Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 32
● heimili&hönnun 27. SEPTEMBER 2008 LAUGARDAGUR4 ● ÖLDUSTÓLL MEÐ ÖLLU Brasilíski hönnuðurinn Roberta Rammê hannar þessa öldustóla með nútímaunglinginn í huga. Hún sér þá fyrir sér sem húsgögn sem hægt er að klæða sig í. Þeir hafa svipaðan tilgang og tískufatnaður þar sem markmiðið er að sameina fegurð, þægindi, notagildi og stöðutákn. Inni í stólnum eru öll nútímaþægindi og afþreying innan seilingar. Þar er hægt að horfa á sjónvarp, hlusta á tónlist, lesa, tala í símann, læra, leggja sig eða vafra um internetið. Stóllinn er búinn flatskjá, hirslum fyrir geisladiska, bækur og DVD-myndir og skrifborði og ætti unglingurinn því að geta dvalið þar daglangt. húsgögn „Við fluttum inn í íbúðina í febrú- ar á þessu ári og erum síðan þá búin að vera að koma okkur fyrir hérna,“ segir Harpa og bætir við að fjölskyldan hafi verið að flytja frá London og ekki átt mikið af innanstokksmunum á Íslandi en hafi reynt að koma sér vel fyrir með takmörkuðum fjárráðum. „Við höfum í raun ekki breytt íbúðinni neitt utan að mála og finna ódýr húsgögn, aðallega í Ikea og Góða hirðinum,“ upplýs- ir Harpa. „Í bland við þau höfum við svo sett ýmsa smáhluti sem við áttum og höfum í gegnum tíð- ina fundið í hönnunar- og antík- búðum.“ Harpa útskrifaðist sem arki- tekt fyrir tæpum sex árum og lýsir hönnun sinni sem nýrri í bland við gamalt. Aðspurð segir hún það koma vel fram í innan- stokksmunum og hönnun íbúð- arinnar. „Maðurinn minn hafði áhyggjur af því þegar við vorum að byrja að hanna íbúðina að hún yrði öll hvít með stáli, en fólk býst oft við því af arkitektum. Nú er ég búin að sannfæra hann um að það sé ekkert endilega minn stíll. Þegar við skoðuðum íbúð- ina fundum við strax að það var góður andi í henni og gestir hafa líka minnst á það. Þó að þetta sé kjallaraíbúð er hún björt með stórum stofum og okkur líður af- skaplega vel hérna,“ segir Harpa brosandi. - mmf Gamalt og nýtt í bland á heimili arkitektsins ● Arkitektinn Harpa Heimisdóttir og eiginmaður hennar, Terry Devos, fluttu til Íslands fyrir tæpu ári og hafa nú komið sér þægilega fyrir í kjallaraíbúð í Hlíðunum. Arkitektinn Harpa Heimisdóttir hefur komið sér vel fyrir í kjallaraíbúð í Hlíð- unum með fjölskyldu sinni en þau fluttu til Íslands fyrir tæpu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í stofunni er brúnt sófasett sem Harpa dröslaði einn daginn heim úr Gamla hirðinum en skenkinn fann hún notaðan á Barnalandi. Harpa segir að í hönnun sinni blandi hún saman nýju og gömlu og ber heimili henn- ar þess merki. Gamla vigtin er einnig kjörin ávaxtaskál. Í borðstofunni stendur borðstofuborð sem Harpa segist hafa fengið frá for- eldrum sínum og að við það hafi hún átt margar góðar stundir í barnæsku. Við borðið standa ódýrustu stólarnir sem hún fann í Ikea. Í svefnherberg- inu er pappa- ljós úr Ikea. Rúmteppið er úr sýningarglugga búðar sem Terry vann í. Á gólfinu er gömul, dönsk rjómaflaska úr Góða hirðinum. GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Amerískir GE kæliskápar GE svartur kæliskápur verð frá kr.: 229.600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.