Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 4
4 27. september 2008 LAUGARDAGUR „Ef þetta orðalag er skoðað lítur út fyrir að við höfum viljað og þeir hafnað,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, um tilkynn- ingu Seðlabanka Íslands um viðræður bankans við Seðlabanka Bandaríkjanna um tvíhliða gjaldmiðlaskipta- samning. „Og ef það er þannig að Seðla- banki Bandaríkj- anna hafi ekki séð ástæðu til að gera við okkur samning og Seðlabanki Íslands ekki talið ástæðu til að fylgja því eftir segir það mér að mat hans á lausafjárstöð- unni er víðs fjarri mati allra annarra að það er verulegt áhyggjuefni.“ - jse VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 19° 13° 15° 17° 20° 21° 19° 17° 19° 23° 26° 17° 20° 27° 23° 31° 22° Á MORGUN 3-10 m/s MÁNUDAGUR 3-10 m/s 9 8 9 6 6 8 8 9 9 9 2 10 9 6 10 8 6 6 8 6 10 10 8 8 8 119 6 4 4 118 KÓLNANDI Í dag og á morgun verða suðvestlægar áttir með skúraveðri vestan til annars úrkomlitlu veðri. Eftir helgina snýst hann til norðanáttar og þá kólnar, einkum norð- an til á landinu og má búast við frosti til landsins nyrðra og á hálendinu, einkum að nætur- lagi með tilheyrandi slyddu eða jafnvel snjókomu. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Tryggvi Þór Herbertsson, efnahags- ráðgjafi forsætisráðherra, tekur fram að orð sín hafi ekki verðið rétt túlkuð í inngangi fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar segir að hann telji „lánalínur á borð við þær sem seðlabankar Norðurlandanna sömdu um við Seðlabanka Bandaríkjanna óþarfar hér“. Tryggvi tekur fram að hann hafi einungis viljað útskýra hvað fælist í þessum skiptasamningum Norðurlandanna, og ítrekar að allt sem eftir honum sé haft í meginmáli greinarinnar sé rétt, enda hafi verið farið yfir þau ummæli með honum áður en blaðið fór í prentun. ATHUGASEMD EFNAHAGSMÁL „Okkur hefur hreint út sagt mistekist að ná árangri,“ segir Illugi Gunnarsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, um ástand efnahagsmála. Á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva í gær sagði Illugi margvísleg mistök hafa verið gerð í hagstjórninni síðustu ár og mikil- vægt væri að stýra saman pen- ingamálastefnu Seðlabankans og fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Ekki gengi að ríkisvaldið yki útgjöld um leið og Seðlabankinn teldi sig þurfa að halda vöxtum háum vegna mikillar verðbólgu. Kvaðst hann skilja Seðlabankann þegar hann kallaði eftir meiri aga en vera þó þeirrar skoðunar að bankinn hefði ekki verið á réttri braut í vaxtaákvörðunum sínum síðustu ár. Nú hefði hann rekist á vegg. Illugi sagði umræður um nauð- synlegar aðgerðir í efnahagsmál- um hafa fallið í skuggann af umræðum um evruna. Lýsti hann líka áhyggjum af fjárlagafrum- varpi næsta árs, sem kynnt verður á miðvikudag. Mikilvægt væri að það gerði ekki ráð fyrir vexti umfram langtímamarkmið í rekstri. Þá vék hann að nýjum kjara- samningi ríkisins við ljósmæður og kallaði hann glannaskap. Ríkið gæti ekki hækkað laun langt umfram það sem almenni markað- urinn réði við. Enn væri ósamið við ýmsa sem eflaust mundu miða kröfur sínar við kjarabætur ljós- mæðra. - bþs Illugi Gunnarsson segir ríkisfjármálin agalaus og Seðlabankann hafa rekist á vegg: Okkur hefur mistekist að ná árangri ILLUGI GUNNARSSON Þingmaðurinn hefur áhyggjur af fjárlögum. „Það væri ágætt að fá skýringar á þessum viðræðum, um hvað þær hafi snúist og hver sjónarmið manna hafi verið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Tilkynning Seðla- bankans gefi sem slík ekki forsendur til sérstakrar gagnrýni. „Ég verð að treysta því að þeir séu að vinna að okkar hagsmun- um og hef ekki ástæðu til annars en að ætla að þeir geri það af heilindum,“ segir hann. „Ég hvet til þess að tekið verði upp allt það samstarf við seðlabanka Bandaríkjanna sem mögulegt er að ná.“ - kóþ Vantar útskýringar VILHJÁLMUR EGILSSON „Það er mjög sérkennilegt að Seðla- bankinn hafi ekki komið fyrr fram með þessar upplýsingar, og skýrt frá því hvað væri að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. „Með því að bíða með þessum hætti bætti Seðlabank- inn ekki ástandið á mörkuðum, því öll óvissa væri mjög slæm, sér- staklega miðað við þann óstöðugleika sem ríkir á erlendum mörkuðum.“ „Það er alveg ljóst að þetta mun hafa neikvæð áhrif á gengið. En það er nú kannski ekki öll nótt úti enn, það getur vel verið ennþá að samn- ingar náist,“ segir Ásgeir. -msh Ekki öll nótt úti ÁSGEIR JÓNSSON Það er erfitt að átta sig á hvað liggur að baki þessum ummælum Seðla- bankans,“ segir Ragnar Árnason, próf- essor í hagfræði við Háskóla Íslands, og bætir við að það sé því „engin leið að leggja mat á þá kosti aðra sem Seðlabank- inn hefur, eða telur sig hafa”. Ragnar bendir einnig á að það hljóti að vera áhyggjuefni þegar Jón Steinsson, lektor við Columbia- háskóla, sem hefur starfað fyrir Seðlabankann og hingað til varið hann opinberlega, „skuli nú segja að Seðla- bankinn sé ekki að sinna starfi sínu“, og vísar Ragnar þar til greinar Jóns í Morgunblaðinu á fimmtudag. -msh Afar sérkennilegt RAGNAR ÁRNASON „Þetta bætir nú ekki miklu við það sem við vissum,“ segir Gylfi Magnús- son, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það hefur verið öllum ljóst að Seðlabankinn hefur ekki verið að ná árangri í viðleitni sinni að byggja upp gjaldeyrisvara- sjóðinn, og að hann hafi verið að ná takmörk- uðum árangri í að tryggja sér lánalínur fyrir skammtímafjár- mögnun. Það er ekki hægt annað en að vona að þessi viðleitni hans beri meiri árangur.“ Gylfi bendir á að ekk- ert vitað um hvernig Bandaríkjamenn hafi rökstutt þá ákvörðun sína að hafna beiðni Seðlabankans, - jse Ekki góðar fréttir GYLFI MAGNÚSSON „Ég átta mig ekki alveg á því hvað felst í yfirlýsingu Seðlabankans, upplýsingarnar eru bæði óljósar og misvísandi,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnun- ar. „Það þarf að fá skýrari svör frá Seðlabankanum. Er Seðlabanki Bandaríkjanna þeirrar skoðunar að markaðurinn hér þarfnist ekki samnings sem þessa?