Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 20
20 23. október 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna > Verð aðgöngumiða á leik á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 80 0 1. 00 0 70 0 1. 20 0 ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Útgjöldin 1. 50 0 1998 1999 2000 2006 2008 „Ég eyddi einu sinni fimmtán þúsund krónum í vínflösku sem skilaði ekki ætluðum árangri,“ segir Skúli Arason tónlistarmaður um sín verstu kaup. Við kaupin hafi hann lagt upp með ákveðna áætlun. „En þessi fimmtán þúsund kall fór hálfur ofan í mig og hálfur út um gluggann. Þetta var úti í Danmörku fyrir nokkrum árum. Ég man ekkert hvað vínið hét en það var eitthvað voða flott og frá árinu 1975.“ „Annars er ég voða lítill neytandi. Öll mín stóru kaup hafa verið íbúðir sem ég hef bara grætt þvílíkt á. Ég á ekki einu sinni bíl,“ segir Skúli. Hann segist vilja skilgreina kaup sem eitthvað efnislegt sem gefið hefur mikið af sér. „Mín bestu kaup hljóta að hafa verið allar tónlistargræjur sem ég hef keypt. Sama hvort það eru trommur, gítar eða annað.“ Hann segir af nógu að taka í þeim efnum enda séu öll hljóðfæri skemmtileg. „Þetta eru kaup sem búa bæði til peninga og í mínu tilviki mikla hamingju. Ég hef eignast marga góða vini í gegnum tónlistina og svo hefur hún gefið mér tækifæri á ferða- lögum. Tónlistin hefur einnig gefið mér tækifæri á að lifa mannsæmandi lífi á Íslandi,“ segir Skúli. NEYTANDINN: SKÚLI ARASON TÓNLISTARMAÐUR Fimmtán þúsund króna vínflaska Bakarameistarinn hefur hafið framleiðslu á svokölluðu Íslandsbrauði sem er selt á 199 krónur stykkið. Íslandsbrauðið mun vera stórt og milligróft. Þá verður verð lækkað í nokkrum vöruflokkum og lögð aukin áhersla á íslenska framleiðslu, segir í tilkynningu. Er því þar að auki lofað að verðskrá fyrirtækisins verði öll endurskoðuð til lækkunar þegar ró kemst á íslensku krónuna. Með þessu tekur Bakara- meistarinn þátt í glímunni við verðbólgudraug- inn. Þá lofar hann að bjóða á næstu vikum viðskiptavinum sínum ýmis hagstæð tilboð. ■ Verslun Bakarameistarinn selur Íslandsbrauð Veitingahús Nings hafa lækkað verðið á einum rétti dagsins í 999 krónur og kalla hann hér eftir tilboðsrétt dagsins. Sam- kvæmt tilkynningu frá Nings kemur lækkunin til vegna „ástands þjóðmála“ og mun þetta vera um þrjátíu prósenta lækkun. Rétturinn verður breytilegur frá degi til dags. Veitinga- staði Nings er að finna á tveimur stöðum í Reykjavík, Stórhöfða 17 og Suðurlands- braut 6, og í Hlíðasmára 12 í Kópavogi. ■ Verslun Tilboðsréttir Nings á 999 krónur Biðraðir mynduðust venju samkvæmt við dekkjaverkstæði þegar snjórinn féll í höfuðborginni í gær. Ómar Másson leitaði að heilsársdekkjum og hringdi í sautján aðila sem selja hjólbarða. – „Þar sem ég hef séð neytenda- og bílaþætti í sænska SVT þá hafði ég í huga það sem þar var brýnt fyrir kaupendum dekkja: Skoðaðu framleiðsluár dekksins áður en þú kaupir og EKKI kaupa eldri dekk en 8-12 mánaða, þar sem eiginleikar gúmmís minnka og gúmmíið verður harðara. Ég fékk loðin svör hjá flestum og ekki virtist neinn söluaðila hafa hugmynd um að gæði dekkja minnkar því eldri sem þau verða. Dekk sem boðin voru á „hagstæðu“ verði – 12-14.000 kr. – voru 2-3 ára. Ný dekk sem sögð voru framleidd í ár eða seinnihluta 2007 voru frá 16-20.000 kr. Mér fannst vert að benda þetta.“ Á þriðjudaginn sögðum við frá svokölluðu „Íslandsbrauði“ hjá Bakarameistaranum á 199 krónur. Margir vildu stökkva á tilboðið en gripu í tómt. Þar á meðal Örvar B. Hólmarsson: „Þegar ég bið um brauðið þá tjáir mér afgreiðslustúlkan að það sé ekki komið í bakaríið! Samt var fullt af nýbökuðum brauðum í hillunum! Ég var nú hálffúll satt best að segja og fannst þetta vera eitt af þessum sölu„trikkum“, sem eru aðallega gerð til að plata fólk. Ég tek það fram að ég var í bakaríinu á milli 9.00 og 9.30 þannig að það er ekki eins og að ég hafi verið þarna um leið og bakaríið opnaði.“ Vigfús Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, kann skýringu á þessu: „Því miður urðu tæknileg mistök á þriðju- daginn sem við réðum ekkert við. En brauðið var komið í búðirnar í gærmorgun um leið og opnaði og það verður þannig hér eftir.“ Neytendur: Um eiginleika gúmmís og enn af Íslandsbrauði Skoðaðu framleiðsluár dekksins Davíð Smári Harðarson tónlistarmað- ur sér vart fram úr verkefnum þessa dagana þrátt fyrir kreppu. Raunar seg- ist hann trúa á guð en ekki kreppuna og beðinn um gott húsráð bendir hann lesendum Fréttablaðsins á að allir þurfi að hafa símanúmerið hjá Ísaco hf. á ísskáps- hurðinni. „Það er einfald- lega vegna þess að þeir selja sápur sem sérhannaðar eru að þvottum hvers konar. Ef þú átt skip eiga þeir sápu til að þrífa það. Nú, ef þú þarft að þrífa svalirnar hjá þér eða húsið í heild sinni þá leysa þessir snillingar úr þeim vanda, fljótt og vel.“ GÓÐ HÚSRÁÐ NÚMER Á ÍSSKÁPINN Mán til mið 10–18.30, fim 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.