeistarabikarinn í Landsbankadeild karla verður til vörslu hjá Jóhanni G. Kristins- syni eða Jóa vallarstjóra á Laugardalsvelli á meðan á leikjum Keflavíkur og Fram og FH og Fylkis stendur. Þetta staðfesti Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, við Fréttablaðið í gær. „Bikarinn verður um miðja vegu á milli Sparisjóðsvallarins í Keflavík og Fylkisvallar í Árbæ, um það bil við Álverið í Straums- vík. Bikarinn verður í öruggum höndum því Jói vallarstjóri mun sjá um að skutla honum þaðan,“ segir Ómar. - óþ Íslandsmeistarar krýndir í dag: Jói vallarstjóri geymir bikarinn SIGURLAUNIN Það verða annaðhvort Keflvíkingar eða FH-ingar sem hampa Íslandsmeistarabikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FÓTBOLTI Fylkir getur haft mikil áhrif á titilbaráttuna þegar FH kemur í heimsókn á Fylkisvöll og Haukur Ingi Guðnason, framherji Fylkis, ítrekaði að Fylkismenn myndu selja sig dýrt í leiknum. „Það eru kannski margir sem hugsa að við munum hafa að litlu að keppa gegn FH en við viljum alls ekki að neitt annað lið en Fylkir taki við Íslandsmeistara- titlinum á Fylkisvelli,“ segir Haukur Ingi. Hann er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og lék lengi vel með Keflavík og fer ekki leynt með þá von sína að Keflvíkingar muni standa uppi sem Íslandsmeistarar. „Ég ber taugar til Keflavíkur- liðsins þar sem margir félagar mínir eru enn að spila og auðvitað vonast ég frekar til þess að þeir landi titlinum.“ - óþ Haukur Ingi Guðnason, Fylki: Vonast eftir sigri Keflavíkur KEFLVÍKINGUR Haukur Ingi er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og stendur með Keflavík í titilbaráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Úrslitin í Landsbankadeild karla ráðast í dag. Keflavík og FH berjast um Íslandsmeistara- titilinn og Fram, KR og Valur keppa um öruggt Evrópusæti. Í baráttunni um titilinn tekur Keflavík á móti Fram á heimavelli og FH leikur gegn Fylki á útivelli. Möguleg úrslit í baráttunni um titilinn eru eftirfarandi: · Keflavík sigrar = Keflavík Íslandsmeistari · Keflavík tapar og FH tapar stigum = Keflavík Íslandsmeistari · Keflavík gerir jafntefli og FH sigrar með 2 mörkum eða meira = FH Íslandsmeistari · Keflavík tapar og FH sigrar = FH Íslandsmeistari Fjölmennum á völlinn! Úrslitin ráðast í dag! Þróttur R.lau. 27. sept. lau. 27. sept. lau. 27. sept lau. 27. sept lau. 27. sept lau. 27. sept Lokaumferð Grindavík ÍA Fjölnir16:00 16:00 Fylkir Breiðablik16:00 FH16:00 Keflavík 16:00 Valur KR16:00 Fram Landsbankadeild karla HK Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.