Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 64
48 23. október 2008 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Það vakti eðlilega mikla athygli síðasta sumar þegar Alfreð Gísla-
son tók við þjálfun þýska stórliðsins Kiel. Kiel hefur verið eitt af
tveim bestu félagsliðum heims síðustu ár, er með stórkostlega
leikmenn innan sinna raða og er stefnan sett á að vinna allar
keppnir.
„Umhverfið hér er frábært og félagið magnað. Hér er staðið
betur að öllum hlutum en ég hef áður kynnst,“ sagði Alfreð
sem veit um kröfur félagsins en finnur ekki fyrir pressunni.
„Ég er ekkert að velta mér upp úr því sem er skrifað í
blöðin enda les ég þau ekki. Ég hef engar áhyggjur af
slíku. Ég veit vel að við erum með frábært félag og
félagið gerir kröfur en ég fer ekkert á
taugum yfir slíku. Ég verð náttúru-
lega hengdur ef ég skila engum
dollum í hús,“ sagði Alfreð léttur.
Honum líkar lífið afar vel í Kiel. Er
kominn með hús á leigu þar en hans
aðalheimili er í útjaðri Magdeburg. Svo er
hann einnig með hús á leigu fyrir utan Köln
þar sem hann vann áður en húsaleigusamningurinn rennur ekki
út fyrr en næsta sumar og því stendur húsið autt.
„Það er mjög fínt að vera í Kiel en mikið að gera. Það er
samt gaman á meðan það gengur sæmilega. Það var
náttúrulega ekkert stórkostlegt að gera jafntefli við Dorma-
gen í fyrsta leik í deildinni en menn voru ekkert að æsa
sig yfir því,“ sagði Alfreð sem síðan hefur náð að kveikja
almennilega á liðinu sem er nú komið á toppinn í
þýsku úrvalsdeildinni og var svo að leggja Barcelona
á útivelli í Meistaradeildinni Barca hafði ekki áður
tapað heima í keppninni.
„Það var alveg frábær leikur og sérstaklega síðari
hálfleikurinn. Karabatic var að spila sinn fyrsta
leik með okkur þar í 60 mínútur og það munar
nokkuð um að fá hann aftur,“ sagði Alfreð en
hann hefur lent í nokkrum meiðslum með
mannskap sinn. Á móti kemur að hinn 38
ára Stefan Lövgren hefur heldur betur stigið
upp í byrjun vetrar og spilað frábærlega.
ALFREÐ GÍSLASON: FINNUR EKKI FYRIR PRESSUNNI HJÁ KIEL ÞÓ SVO AÐ HANN SÉ MEÐVITAÐUR UM KRÖFURNAR
Verð hengdur ef ég skila ekki dollum í hús hjá Kiel
Meistaradeild Evrópu
A-riðill:
Bordeaux-CFR Cluj 1-0
1-0 sjálfsmark (54.).
Chelsea-Roma 1-0
1-0 John Terry (77.)
STAÐAN:
Chelsea 3 2 1 0 5-0 7
CFR Cluj 3 1 1 1 2-2 4
Roma 3 1 0 2 4-4 3
Bordeaux 3 1 0 2 2-7 3
B-riðill:
Inter-Anorthosis 1-0
1-0 Adriano (44.).
Panathinaikos-Werder Bremen 2-2
0-1 Per Mertesacker (29.), 1-1 Vangelis Mantzios
(36.), 2-2 Hugo Almeida (83.).
STAÐAN:
Inter 3 2 1 0 4-1 7
Anorthosis 3 1 1 1 3-2 4
Bremen 3 0 3 0 3-3 3
Panathinaikos 3 0 1 2 3-7 1
C-riðill:
Shakhtar Donetsk-Sporting 0-1
0-1 Liedson (76.).
Basel-Barcelona 0-5
0-1 Lionel Messi (4.), 0-2 Sergi Busquets (15.),
0-3 Bojan Krkic (22.), 0-4 Bojan Krkic (46.), 0-5
Xavi Hernández (48.).
STAÐAN:
Barcelona 3 3 0 0 10-2 9
Sporting 3 2 0 1 4-3 6
Shakhtar 3 1 0 2 3-4 3
Basel 3 0 0 3 1-9 0
D-riðill:
Atletico Madrid-Liverpool 1-1
0-1 Robbie Keane (14.), 1-1 Simao (83.).
PSV-Marseille 2-0
1-0 Danny Koevermans (71.), 2-0 Danny
Koevermans (85.).
STAÐAN:
Atletico 3 2 1 0 6-2 7
Liverpool 3 2 1 0 6-3 7
PSV 3 1 0 2 3-6 3
Marseille 3 0 0 3 2-6 0
Iceland Express-deild kvk
Keflavík-KR 72-60 (34-30)
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 29 (10 frák.,
4 stolnir), Pálína Gunnlaugsdóttir 13 (8 frák., 6
stolnir, 5 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir
10 (3 varin), Svava ósk Stefánsdóttir 9 (6 frák.,
6 stoðs.), Rannveig Randversdóttir 4, Halldóra
Andrésdóttir 4, Hrönn Þorgrímsdóttir 3.
Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 18 (11 frák., 5
stoðs.), Guðrún Ósk Ámundadóttir 12, Sigrún
Ámundadóttir 11 (9 frák., 4 stolnir), Guðrún
Gróa Þorsteinsdóttir 8, Kristín Björk Jónsdóttir 3,
Rakel Viggósdóttir 2, Guðrún Arna Sigurðar-
dóttir 2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 2, Þorbjörg
Friðriksdóttir 2.
Haukar-Snæfell 80-63 (40-32)
Stig Hauka: Stig Hauka: Slavica Dimovska 25 (12
stoðs., 6 frák., 6 stolnir), Kristrún Sigurjónsdóttir
22 (4 stolnir), Guðbjörg Sverrisdóttir 13, Ragna
Margrét Brynjarsdóttir 9, Sara Pálmadóttir 4,
Bryndís Hreinsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir
2, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2.
Stig Snæfells: Sara Sædal Andrésdóttir 16, María
Björnsdóttir 15, Detra Ashley 11 (14 frák.), Unnur
Ásgeirsdóttir 11 (10 frák.), Gunnhildur Gunnars-
dóttir 8, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.
Grindavík-Valur 46-44 (27-23)
Stig Grindavíkur: Ólöf Helga Pálsdóttir 12 (8
frák.), Ingibjörg Jakobsdóttir 12, Íris Sverrisdóttir
10, Petrúnella Skúladóttir 8 (11 frák., 5 stolnir),
Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Helga Hallgrímsdóttir 2.
Stig Vals: Kristjana Magnúsdóttir 15, Berglind
Ingvarsdóttir 9, Lovísa Guðmundsdóttir 8 (9
frák., 4 varin), Signý Hermannsdóttir 6 (15 frák.,
10 varin), Þórunn Bjarnadóttir 3, Tinna Björk
Sigmundsdóttir 3.
Hamar-Fjölnir 95-34
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Það var ekki skorað jafn
mikið í Meistaradeildinni í gær-
kvöldi og kvöldið áður en línur eru
þó farnar að skýrast í nokkrum
riðlum.
Atletico Madrid og Liverpool
berjast á toppi D-riðils og eru þar
áfram jöfn eftir 1-1 jafntefli lið-
anna á Vicente Calderón-leikvang-
inum í Madríd í gærkvöldi.
Gestirnir í Liverpool tóku for-
ystu í leiknum á 14. mínútu þegar
Robbie Keane komst einn inn fyrir
vörn Atletico eftir stungusend-
ingu Stevens Gerrard og skoraði
af öryggi. Það var vissulega ákveð-
inn rangstöðufnykur af markinu
en það fékk að standa og Keane
fagnaði eins og honum einum er
lagið.
Liverpool náði góðum tökum á
leiknum eftir markið og heima-
menn í Atletico gerðu sig sjaldan
líklega til þess að jafna leikinn í
fyrri hálfleik og voru langt frá
sínu besta.
Yossi Benayoun virtist
hafa bætt við öðru marki
fyrir Liverpool snemma í
seinni hálfleik en
markið var rang-
lega dæmt af
vegna meintrar
rangstöðu.
Atvikið virt-
ist hafa
vakið Atlet-
ico-menn af
værum blundi
því eftir það var
allt annað að sjá
til liðsins. Maniche
náði að koma boltan-
um í mark Livpool á
56. mínútu en enn og aftur
komu aðstoðardómarar við
sögu og dæmdu markið, sem
var fullkomlega löglegt, af vegna
meintrar rangstæðu og Liverpool
slapp þar með skrekkinn. Stuttu
síðar bjargaði Pepe Reina, mark-
vörður Liverpool, vel þegar hann
varði gott skot frá Simao í stöng.
Simao brást þó ekki bogalistin á
83. mínútu og jafnaði leikinn með
góðu skoti og þar við sat.
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri
Liverpool, var ósáttur við að missa
leikinn niður í jafntefli.
„Mér fannst við stjórna leiknum
vel í fyrri hálfleik og í hluta af
seinni hálfleik og það var svekkj-
andi að klára ekki leikinn þá. Við
gerðum svo dýr mistök í lokin og
borguðum fyrir það fullu verði,“
segir Benitez.
Fyrirliðinn til bjargar
Skallamark John Terry, fyrirliða
Chelsea, nægði Lundúnafélaginu
til þess að taka öll stigin gegn
Roma á Brúnni.
Luiz Felipe Scolari, knatt-
spyrnustjóri viðurkennir að sigur
Chelsea hafi ekki verið áferðar-
fagur en er engu að síður sáttur.
„Það mikilvægasta við leikinn
gegn Roma voru úrslitin. Þetta
var ekkki fallegur leikur,“ segir
Scolari.
Chelsea komst með sigrinum í
þægilega stöðu á toppi riðilsins
þar sem Bordeaux vann spútniklið
CFR Cluj í hinum leik A-riðils og
Chelsea því eina taplausa lið rið-
ilsins.
