Fréttablaðið - 27.09.2008, Page 44
24 27. september 2008 LAUGARDAGUR
Á RÖKSTÓLUM
➜ VISSIR ÞÚ …
að Ingibjörg gaf ásamt dóttur sinni, Lovísu Rós Þórðardóttur, út bókina
Strákarnir með strípurnar?
að sjálfstætt framhald hennar, Rótleysi, rokk og rómantík, er væntanlegt?
að hún hittir vinkonur sínar til að horfa á gamla Dallasþætti?
að hún er menntaður fótaaðgerðafræðingur og nuddari auk þess að vera
leikari?
að hún ætlar að gifta sig í október?
að Ásgeir gaf út bókina Ljóðmæli Jóns Arasonar fyrir tveimur árum?
að Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, er faðir hans?
að hann horfir mjög oft á Jay Leno?
að hann var í doktorsnámi í hagfræði í Bandaríkjunum og lauk því 2001?
I
ngibjörg og Ásgeir mættu
stundvíslega til fundar við
blaðamann. Á meðan ljós-
myndari tók af þeim myndir
kynntu þau sig og afhjúpuðu
um leið að hvorugt vissi hvert hitt
var. Eftir örstutt spjall fór þó að
rofa til. Ingibjörg kannaðist við
andlitið á Ásgeiri, sem er oft við-
mælandi í fréttum vegna starfa
síns sem forstöðumaður greining-
ardeildar Kaupþings, og Ásgeir
upplýsti að hann hefði fylgst með
fyrsta þætti Svartra engla sem
sýndur var á sunnudag en þar lék
Ingibjörg stórt hlutverk.
Byrjum á fréttum, hvernig finnst
ykkur uppsögn Jóhanns Benedikts-
sonar úr starfi lögreglustjóra Suður-
nesja?
Ingibjörg: „Ég skil hann að vissu
leyti, það er verið að pota honum
út, sem mér finnst einræðisherra-
legt af dómsmálaráðherra.“
Ásgeir: „Það er erfitt að gera sér
grein fyrir þessu úr fjarlægð en
ljóst að lögreglumál landsins eru
nú í endurskipulagningu.“
Ingibjörg: „Maður hefur heyrt að
embættið hafi verið fjársvelt, og
nú finnst ráðamönnum að það hafi
verið að troða þeim um tær, þá taka
þeir málin í sínar hendur og er
alveg sama hvað fólki finnst. Þeir
taka þær ákvarðanir sem þeir vilja
taka og vita að þær gleymast eftir
mánuð.“
Brjálæðislegir timburmenn
Efnahagsmálin eru í umræðunni
sem aldrei fyrr.
Ásgeir: „Fólk heldur alltaf að ég
vilji tala um efnahagsmál öllum
stundum en ég hef engan sérstak-
an áhuga á því.“
Ingibjörg: „Ég hugsa bara að við
séum í brjálæðislegum timbur-
mönnum eftir fyllerí, hingað til
hefur verið hægt að taka „panódíl“
við verknum, það er að segja yfir-
drátt, en nú liggur maður við klós-
ettskálina og bíður þangað til yfir
lýkur. Pillan er löngu hætt að
virka.“
Ásgeir: „Að einhverju leyti er þetta
rétt lýsing hjá Ingibjörgu.“
Nú er mikið líf í íslenskri sjónvarps-
þáttagerð hvernig líst ykkur á það?
Ingibjörg: „Þetta er algjör
draumur, tækifæri fyrir alla í geir-
anum og æðislegt fyrir almenning
að fá íslenskt sjónvarpsefni.“
Hvernig fannst ykkur Dagvaktin?
Ingibjörg: „Dagvaktin er æðisleg,
ég sá ekki Næturvaktina og þekkti
því þessa gaura ekki neitt en lá í
hláturskasti.“
Ásgeir: „Ég sá Næturvaktina og
held að þetta séu með bestu þáttum
sem hafa verið gerðir á Íslandi,
mér finnst handritið svo vel gert,
það er svo vel hugsað.“
Ingibjörg: „Karaktersköpunin er
frábær.“
Ásgeir: „Sammála, svona karakter-
ar eru kunnuglegir, maður hefur
hitt þá oft.“
Ef þið ættuð að nefna fimm hluti
sem þið haldið að hitt fíli, hverjir
væru þeir?
