Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 2
2 23. október 2008 FIMMTUDAGUR ÖRYGGISMÁL Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins (SHS) lét loka hús- næði sem Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur til afnota vegna „alvarlegra ágalla“ á eldvörnum. Skólameistari og sérfræðingur menntamálaráðuneytisins viður- kenna að kennsla hefði ekki átt að hefjast í húsnæðinu áður en eld- varnir voru færðar til viðunandi horfs. Í harðorðu bréfi frá SHS kemur fram að ástand húsnæðisins hefði getað haft „alvarleg áhrif á öryggi fólks“ ef eldur yrði laus í húsinu. Í bréfi frá forvarnasviði SHS kemur fram að aðeins ein flóttaleið var frá hæðinni, sem teljist „með öllu ótækt miðað við þann fjölda sem þarna getur hafst við“. Einnig segir að litlar sem engar bruna- hólfanir séu á hæðinni, neyðarlýs- ing óviðunandi og sjálfvirkt bruna- viðvörunarkerfi gallað. Gerðar voru bráðabirgðaráðstafanir á eld- vörnum og var kennsla leyfð að nýju á mánudag. Þá hafði kennsla legið niðri í tvo kennsludaga. Kennt hafði verið í húsnæðinu í fimm vikur án þess að eldvarnir húsnæðisins væru færðar til þess horfs sem brunahönnuður á vegum SHS hafði gert að skilyrði fyrir kennslunni. Allt að 160 nemendur stunduðu þar nám á hverjum tíma. SHS og byggingarfulltrúi Reykja- víkurborgar höfðu upphaflega lagt blessun sína yfir að kennt yrði tímabundið í húsnæðinu, en gera ætti úrbætur á brunavörnum sem fyrst. Gísli Ragnarsson, skólameistari FÁ, segir að framkvæmdirnar séu á forræði menntamálaráðuneytis- ins en skólinn hafi tekið það að sér að gera úrbætur eftir að kvörtun SHS barst síðastliðinn miðvikudag. „Ég get ekki svarað því af hverju það hefur gengið svona hægt að ganga frá þessu. En við munum vinna þetta hratt því öryggi krakk- anna okkar er númer eitt.“ Gísli segist hafa talið að eldvarnir væru ásættanlegar þar sem bráðabirgða- stiga hafði verið komið upp í vor. Aðspurður segist hann vera því sammála að kennsla hefði aldrei átt að hefjast í húsnæðinu áður en gengið hefði verið frá fullnægjandi eldvörnum og ábyrgðin. Þráinn Sigurðsson, sérfræðing- ur á fjármálasviði menntamála- ráðuneytisins, minnir á að kennsla hafi verið leyfð samkvæmt bráða- birgðaleyfi. „Hins vegar má segja að það hefði átt að vera búið að koma upp viðunandi eldvörnum áður en nemendum var hleypt þarna inn, það er engin afsökun fyrir því. Við reynum að kippa þessu í lag eins fljótt og við getum.“ svavar@frettabladid.is Skóla lokað vegna galla á eldvörnum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokaði húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla vegna „alvarlegra ágalla“ á eldvörnum. Skólameistari og ráðuneyti viðurkenna að kennsla hefði ekki átt að hefjast í húsnæðinu sem rúmar 160 nemendur. BRUNASTIGI Þessum stillansa var komið upp til bráðabirgða þangað til sérstakur brunastigi verður byggður við húsið. Ekki er um aðalbyggingu skólans að ræða held- ur húsnæði á lóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL Starfsfólk Kaupþings beið daginn á enda án þess að fá úr því skorið hvort það héldi starfi sínu hjá nýjum banka sem tók til starfa í gær. Á starfsmannafundi sem haldinn var seinnipartinn í gær bjóst starfsfólk við skýringum á stöðunni. Þar kom hins vegar lítið fram annað en að málin myndu skýrast fljótlega. Hvorki trúnaðarmenn né starfsmannastjóri vildu tjá sig um málið. - hhs Uppsagnir hjá Kaupþingi: Starfsmenn bíða enn svara Einar, ertu ofsalega ánægður? „Á meðan ég hugsa ekki um fjár- málakreppuna er ég bærilega kátur.“ Ný bók eftir Einar Kárason, Ofsi, kom út í gær. VIÐSKIPTI „Það bendir allt til þess að hér hafi átt sér stað kerfisleg mistök og alls ekki um ásetning að ræða,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, en norski útflutningstryggingasjóðurinn hefur kært Glitni til yfirvalda fyrir stórfelld fjársvik. „Uppgreiðsluskilyrði lánsins voru einfaldlega vitlaust skráð í lánakerfi bankans. Hefði starfsemi bankans verið í eðlilegu horfi og þessi mistök komið fram hefðu þau að sjálfsögðu verið leiðrétt og þessi óþægilega staða gagnvart Norðmönnum hefði ekki komið upp,“ segir Árni og segir skilanefndina ákveðna í að leiðrétta mistökin og vinna í framhald- inu með forsvarsmönnum Exportfinans að lausn málsins. Eksportfinans hefur farið fram á að allar eignir Glitnis í Noregi verði frystar þar og að bankinn greiði til baka 8,4 milljarða króna, um 500 milljónir norskra króna, vegna málsins, en það snýst ásakanir þess efnis að Glitnir hafi stungið háum fjárhæðum undan eftir að lán til þriggja aðila hafði verið greitt til baka og runnið í sjóði bankans, en ekki til upphaflegs lánardrottins. Skilanefnd Glitnis segist vinna að lausn þessa máls með lögfræðingum sínum á Íslandi og í Noregi, og meðal annars sé verið að skoða „hvort hægt sé að koma að fullu til móts við kröfur Ekportfinans án þess fara á svig við íslensk lög eða raska jafnræði kröfuhafa.“ - bih Norski útflutningstryggingasjóðurinn Exportfinans sakar Glitnir um fjársvik: Kerfismistök ekki ásetningur LÖGREGLUMÁL Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex vikna farbann vegna rannsóknar lögreglu á póstsendingu sem reyndist inni- halda rúmlega eitt og hálft kíló af fíkniefnum. Í pakkanum voru 480 grömm af amfetamíni og 1,1 kíló af maríjúana. Það voru tollyfirvöld sem fundu, fyrir rúmlega hálfum mánuði, fíkniefnin í sendingunni sem póstlögð hafði verið í Pól- landi. Sendingunni var ekið á merkt heimilisfang. Við afhend- ingu hennar tók lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu þrjá karlmenn á aldrinum 17 til 28 ára fasta. Tveir þeirra voru frá Póllandi og einn frá Lettlandi. Mennirnir hafa allir verið búsettir hér á landi um skeið, mislengi þó. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðasta hálfa mánuðinn. Það rann út í gær og voru þeir þá úrskurðaðir í far- bann. Málið er enn í rannsókn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. - jss Þrír karlmenn úrskurðaðir í sex vikna farbann vegna fíkniefnasmygls: Eitt og hálft kíló með pósti MEÐ PÓSTINUM Fíkniefnasendingin var keyrð út og þrír menn handteknir við afhendingu hennar. HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS Á KIRKJUSANDI Skilanefnd Glitnis segir að unnið sé að lausn málsins í Noregi. LÖGREGLUMÁL Þrír karlar sem grunaðir eru um að hafa ráðist á tvo lögreglumenn í Hraunbæ í Árbæ aðfaranótt sunnudags voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. október. Að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sitja því fimm karlar í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins því tveir aðrir voru í fyrradag úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem einnig nær fram á næsta mánudag að því er segir á vef lögreglunnar. Þar kemur fram að alls hafi tólf menn verið handteknir vegna málsins, þar af tveir í gær sem bíði yfirheyrslu. - gar Átök við lögreglumenn: Fimm í haldi fram yfir helgi LEIKLIST Á fjórða þúsund ungmenni á aldrinum átta til átján ára lögðu leið sína í anddyri Borgarleikhúss- ins í gær til að skrá sig í áheyrnar- prufur fyrir hlutverk Von Trapp systkinanna í söngleiknum vinsæla Söngvaseið, eða Sound of Music, sem frumsýndur verður í mars. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri var að vonum ánægður með viðtökurnar. „Þetta gekk ótrúlega vel og krakkarnir voru mjög þolinmóðir. Ég hef einu sinni áður staðið fyrir opnum áhorfendapruf- um, þegar við sýndum Emil í Kattholti fyrir mörgum árum, og þá komu leikkonurnar Anita Briem og Álfrún Örnólfsdóttir út úr hópnum. Það getur því ýmislegt gerst,“ segir Þórhallur. - kg Söngvaseiður í Borgarleikhúsi: Fjöldi í prufur BLÍÐ BROS Teknar voru ljósmyndir af öllum sem mættu í Borgarleikhúsið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALÞINGI Ríkissaksóknari mætir á fund allsherjarnefndar Alþingis í dag og upplýsir um fyrirhugaða athugun á hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda bankahruns- ins. Dómsmálaráðherra upplýsti á Alþingi í síðustu viku að slík athugun stæði fyrir dyrum að frumkvæði ríkissaksóknara. Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, segir ríkissak- sóknara munu greina frá hvernig hann sjái verkefnið fyrir sér og hvaða atriði verði skoðuð. Vinnan miði að því að leggja mat á hvort ástæða sé til að ráðast í sérstaka rannsókn á tilteknum þáttum. - bþs Saksóknari á nefndarfund: Rætt um hugs- anleg lögbrot HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega 130 salmonellutilfelli hafa greinst á Landspítalanum á árinu. Á síðasta ári komu upp samtals 93. Það sem af er árinu er 21 einstaklingur talinn vera með smit af innlendum toga en þeir voru 16 í fyrra. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum landlæknis- ins. Aukningu salmonellutilfella má rekja til tveggja hópsýkinga. Sú fyrri varð á sambýli aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Hin síðari meðal íslenskra ferðalanga á eyjunni Ródós. - jss Sýkingum fjölgar milli ára: Rúm 130 tilfelli salmonellu í ár Kosið um refsileysi vændis Í Kaliforníu verður í byrjun nóvember kosið um hvort vændi verði refsilaust. Vændi verði þó áfram bannað, en yfirvöld geti hvorki handtekið, sótt til saka né rannsakað neinn fyrir að stunda vændi. Kalifornía yrði eina ríkið þar sem þessi háttur yrði hafður. BANDARÍKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.