Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 54
38 23. október 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Frumsýnd verður hér á landi um helgina kvikmynd- in Eagle Eye, sem skartar þeim Shia LaBeouf og Mi- chelle Monaghan í aðalhlut- verkum. Í myndinni Eagle Eye kynnast áhorfendur letingjanum Jerry sem verður fyrir því óláni að missa tvíburabróður sinn í bíl- slysi. Í kjölfarið fara undarlegir atburðir að gerast; íbúð Jerrys fyllist af sprengiefni og vopnum og bandaríska alríkislögreglan handtekur hann. Hjálp berst honum þó frá óþekktri kven- mannsrödd í síma sem aðstoðar hann við að flýja frá lögreglunni. Á sama tíma berst einstæðu móð- urinni Rachel, sem Michelle Mon- aghan leikur, símtal þar sem líf sonar hennar er sagt í hættu nema hún hlýði fyrirmælum hringjand- ans í einu og öllu. Röddin í síman- um leiðir þau Jerry og Rachel saman og setur þeim fyrir ýmis vandmeðfarin verkefni sem leiða þau á endanum til Washington D. C., en þar verður tengingin við bróður Jerrys sem og skelfileg áform raddarinnar loks ljós. Ekki hefur mikið borið á aðal- leikurum myndarinnar, þeim Michelle Monaghan og Shia LeBeouf, fram að þessu, en hugs- anlega verður breyting á högum þeirra í kjölfar Eagle Eye. Shia LeBeouf kannast þó kannski sumir við úr kvikmyndinni Indi- ana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem sýnd var í kvik- myndahúsum hér á landi í byrjun sumars, en þar fór hann með hlut- verk sonar sjálfs Indiana Jones. Stærsta hlutverk Michelle Mon- aghan fram til þessa var í mynd- inni Gone Baby Gone þar sem hún lék á móti Casey Affleck, en íslenskir bíógestir gætu hafa séð henni bregða fyrir í myndinni Made of Honor sem hér var sýnd í sumar. Leikstjóri Eagle Eye er D.J. Caruso, en hann á að baki mynd- irnar Disturbia og The Salton Sea, ásamt því að hafa leikstýrt sjón- varpsþáttum á borð við The Shi- eld og Robbery Homicide Division. Caruso hefur því tals- verða reynslu af því að skapa ímyndaðan heim glæpamennsku og löggæslu sem hann nýtti sér eflaust við vinnslu þessarar nýj- ustu kvikmyndar sinnar. Eagle Eye hefur hlotið misjafna dóma í erlendum miðlum; á vef- síðunni www.imdb.com fær hún 6,9 af tíu mögulegum en hjá www. rottentomatoes.com fær hún ein- kunnina 29%. Það má því leiða að því líkur að myndin falli vel í kramið hjá forföllnum aðdáend- um hasarmynda, en fari ef til vill fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum. vigdis@frettabladid.is Hver er þín eftirlætiskvikmynd? Freaks frá árinu 1932 eftir Tod Browning er mér mjög ofarlega í huga. Hvort finnst þér betra að fara í bíó eða að horfa heima? Fara í bíó, bara alltof sjaldan góðar myndir í bíó. Hver er versta kvikmynd allra tíma? Erfitt að velja enda úrvalið mikið í dag, ég held að Hollywood toppi sig á hverjum degi. Hver er ofmetnasta kvikmynd allra tíma? Flest allar myndir Steven Spielberg. En hver er vanmetnasta kvikmyndin? Stuttmyndir eru mjög vanmetnar og þar vil ég helst nefna „Meshes of the afternoon“ eftir Mayu Deren frá árinu 1943 (Er á youtube.com). Hver er þinn eftirlætis kvikmyndaleik- stjóri? Maya Deren. Hvaða kvikmynd myndir þú vilja endur- gera og hvernig myndirðu breyta henni? Ég hef enga trú né áhuga á endurgerð mynda. Fengirðu frjálsar hendur til að gera hvernig kvikmynd sem er, hvað mynd- irðu gera? Mynd við handrit sem að ég er að klára sem heitir „Lúkas og ísbíllinn“. KVIKMYNDANJÖRÐURINN DÖGG MÓSESDÓTTIR KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR Þykir Spielberg ofmetinn HLÝÐIÐ RÖDDINNI Í SÍMANUM Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í kröppum dansi í myndinni Eagle Eye. Á flótta undan réttvísinni Eitt elsta og frægasta kvik- myndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussol- ini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria- verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal marg- ar þekktar bandarískar kvik- myndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flest- ar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verk- kunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðar- legt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferr- ara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagn- ingu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endur- skoðaðar sem nýrri. Rómar-kvik- myndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggj- ast af. - pbb Kvikmyndaver selt KVIKMYNDIR Gangs of New York, átök írska minnihlutans í New York, sett á svið í Róm. > ÓDÝRT Í BÍÓ Þær ánægjulegu fréttir berast nú eyrum íslenskra neytenda að Sambíóin ætli að gera þriðjudaga að sérlegum bíódögum. Þá mun aðgöngumiði að öllum myndum í kvikmynda- húsum þeirra einungis kosta 500 kr., eins og snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Sambíóin ráðast í þessar að- gerðir til þess að gleðja íslensku þjóðina á þeim erf- iðu tímum sem nú ríkja. Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Holly- wood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda- áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Myndin sú hefur allt frá frumsýningu notið gríðarlegra vinsælda og virðingar og hefur meðal annars reglulega birst á listum kvikmyndaaðdá- enda um heim allan yfir bestu myndir allra tíma. Nú stendur til að kvikmynda söguna Haunted sem kom út árið 2005, en í henni segir frá hópi rit- höfunda sem sækjast eftir að kom- ast að í afskekktu listamanaat- hvarfi til þess að leggja stund á skriftir. Þegar þeir koma á staðinn renna á þá tvær grímur, enda kemur í ljós að þeir eru, gegn vilja sínum, orðnir þátttakendur í raun- veruleikasjónvarpsþætti sem reynir svo um munar á þolrif þeirra. Stjórnendur þáttarins skrúfa fyrir hita, vatn og rafmagn og rithöfundarnir verða sífellt skapstirðari. Eins og Palahniuks er von og vísa endar ævintýrið svo á óvæntan hátt, en nánari upplýs- ingar um endinn liggja þó hvergi á lausu. Nokkuð er í að tökur á Haunted hefjist, en þeir sem eiga bágt með að bíða eftir næstu Palahniuk- kvikmynd þurfa þó ekki að örvænta þar sem kvikmynd byggð á sögunni Choke er væntanleg í kvikmyndahús síðar í vetur. Einn- ig er verið að vinna að kvikmynda- gerðum af sögunum Invisible Monsters og Survivor. - vþ Saga eftir Palahniuk í bíó FIGHT CLUB Auglýsingaplakat fyrir þekkt- ustu mynd sem gerð hefur verið eftir sögu Chucks Palahniuk. V in n in g ar v e rð a af h e n d ir h já B T S m ár al in d . K ó p av o g i. M e ð þ ví a ð t ak a þ át t e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . A STEVEN SPIELBERG FILM OKT ÓBE R23. HVERVINNUR! 9. Dreyfingaraðili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.