Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23. október 2008 13 25% afsláttur af öllum leikföngum í Hagkaupum fyrir e-korthafa dagana 23.–26. október INDLAND, AP Indverjar hafa sent fyrsta ómannaða geimfar sitt út í geiminn áleiðis til tunglsins. Tilgangurinn er meðal annars að kortleggja tunglið með nákvæmari hætti en áður hefur verið gert, bæði yfirborð þess og jarðlögin undir yfirborðinu. Geimfarið heitir Chandrayaan-1 og er indverskt að öðru leyti en því að háþróuð kortagerðartæki eru fengin frá Bandaríkjun- um. „Þetta er stórkostlegt tækniafrek fyrir landið,“ segir S. Satish, talsmaður indversku geimrannsóknastöðvarinnar, en áður hafa Indverjar einkum skotið á loft veðurhnöttum og fjarskiptahnöttum. Þótt meira en fjórir áratugir séu síðan Bandaríkjamenn og Rússar sendu fyrstu geimförin til tunglsins, þá er jarðfræði þess minna þekkt en jarðfræði reikistjörnunnar Mars, sem hefur verið ítarlega könnuð á síðustu árum. Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur sent könnunarför til hinna köldu pólasvæða á Mars, en ekki á póla tunglsins, þar sem landslagið þar er miklu hrjúfara en á svæðunum sem tunglfarar Bandaríkjanna lentu á og könnuðu. Áður hafa Bandaríkin, Rússar, Geimferða- stofnun Evrópu, Japan og Kína sent geimför til tunglsins, en einungis Bandaríkjamenn hafa þó sent þangað mönnuð geimför. - gb Fyrsta geimfarinu frá Indlandi skotið til tunglsins: Indverjar ætla að kortleggja tunglið betur INDVERSKA TUNGLFARIÐ CHANDRAYAAN-1 Tveggja ára könnunarleiðangur til tunglsins hófst í gær. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Á fundi Velferð- arráðs Reykjavíkurborgar í gær var samþykkt að ganga til samninga við SÁÁ um rekstur á nýju búsetuúrræði með félags- legum stuðningi. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg kemur fram að um sé að ræða búsetuúrræði fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna, en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Þeir fá húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu. Nokkuð hefur verið deilt um málið í borgarkerfinu. - kg Velferðarráð og SÁÁ: Samningar um búsetuúrræði BANKAMÁL Afborganir viðskipta- vina Glitnis af íbúðalánum í erlendri mynt munu ekki berast gamla bankanum þrátt fyrir að þeim hafi borist rukkun í hans nafni. Viðskiptavinum Glitnis bárust tilkynningar um gjalddaga dagsettar 15. október, undirritaðar með nafni Glitnis banka hf. Þann dag hafði Nýi Glitnir banki hf. hins vegar tekið yfir alla starfsemi hans. Þær upplýsingar fengust frá Glitni að þrátt fyrir þessa villu muni greiðslur skila sér til nýja bankans. - hhs Rukkað í nafni gamla Glitnis: Greiðslur berast nýja bankanum LÖGREGLUMÁL Fleiri innbrot voru framin á þriðja fjórðungi þessa árs en fyrri tvo. Brotin voru 786 á þeim þriðja en 513 á öðrum ársfjórðungi og 516 á þeim fyrsta. Þetta sýnir afbrotatöl- fræði sem birtist á vef lögregl- unnar. Samtals voru 1.327 hegningar- lagabrot framin í september. Það eru fleiri brot en undanfarna þrjá septembermánuði. Umferðarlagabrot voru fimmtán prósentum færri en í september í fyrra, 4.540 talsins. Fíkniefnabrot voru 155. Þau voru færri í september í fyrra en fleiri í september árið 2006. - hhs Afbrotatölfræði lögreglunnar: Fleiri innbrot seinni hluta árs EFNAHAGSMÁL Bænastund í háskólanum Kennarar guðfræðideildar ætla að leiða stuttar íhugunar- og bæna- stundir í kapellunni á annarri hæð í aðalbyggingunni klukkan níu á morgnana á næstunni. Hugsa á til þeirra sem þjást af áhyggjum og kvíða vetri. Réttarbót farandverkafólks Evrópuþingið hefur samþykkt að farandverkafólki, sem fær störf í gegn- um starfsmannaleigur, verði tryggð sömu réttindi og fastráðið starfsfólk fyrirtækja hefur varðandi vinnutíma og yfirvinnu. EVRÓPUSAMBANDIÐ INNBROT 786 innbrot voru framin á þriðja fjórðungi þessa árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.