“ Þá segir Gunnar að það komi alls ekki nógu skýrt fram hvers konar samningum Seðlabanki Íslands hafi sóst eftir, hvort það hafi verið sams konar samninar og seðlabankar Norður- landanna gerðu eða öðruvísi. -msh Ekki nógu skýrt GUNNAR ÓLAFUR HARALDSSON Einn á báti GYLFI ARNBJÖRNSSON Skilaboðin afar óljós Tilkynningu Seðlabankans ætlað að róa markaði og slá á vangaveltur um að bankinn hafi ekkert aðhafst. Tilkynning bankans þykir þó mjög óljós. ÚKRAÍNA, AP Rússar sendu herskip að strönd Sómalíu í gær, að því er talsmenn stjórnvalda í Moskvu greindu frá, eftir að sjóræningjar rændu úkraínsku flutningaskipi hlöðnu rússneskum hergögnum sem ætluð voru stjórnarher Kenía. Um borð í flutningaskipinu voru 33 T-72-skriðdrekar og umtalsvert magn varahluta og skotfæra, að því er Júrí Jakhan- úrov, varnarmálaráðherra Úkraínu, staðfesti. Hann tók fram að hergögnin voru seld í sam- ræmi við alþjóðalög. - aa Hergagnaflutningaskipi rænt: Rússneskt her- skip til Sómalíu RÚSSNESKT HERSKIP Freigáta úr Eystra- saltsflota Rússa er á leið á sjóræningja- slóðir við Sómalíu. MYND/LANDHELGISGÆSLAN SAMFÉLAGSMÁL Egill Helgason segir á heimasíðu sinni að Sádi- Arabar hefðu veitt styrki til uppbygginga bænahúsa víð aum heimog þá ekki síst til þess að breiða út wahabbisma, sem Egill segir eina ströngustu og ógeð- felldustu trú sem þekkist. „Við höfum engan fjárstuðning fengið frá Sádi-Arabíu, því miður,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima, „Það ríkir einræði í Sádi-Arabíu og því eru mannréttindi þar fótum troðin eins og annars staðar þar sem slíkt stjórnarfar ríkir,“ segir Salmann. „En mér finnst umfjöllun Egils bera það með sér að hann þekki ekki vel til málefna íslam svo ég vil endilega bjóða honum í kennslu hjá mér.“ - jse Formaður Félags múslima: Býður Agli í kennslustund Borgarráð hefur staðfest aö ný slökkvistöð verði í Elliðárdal við Stekkjarbakka í Reykjavík. Fram undan er að auglýsa breytt aðal- og deiliskipulag með tilliti til þessa. Íbúar í nágrenninu hafa lýst andstöðu við byggingu slökkvistöðvar á þessum stað. SKIPULAGSMÁL Slökkvistöð í Elliðaárdal PEKING, AP Mjög er leitað að melamíni í matvælum í Asíu þessa dagana, í ljósi þess að hættulegt magn af efninu fannst í kínverskum mjólkurvörum. Melamín greindist í gær í japönskum smákökum frá fyrirtækinu Lotte, en talsmaður fyrirtækisins segir að kínverskar mjólkurvörur hafi ekki verið notaðar í framleiðslunni. Magnið sem fannst var 24 sinnum yfir hættumörkum. Notkun efnisins er nú talin hafa leitt til andláts fjögurra barna og til veikinda 54.000 barna til viðbótar. Algeng afleiðing neyslu þess er myndun nýrnasteina. - kóþ Matvælaprufur gerðar í Asíu: Melamín finnst í japönsku kexi SJÁVARÚTVEGSMÁL Skoskir sjómenn neyðast til þess að henda árlega fiski fyrir allt að sjö milljarða króna árlega. Þetta kom fram á ráðstefnu í Edinborg. Allt að einni milljón tonna af fiski er hent í Norðursjónum árlega vegna ESB-reglna að sögn sjávarútvegsráðherra Skotlands. Tilefni ráðstefnunnar er að hefja baráttu fyrir því að breyta þessum reglum, sem neyða sjómenn til þess að henda fiski í stað þess að landa aflanum og selja hann. Á ráðstefnunni eru einnig norskir ráðamenn sem munu taka þetta upp í væntanleg- um viðræðum við ESB. - shá Brottkast vegna ESB-reglna: Henda milljón tonnum af fiski GENGIÐ 26.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 184,1072 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 96,57 97,03 177,48 178,34 140,72 141,5 18,858 18,968 16,986 17,086 14,518 14,604 0,916 0,9214 151,55 152,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.