Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 6
6 23. október 2008 FIMMTUDAGUR Það er eitthvað einstaklega jákvætt og hlýlegt við haustið hjá A4 Skólavörubúðinni og það er aldrei of seint að hlúa að samveru- stundum fjölskyldunnar. Skapaðu fallegar gjafir með vönduðum hannyrða og föndurvörum. Smiðjuvegi 5 Kópavogi Sími: 585 0500 sala@a4.is Sköpun – Þroski – Samvera OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR FASTEIGNAMARKAÐUR „Síðastliðinn hálfan mánuð hefur ástandið verið þannig að menn vita ekki hvar þeir eru staddir, hvað þeir skulda og eiga mikið,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastóri Samtaka iðnaðarins um stöðu byggingaverktaka í dag. „Það er mikilvægt að þokunni létti til að menn sjái hvar þeir eru staddir.“ Hann segir mjög marga bygg- ingaverktaka í vandræðum, bæði sé yfirvofandi fjöldi uppsagna og þrot byggingafyrirtæka. Ljóst sé að verktakar þurfi að koma fast- eignum sínum í verð, annaðhvort með því að selja eða leigja en markaðsaðstæður séu mjög erfið- ar um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins eru 9.033 íbúðir núna í byggingu á höfuð- borgarsvæðinu. Til samanburðar voru 125.682 íbúðir fullbyggðar á landinu öllu í lok árs 2007, sam- kvæmt Hagstofu Íslands. „Fólk er að bíða og sjá til með framvinduna,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, en 66 kaupsamning- um á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í síðustu viku. Að meðaltali var um áttatíu samningum þinglýst á höfuðborg- arsvæðinu vikurnar þrjár þar á undan. Í fyrra var þinglýst 191 samningi að meðaltali á viku. Haldi áfram sem horfir muni það taka að minnsta kosti tvö til þrjú ár að selja þær íbúðir sem nú eru í bygg- ingu. Ingibjörg segir að fólk bíði eftir upplýsingum um hvort breyt- ingar verði á fasteignalánum, nú þegar bankarnir eru aftur komnir í ríkiseigu, eða breytingar verði á reglum Íbúðalánasjóðs. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæð- inu hafði í september lækkað um tólf prósent á ársgrundvelli, segir Magnús Árni Skúlason, sérfræð- ingur í húsnæðismálum. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greininga- deildar Kaupþings, bendir á að þegar hlutabréf og og aðrar eignir lækki í verði sé líklegt að fast- eignaverð geri það líka. Ingibjörg segir hugsanlegt að fasteignaverð lækki eitthvað áfram, en „það þarf að standa vörð um eignir landsmanna. Það er ekki nóg að horfa á húsaleigumarkað.“ Hún bendir á að ef húsnæðislán verði hærri en fasteignaverð, geti fólk freistast til að hætta að borga af lánum og leigi frekar af Íbúða- lánasjóði. Það er eitt af þeim úrræðum sem Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra hefur lagt til fyrir fólk sem lendir í greiðsluerfiðleikum. „Er ekki nær að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft?“ svanborg@frettabladid.is Fasteignir lækka um 12 prósent milli ára Fasteignir á höfuðborgarsvæðinu hafa lækkað um tólf prósent frá því fyrir ári. Rúmlega 9.000 íbúðir eru nú í byggingu, en 66 kaupsamningar voru gerðir í síðustu viku. Uppsagnir og gjaldþrot byggingafyrirtækja yfirvofandi. HÚSLAUS GATA VIÐ URRIÐAVATN Fjölmörgum lóðum hefur verið skilað til sveitarfélaga á undanförnum mánuðum. Um 9.000 íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra munu fara með tvo Albana til Kosovó í dag, þar sem þeim hefur verið vísað frá landinu. Mennirnir eru grunaðir, ásamt þeim þriðja, um að hafa verið í frelsisher Kosovó. Mennirnir komu 4., 10. og 11. október til landsins og óskuðu eftir hæli. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að tveir mannanna höfðu komið frá Þessalóníku í Grikklandi með dags millibili, en farið mis- munandi leiðir. Lögregla leitaði í fórum mann- anna og fann myndir í síma sem sýndu þá saman hér á landi og einn- ig myndir af tveimur þeirra þung- vopnuðum í útlöndum. Vaknaði þá grunur um að þeir tengdust frelsis- her Kosovó. Taldi lögreglan, með vísan til greinargerðar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um frelsisher Kosovó, að tveir mannanna kynnu að vera hættulegir og fór fram á gæsluvarðhald yfir þeim á meðan á rannsókn málsins stæði. Gæsluvarðhaldið rann út í gær. Þriðji maðurinn hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir skjalafals þar sem hann fram- vísaði vegabréfi annars manns. - jss KOSOVÓ Mennirnir verða fluttir til síns heima í Kosovó í dag. Menn sem óskuðu eftir hæli hér eru grunaðir um að tengjast frelsisher Kosovó: Tveir Albanir fluttir til Kosovó Sækir þú sjósund? Já 4% Nei 96% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú í vanskilum? Segðu þína skoðun á visir.is FERÐAÞJÓNUSTA Bæði Iclelandair og Iceland Express auglýsa meira erlendis en hér heima og reyna þannig að ná erlendum flugfarþeg- um í stað þeirra íslensku. „Við höfum verið að herja á breska markaðinn,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, „og kynnt Ísland sem ódýrt, skemmtilegt og kúl.“ Veruleg aukn- ing hafi orðið á bókunum að utan að undanförnu. Í sama streng tekur Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair. Hann segir að hjá Ice- landair hafi verið fjórðungs aukning á bókunum síðustu sjö daga. „Mest er aukningin í Bret- landi þar sem við erum að fá meira en tvöfalt fleiri bókanir en í sömu vikunni í fyrravetur,“ segir Guðjón. Ferðasíðan easier.com sagði frá því á mánudag að leit að flugi á leitarsíðunni Skyscanner, frá Bret- landi til Íslands, hafi aukist um 400 prósent síðasta mánuðinn og rekur aukninguna til falls krónunnar. Nú sé lag að heimsækja þessa eyju í Atlantshafinu sem hingað til hafi verið talin með dýrari áfangastöð- um. Fall krónunnar hefur þó ekki ein- ungis góð áhrif á flugbókanir, því skandinavíska flugfélagið SAS varð að hætta netsölu á flugsætum með SAS frá Noregi til Íslands fyrir helgina af tæknilegum ástæðum. Vegna gengis krónunnar voru flug- miðarnir of ódýrir til að tölvukerf- ið gæti selt þá, að sögn fréttastof- unnar NTB. - ghs/ - ss Flugfélögin reyna að ná erlendum farþegum í stað íslenskra: Ísland ódýrt, skemmtilegt og kúl REYNT AÐ DRAGA BRETA TIL ÍSLANDS Fleiri sækja í ódýrt Ísland nú, en á sama tíma fyrir ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN BELGÍA, AP Evrópusambandið, Bandaríkin og fleiri alþjóðlegir fjárveitendur hafa heitið því að veita Georgíu 4,5 milljarða dala í fjárhagsaðstoð. Féð á að nota til uppbyggingar landsins eftir eyðilegginguna, sem varð í stríði Georgíu við Rússa nú í sumar. Eftir að Georgíuher réðst inn í Suður-Ossetíu réðust Rússar inn í Georgíu. Sprengjum var varpað á herstöðvar, flugvelli og herskip, auk þess sem skógareldar kviknuðu, brýr og vegir eyðilögð- ust og íbúðablokkir í borginni Gori urðu fyrir miklum skemmd- um. - gb Eyðileggingin í Georgíu: Vesturlönd lofa fjárstuðningi KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.