Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 26
26 23. október 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Bjarni Harðarson skrifar um Evrópumál Fyrir ári síðan bar mikið á þeim rökum íslenskra bankamanna að ef landið væri hluti af ESB og myntbandalagi Evrópuþjóða væri öryggi íslensku bankanna með öðrum hætti. Nú þegar bankakreppan ríður yfir er ljóst að sú vernd sem menn töldu vera af Evrópska seðlabankanum er ekki fyrir hendi. Hvert ríki innan ESB reynir nú að bjarga sínu og samstaða þar er þverrandi. Aðild Íslands að EMU hefði þannig einungis komið inn falskri öryggiskennd ríkisvalds og banka og þar með stefnt þjóðarbúinu í enn meiri voða en þó er orðinn í dag. Í annan stað er öllum ljóst nú að það er ekki síst fyrir tilvist EES-samningsins sem fáeinum íslenskum fjárglæframönnum hefur tekist að koma orðspori okkar og hagkerfi í verri stöðu en nokkurn óraði fyrir. Þeir hefðu haft sömu og jafnvel enn háska- legri stöðu innan ESB. Einangrun eða ESB Meðal talsmanna aukins Evrópu- samruna er oft og einatt teflt fram að þeir sem tala gegn slíku séu einangrunarsinnar. Þessi rök voru mjög notuð í umræðunni um EES- samninginn sem keyrður var í gegn af ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokksins sáluga árið 1993. Framsóknarflokkurinn varaði þá við þeim samningi og taldi hann ganga gegn fullveldi þjóðarinnar. Í dag er því enn hald- ið fram að þeir séu einangrunars- innar sem ekki vilja leiða þjóðina í Evrópusambandsaðild. Hér eru mikil fornaldarsjónar- mið á ferðinni því allt frá lokum miðalda hafa Evr- ópubúar vitað að álfa þeirra er harla lítill hluti af heimsbyggðinni. Nú við byrjun nýrrar aldar vita hagfræðingar og upplýstir stjórnmála- menn enn fremur að Evr- ópa er sá hluti heims- byggðar þar sem hvað minnstir vaxtamöguleik- ar eru í verslun og við- skiptum. Viðbrögð gömlu heims- veldanna í Evrópu við þessari þróun er að einangra álfuna og byggja utan um hana tollamúra en opna fyrir aukin viðskipti milli ríkja innan álfunnar. Í reynd er þetta einangrunarstefna sem ekki er til farsældar fallin. Bankakreppan nú er líkleg til að laska verulega þann samruna sem orðið hefur milli Evrópuríkja og því er jafnvel spáð að evran eigi erfitt uppdráttar á næstu árum. Ekki vil ég þó óska henni annars en góðs. En það er stór hætta á að kreppan nú leiði líkt og fyrri kreppur til aukinnar einangrunar- stefnu allra iðnríkja og þar er fetað inn á slóð sem gömlu Evr- ópuveldin þekkja vel. Við Íslend- ingar eigum að vara okkur á slík- um viðbrögðum. Heilbrigð milliríkjaviðskipti Vitaskuld eru bankagjaldþrotin áfellisdómur yfir landamæralaus- um útrásarvíkingum. Við eigum því að endurskoða margt sem fylgt hefur hinu svokallaða fjór- frelsi EES-samningsins, einkan- lega þar sem bönkum er gefinn laus taumur. En við eigum jafn- framt að halda áfram að slaka hér á tollum og auka fríverslun okkar við sem flesta heimshluta. Hug- myndir um alþjóðlega fjármála- og viðskiptamiðstöð á Íslandi milli austurs og vesturs gátu átt meira erindi til okkar en nokkru sinni. En ekkert slíkt getum við þróað innan vébanda ESB. Þess vegna eru það öfugmæli hin mestu þegar ESB-sinnar halda því fram að þeir séu hinir frjálslyndu alþjóðasinn- ar. Ef vel á að fara verðum við Íslendingar að gæta þess eftirleið- is að innleiða ekki á færibandi lagasetningu ESB án þess að kanna til hlítar hvaða afleiðingar það hefur fyrir þjóðarbúið. Icesave- reikningarnir færa okkur heim sanninn um að ef gáum ekki að okkur mun enginn annar tryggja að lagaumhverfið samrýmist íslenskum hagsmunum. Lúalegt kosningabragð Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um þá kröfu að þjóðin fái að kjósa um mögulega ESB- aðild. Á sínum tíma gerðu fram- sóknarmenn og fleiri gagnrýnend- ur EES-samnings kröfu um kosningar um þann samning en hlutu ekki til þess stuðning. Sumir af þeim sömu og nú tala fyrir kosningum um aðild beittu sér þá með öðrum hætti. Komi til þess að þjóðin gangi að kjörborði um stöðu okkar í alþjóða- samfélaginu er full ástæða til að um leið fái hún að segja álit sitt á bæði Schengen-samstarfi og EES- samningnum. Svisslendingar sem þó hafa verið undir meiri þrýst- ingi en við að ganga inn í ESB náðu tvíhliða samningi við Brussel. Þar með eru þeir lausir undan að taka við lagafrumvörpum frá nágrönn- um sínum. Með tvíhliða samningi gætu Íslendingar einnig komið sér út úr Schengen-samstarfinu en með því mætti uppræta hér skipu- lagðar erlendar glæpaklíkur sem hreiðra um sig á Íslandi í skjóli fjórfrelsisins. Höfundur er alþingismaður. Einangrunarsinnar og ESB BJARNI HARÐARSON Heilbrigðari starfs- grunnur lífsnauðsyn UMRÆÐAN Magnús Halldórs- son skrifar um sam- keppni á fjölmiðla- markaði 1. Þorsteinn Þor-steinsson, markaðs- stjóri RÚV ohf., segir orðrétt í Markaðnum 16. júlí, í mótsvari við staðhæfingu um að RÚV ohf. njóti forgjafar á sam- keppnismarkaði vegna ríkisinn- heimtu á afnotagjöldum: „Það má […] alveg eins kalla það for- gjöf að 365 [eða eitthvert annað einkarekið fjölmiðlafyrirtæki, innsk.] búi við tvo tekjustofna, þ.e. áskrift og auglýsingar.“ Hér fellur Þorsteinn í þá sjálftil- búnu gildru, að halda að einka- rekin fjölmiðlafyrirtæki geti yfir höfuð búið við eiginlega forgjöf. Það er rangt hjá Þor- steini, og í sjálfu sér undarlegt að einhver sem titlar sig mark- aðsstjóra skilji ekki slíka grund- vallarþætti markaðsstarfs. Einkarekin fyrirtæki selja viðskiptavinum sínum þjón- ustu, og standa og falla með því að hún sé þess virði að kaupa hana. Þau eiga allt undir við- skiptavinum sínum. Grunnur- inn sem RÚV ohf. starfar á, og réttilega má kalla forgjöf, er lögbundin innheimta á gjöldum frá Íslendingum. Á þessu tvennu er skýr munur; forgjöf vegna lögbundinnar tekjuöflunar, hvort sem fólki líkar betur eða verr, og svo seld þjónusta einka- fyrirtækis, sem aðeins er keypt telji viðskiptavinurinn það vera þess virði. Þessi forgjöf, sem hún augljóslega er, skapar for- skot á keppinauta um auglýs- ingar. Inntakið í svari Þorsteins, að fyrrnefndu leyti, er því rangt. 2. Ríkisfjölmiðlar – sem hafa frétta- og menningarlegu hlut- verki að gegna samkvæmt lögum – í löndunum í kringum Ísland starfa ekki inni á auglýs- ingamarkaði. Ríkisútvörpin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Bretlandi starfa ekki inni á auglýsingamarkaði. Í Danmörku er þó sjónvarps- stöðin TV 2 í ríkiseigu, en þar er gerð krafa um fjárhagslegan aðskilnað þannig að ljóst sé að grunnur stöðvarinnar sé ekki niðugreiddur með skattfé. Þetta er efnislega sama krafa og sam- keppniseftirlitið gerði við frum- varpið um RÚV ohf. Í áliti sam- keppniseftirlitsins segir að þátttaka RÚV á auglýsinga- markaði feli í sér samkeppnis- lega mismunun – það er lögbrot – og tvær leiðir séu færar til að koma í veg fyrir hana. Annars vegar að horfið verði frá þátt- töku á auglýsingamarkaði og hins vegar að tryggt sé, með fjárhagslegum aðskilnaði og sérstökum rásum og stöðvum, að skattfé niðurgreiði ekki sam- keppnisstarfsemina. TV 2 bygg- ist á seinna atriðinu. Það er reyndar umdeilt í Danmörku, enda hvílir ríkisstarfsemi ávallt á því að stoðirnar eru tryggðar með ríkisábyrgð, sem fæst á betri kjörum en einkafyrirtækj- um bjóðast. Þátttaka ríkisins á samkeppnismörkuðum er því alltaf viðkvæm að því leyti. Dæmi Þorsteins í Markaðnum 16. júlí, um að TV 2 sýni að einkareknu íslensku stöðvarnar búi við betri kost en sambæri- leg fyrirtæki í Danmörku í ljósi 60 prósent markaðshlutdeildar TV 2 á auglýsingamarkaði, er því efnislega rangt og ekki við- eigandi sem dæmi. 3. Það sem hefur oft verið vanmetið er varðar þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði, er smæð og viðkvæmni markaðar- ins. Á Íslandi búa um 318 þúsund manns og í ljósi þess er með hrein- um ólíkindum að heild- arvelta á auglýsinga- markaðnum sé um tíu milljarðar. Nánast úti- lokað er að auglýsinga- markaðurinn verði svo stór í ljósi hruns efna- hagskerfis landsins. Mörg þúsund milljarða uppgufun á verðmæt- um úr skráðum íslensk- um félögum á innan við ári, gefur vísbendingu um slæmar markaðsaðstæður til nokkuð langrar framtíðar, eins og allir finna nú fyrir. Smæðin gerir markaðinn enn viðkvæmari fyrir sveiflum en ella, þar sem viðskiptavinir – fólk og fyrirtæki – þurfa einnig að laga sig að sömu breytum; sveiflum og viðkvæmni vegna smæðar. Hafi Þorsteinn áhuga á því að gera alþjóðlegan saman- burð á markaði hér og erlendis þá væri líklega skynsamlegra að einangra sig við úthverfi borga, heldur en margfalt stærri þjóðir. Til dæmis myndu litlir fjölmiðlar í Herlev og Amager á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu líklega gera athugasemdir við það, ef sveitarstjórnin á þessum svæðum tæki upp á því að gefa út fjölmiðil sem aflaði milljarðs á ári með auglýsingum. Mark- hópurinn, miðað við fólksfjölda, er svipaður og hér á landi. 4. Við þær aðstæður sem nú hafa skapast í íslensku efna- hagslífi, þarf ríkisvaldið að spyrja hvort það sé eðlileg stefna, í ljósi gjörbreyttra markaðsaðstæðna, að afla tekna með auglýsingasölu í beinni samkeppni við einkafyrirtæki. Þær jafngilda um 3.200 krónum á hvern Íslending á ári. Sjálf- stæðismenn, og reyndar sumir Samfylkingarmenn líka, hafa stundum hrópað á torgum að þeir séu á móti því að ríkið starfi á samkeppnismörkuðum. Lítil hugsjónafylgd er í þeim orðum ef horft er til fjölmiðla- markaðar. Enginn atvinnuvegur í land- inu býr við viðlíka hlutdeild rík- isins á samkeppnismarkaði og fjölmiðlamarkaður. Tugir hafa þegar misst vinnuna á einka- reknum fjölmiðlum í landinu það sem af er hausti og það gefur auga leið að sú þróun heldur áfram á næstunni. Nú þegar hefur næsmestlesna dag- blað landsins, 24 stundir, sem hafði yfir 50 prósent jafnan lestur, verið aflagt. Fyrirsjáan- legt er að fjölbreytilegri frjálsri fjölmiðlun í landinu er ógnað á næstu misserum verði afstaða ríkisvaldsins til þess að afla tekna með auglýsingasölu, ekki endurskoðuð. Einkum er tíma- bært að gera þetta núna, þegar löggjafarvaldið þarf að fara í rækilega naflaskoðun vegna hruns íslensks efnahags. Á undanförnum árum hafa einungis menn, sem hafa efni á því að tapa á fjölmiðlarekstri, haft áhuga á því að eiga fjöl- miðla einhverra hluta vegna. Reikna má með því að í flestum lýðræðisríkjum hefði sú þróun kveikt á viðvörunarbjöllum hjá löggjafarvaldinu, en það gerðist ekki hér. Sé hlutdeild ríkisvalds- ins á auglýsingamarkaði afnum- in ættu að skapast aðstæður fyrir aðra en milljarðamæringa til að hafa möguleika á því að reka fjölmiðla í landinu til fram- tíðar. Þannig skapast heil- brigðari starfsgrunnur fyrir blaðamenn, lýðræðislega umræðu og rekstur fjölmiðlun- ar, bæði af hálfu ríkisvaldsins og einstaklinga úti í bæ. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri á 24 stundum og blaðamaður á Morgunblaðinu. MAGNÚS HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.