Ingibjörg: „Ég hugsa að Ásgeiri
þyki gott að hvíla sig um helgar
svona miðað við hvað hann vinnur
lengi á virkum dögum.“
Ásgeir: „Ég get ekki neitað því. En
ég hugsa að þú hafir örugglega
gaman af því að versla og skoða í
búðir eins og allar konur.“
Ingibjörg: „Stundum finnst mér
það gaman og stundum alls ekki,
Ég hugsa að þér þyki betra að
fljúga með Saga Class þegar þú
ferð til útlanda.“
Ásgeir: „Það finnst öllum betra að
fljúga á Saga Class, ekki satt?“
[Hér fer Ásgeir að hlæja og skotin
fljúga. Hann leggur áherslu á að
Saga Class-ferðum hafi fækkað
eftir að kreppan skall á, en í mesta
góðærinu hafi Saga Class náð langt
aftur í vél.]
Ingibjörg: „Þú situr meira aftur í
en þér finnst betra að sitja fram í.“
Ásgeir: „Þú ferð frekar til útlanda
en út á land í frí giska ég á.“
Ingibjörg: „Það er misjafnt. Ég fór
Vestfirðina í sumar en ekki til
útlanda. En ég er reyndar að fara
til Flórída um jólin með stórfjöl-
skyldunni.“
Ingibjörg: „En nú ætla ég að skjóta
á að þér finnist ekki gaman að
kaupa föt.“
Ásgeir: „Það er algjör pína. Þegar
ég fer að versla vil ég fara í málið
og kaupa mikið og þurfa ekki að
fara næstu mánuði. En veistu hvað,
það er til regla í sambandi við
jakkaföt, skyrtu og bindi. Tvennt
af þessu á að vera látlaust og eitt
áberandi. Því vel ég alltaf einlitar
skyrtur en litrík bindi.
Þreytandi að vera með bindi
Ingibjörg: „Finnst þér ekkert
þreytandi að vera alltaf með
bindi?“
Ásgeir: „Tja, jú. Þegar ég byrjaði
hjá Kaupþingi árið 2004 kunni ég
ekki einu sinni að hnýta bindis-
hnút, þá hafði ég verið lektor í
Háskólanum. Ég varð að læra hnút-
inn og fara að ganga í jakkafötum.
En komst síðan að því að jakkaföt
eru þægilegri en venjuleg föt.
Nú segi ég að ég er handviss um að
þér finnst gaman að sitja á kaffi-
húsum.“
Ingibjörg: „Já, mér finnst það frá-
bært og líka að fá mér rauðvín með
vinkonunum. Hmm, ég hugsa að þú
sért ekki brjálaður djammari.“
Ásgeir: „Það fer eftir hvernig þú
skilgreinir brjálaður djammari.“
Ingibjörg: „Það er týpan sem fer
heim klukkan fimm.“
Ásgeir: „Á nóttunni? Ég var nú
lengur að þegar ég var yngri, þegar
börn eru komin í spilið verður
maður alltaf að vakna um helgar.“
Ingibjörg: „Ég er svo heppin að
börnin mín hafa erft svefnpurku-
genið mitt.“
Ásgeir: „Þetta er svo svakalega
erfitt. Það væri miklu auðveldara
að lesa í þig ef þú værir karlmaður,
það er miklu auðveldara að lesa í
þá. En ég ætla að segja að þú hafir
verið virk í pólitík.“
Ingibjörg: „Nei, ég fylgist bara
með en er ekki virk, guð minn
góður. Held að ég sé ekki nógu vel
gefin.“
Minnið að bregðast
Ingibjörg: „Ég gæti trúað því að
Ásgeir sé svolítið óskipulagður.“
Ásgeir: „Það er rétt að einhverju
leyti. Ég hef alltaf haft svo gott
minni, skrifaði aldrei neitt hjá mér
og fáar glósur í skóla. Það er orðið
erfiðara núna að halda öllu til
haga.“
Ingibjörg: „Það er mikið í gangi,
ekki satt?“
Ásgeir: „Já, það er mikið í gangi og
ég hef áhyggjur af því að minnið sé
ekki nógu gott lengur. En skipu-
lagsgáfan hefur batnað með árun-
um.“
Ingibjörg: „Einu sinni var ég minn-
ug á fólk, en nú finn ég að ég þekki
andlitin en tengi ekki.“
Ásgeir: „Ég finn gríðarlega fyrir
þessu, hitti svo marga og sem ég
kem vart fyrir mig. Þegar ég
kenndi úti í Ameríku þekkti ég
nemendurna alla með nafni en
núna þegar ég kenni í bekkjum
Háskóla Íslands vilja nöfnin böggl-
ast fyrir mér.“
[Aldursumræður verða til þess að
blaðamaður stenst ekki mátið að
biðja þau um að giska á hvort ann-
ars aldur.]