Auðvelt hjá Börsungum
Eiður Smári gat ekki leikið með
Barcelona gegn Basel vegna
meiðsla en Börsungar lentu ekki í
neinum vandræðum í Sviss. Arg-
entínski snillingurinn Lionel Messi
gaf tóninn með marki strax á 4.
mínútu og þá var ekki aftur snúið.
Þegar upp var staðið voru mörkin
orðin fimm og Barcelona að spila
frábæran fótbolta þessa dagana.
omar@frettabladid.is
Skrautlegt jafntefli í Madríd
Atletico Madrid og Liverpool skildu jöfn, 1-1, í kaflaskiptum leik þar sem danskir línuverðir stálu senunni.
John Terry sá til þess að Chelsea tók öll stigin gegn Roma og Börsungar efndu til markaveislu gegn Basel.
LEIÐTOGI John Terry
sá um að hala inn
þrjú stig fyrir Chelsea
í gærkvöld.
NORDIC PHOTOS/GETTY
MARKASKORARI Robbie Keane skoraði fyrsta mark leiks-
ins á Vicente Calderón-leikvanginum í gær en þó nokkur
rangstöðufnykur var af markinu. Það var samt í takt við
aðrar lélegar ákvarðanir hjá línuvarðaparinu að láta mark-
ið standa. NORDIC PHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Birna Valgarðsdóttir
fór fyrir sínu liði í tólf stiga sigri
Keflavíkur á KR, 72-60, í Iceland
Exress deild kvenna. Birna skor-
aði 11 af 29 stigum í lokaleikhlut-
anum þegar Keflavíkurliðið lagði
grunninn að sigrinum.
„Það var ekki í boði að tapa fleiri
heimaleikjum í vetur,“ sagði Birna
eftir leik. „Það var smá pressa á
okkur eftir tap í fyrsta heima-
leiknum en við héldum haus og
unnum góðan sigur,“ sagði Birna
sem var rosalega sterk á lokamín-
útunum. „Jonni þjálfari sagði við
mig fyrir 4. leikhlutann að ég væri
reynslumesta manneskjan og að
ég mætti ekki hengja haus. Ég
hlustaði á hann og tók til minna
ráða,“ sagði Birna sem var með 29
stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta í
gær.
Keflavík var með frumkvæðið
og forustuna stærsta hluta leiks-
ins en KR-liðið gafst aldrei upp og
náði alltaf að vinna upp forskot
meistaranna. Keflavík var 21-12
yfir eftir fyrsta leikhluta og var
með fjögurra stiga forskot í hálf-
leik, 34-30. Fyrir lokaleikhlutann
var staðan 50-47 fyrir Keflavík en
Birna skoraði 8 stig í 13-4 spretti
Keflavíkurliðsins en eftir hann
var sigurinn nánast í höfn.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálf-
ari Keflavíkurliðsins var sáttur
með sínar stelpur í lokin.“Ég er
gríðarlega ánægður með stelpurn-
ar. Við erum búin að vera í vand-
ræðum með sóknarleikinn á þessu
tímabili eftir að við misstum aðal-
sóknarmanninn okkar en þetta er
allt að koma. Þetta var flott í dag
og mér finnst vera stígandi hjá
Pálínu í leikstjórnandastöðunni
frá degi til dags,“ sagði Jón en Pál-
ína átti góðan dag í gær og var
með 13 stig, 5 stoðsendingar og 6
stolna bolta. Það var hins vegar
Birna sem var maður leiksins.
„Það er allt í lagi að skrifa um það
að Birna er með gallsteina og
blöðrubólgu og ég held að þetta
afrek sem hún vann í dag sé miklu
stærra en tölurnar sýna. Fólk ligg-
ur venjulega fyrir þegar það er
svona veikt. Hún var stórkostleg,“
sagði Jón að lokum.
Hildur Sigurðardóttir var sterk
hjá KR með 18 stig, 11 fráköst og 5
stoðsendingar og þá skiluðu syst-
urnar Sigrún og Guðrún Ámunda-
dætur saman 23 stigum. Það mun-
aði hins vegar miklu að Helga
Einarsdóttir var veik og gat aðeins
spilað í 5 kraftlitlar mínútur og
það munar mikið um hennar fram-
lag í vörn og fráköstum. - óój
Keflavíkurkonur unnu tólf stiga sigur á KR eftir spennandi leik í Iceland Express-deildinni í gærkvöldi:
Birna tók til sinna ráða á lokakaflanum
FRÁBÆR Keflavíkurstúlkan Birna Val-
garðsdóttir átti góðan leik í gær og var
betri en engin á lokakafla leiksins.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> Rúnar Páll áfram með HK
HK tilkynnti á heimasíðu sinni í gærkvöldi að Rúnar Páll
Sigmundsson myndi halda áfram sem þjálfari meistara-
flokks félagssins. Rúnar Páll tók við
HK á miðju tímabili í Lands-
bankadeildinni síðasta sumar
en liðið féll sem kunnugt er í
1. deild. Rúnar Páll, sem er
34 ára gamall, gerði samning
við HK til eins árs en hann var
áður leikmaður hjá félaginu.
Rúnar Páll hefur einnig þjálfað
Stjörnuna úr Garðabæ í 1.
deildinni.