Ingibjörg: „Ég held að þú sért rúm-
lega fertugur.“
Ásgeir: „Hvaða ár er ég fæddur?“
Ingibjörg: „Á bilinu 63 til 67.“
Ásgeir: „Ég held að þú sért fædd á
bilinu 72 til 76.“
[Í ljós kemur að bæði eru fædd árið
1970.]
Ingibjörg: „Mér fannst hann svo
lífsreyndur þessi maður við hliðina
á mér að ég gat ekki ímyndað mér
annað en að hann væri eldri, maður
sem hafði gert svo mikið meira en
ég í lífinu, stórkarl, bíddu hvar var
þar nú, já í Kaupþingi. En ég kom
náttúrlega ágætlega út úr þessu.
En ætli ég sé ekki bara í afneitun,
finnst allir vera eldri en ég. Ég
spyr stelpuna mína stundum hvort
henni finnist ég ekki bara vera eins
og nokkrum árum eldri en hún. Það
er ekki vinsælt.“
Ásgeir: „Ég á líka fimmtán ára
stelpu. Maður er frekar hallæris-
legur í hennar augum. Hún segir
stundum við mig, það er ekki bein-
línis venjulegt að vera með rautt
skegg og hvítt hár.“
[Umræður um unglinga verða til
þess að næstum gleymist að fá síð-
asta gisk frá Ágústi.]
Ásgeir: „Ég mundi halda að þú
værir ekki útivistarmanneskja.“
Ingibjörg: „Ég geng ekki mikið á
fjöll en mér finnst gaman að synda
og svona, fer í ræktina og hangi
þar í svitalyktinni.“
Ásgeir: „Í hvaða rækt ferðu?“
Ingibjörg: „Ég er í Laugum.“
Ásgeir: „Ég líka.“
Ingibjörg: „Já, ég bý í hverfinu.“
Ásgeir: „Ég líka.“
Ingibjörg: „Ertu ekki að djóka? Er
dóttir þín í Laugalækjarskóla, þær
þekkjast þá örugglega. Þá verður
þetta svona mamma mín og pabbi
þinn voru í viðtali í Fréttablaðinu.“
Ásgeir: „Já. Þetta gæti orðið
fremur hallærislegt.“
Pillan er löngu hætt að virka
Ingibjörg Reynisdóttir leikkona og Ásgeir Jónsson hagfræðingur voru á villigötum þegar þau giskuðu á hvort annars aldur.
Þau áttu hins vegar meira sameiginlegt en þau héldu þegar þau settust á rökstóla. Sigríður Björg Tómasdóttir stefndi þeim saman.
HVERNIG SKILGREINIRÐU BRJÁLAÐUR DJAMMARI? Ásgeir vakti oftar fram eftir áður en hann eignaðist börn en Ingibjörg er svo
heppin að börnin hennar erfðu svefnpurkugenin hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA