Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 24
24 23. október 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þegar Ísland lendir í stór-felldum kröggum, eru þær ekki einkamál Íslendinga. Til þess liggja tvær höfuðástæður. Í fyrsta lagi þurfa Íslendingar nú á erlendri aðstoð að halda, og okkur er flestum engin mikils háttar minnkun að því. Sælla er að gefa en þiggja, satt er það, en nú þurf- um við að þiggja liðsinni annarra. Það er ekki einkamál hvers og eins, hversu mikla hjálp hann þiggur af öðrum. Við eigum kost á aðstoð, því að við höfum með alþjóðasamningum tryggt okkur aðild að stórri fjölskyldu vina- þjóða og annarra, þar sem menn hjálpast að. Til þess eru fjölskyld- ur: orðið segir allt, sem segja þarf. Ríkisstjórnin hefur teflt skákina þannig, að hjálpin þarf nú að berast án frekari tafar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Það er að minni hyggju góður kostur eins og allt er í pottinn búið. Margt bendir til, að Seðla- bankar Norðurlanda, Evrópu og Bandaríkjanna hafi fyrir all- löngu ráðlagt ríkisstjórninni að leita til sjóðsins, þegar ljóst var, hvert stefndi, en ríkisstjórnin hafi færzt undan. Sé svo, bætist enn við langt syndaregistur rík- isstjórnarinnar. Ekki er heldur óhugsandi, að Rússar reyni einnig að beina Íslendingum til sjóðsins, enda myndu þeir með því móti taka sér stöðu með iðnríkjunum, sem eru hryggjarstykkið í sjóðn- um. Veiti Rússar Íslendingum lán með veikari skilyrðum en sjóð- urinn myndi veita, eiga Rússar á hættu að skaða samskipti sín við iðnríkin. Aðalatriðið er þetta, eins og hagfræðingarnir Jónas Haralz og Ólafur Ísleifsson hafa einnig bent á: Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn ræður aðildarlöndum jafn- an ekki að gera annað en það, sem þau þurfa að gera hvort eð er, en hafa ekki afl til að gera á eigin spýtur. Sjóðurinn blandar sér ekki í innlend stjórnmál, það er grundvallarreglan, en honum ber samkvæmt stofnsáttmála að setja skilyrði fyrir fjárhagsað- stoð. Honum ber einnig að fylgj- ast með, hvort skilyrðin eru virt. Þetta er gert til að auka líkurnar á, að hjálpin nýtist svo sem að er stefnt og landið geti staðið í skil- um. Alþjóðleg rannsóknarnefnd Í annan stað á umheimurinn refjalausa heimtingu á að fá að vita, hvað fór úrskeiðis hér heima. Íslendingar geta ekki verið þekktir fyrir að reyna að halda því leyndu, þar eð aðrar þjóðir þurfa að fá að læra af mistökum íslenzkra stjórnvalda auk þess sem þær búast nú til að rétta Íslandi hjálparhönd. Hér færi að minni hyggju bezt á því, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beitti sér fyrir skipan óháðrar alþjóðlegrar rannsóknarnefnd- ar, sem verði skipuð reyndum erlendum sérfræðingum. Þessi nefnd þyrfti að vinna hratt og birta álit sitt opinberlega sem fyrst. Þjóðin þarfnast slíkrar nefndar til að endurreisa traust milli manna og traust umheims- ins. Reynslan utan úr heimi sýnir, að bankahrun af því tagi, sem hér hefur átt sér stað, getur leitt til óstöðugs stjórnarfars og myndunar öfgahópa, sem bítast um brakið og berja stríðsbumb- ur. Heilbrigð stjórnmálaþróun útheimtir, að forsagan sé rétt rakin og öllum hliðum málsins til haga haldið. Sjóðurinn hefur ekki áður hvatt til slíks upgjörs eða sett slíkt skilyrði fyrir aðstoð við aðildarland, en hann gæti átt eftir að grípa til þessa ráðs í öðrum löndum síðar, ef vel tækist til á Íslandi. Þeir, sem óttast, að sjóðurinn leggi harkalegri efna- hagsráð að stjórnvöldum en þau myndu reyna sjálf án aðkomu sjóðsins, geta huggað sig við, að án sjóðsins og erlendrar rann- sóknar fengju öll kurl trúlega aldrei að koma til grafar í þessu alvarlega máli. Þessu ættu þeir að velta fyrir sér, sem tortryggja sjóðinn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni, sem hann sætti fyrir sum ráðin, sem hann veitti Asíu- löndum í fjármálakreppunni þar fyrir áratug. Sjóðnum varð þar að sumu leyti á í messunni, og hann hefur beðið forláts á því. Þá vissu hvorki hagfræðingar sjóðsins né aðrir margt af því, sem við þykjumst nú vita í ljósi reynslunnar. Því fór sem fór. Litl- ar líkur eru því til þess, að sagan frá Asíu myndi endurtaka sig á Íslandi. Hvítþvottarbók? Nei takk Íslendingar eiga ekki að koma sjálfir að verki rannsóknarnefnd- arinnar nema sem ráðgjafar og ritarar. Fráleitt væri, að ríkis- stjórnin gæfi sjálf út hvítbók um málið líkt og forsætisráð- herra hefur nefnt, því að hún yrði sennilega hvítþvottarbók. Lík- ast til þyrftum við einnig aðstoð útlendinga við að vinna úr áliti nefndarinnar, því að víða er pott- ur brotinn í réttarkerfinu hér eins og allir vita ekki síður en í efna- hagsmálunum. Nefndin myndi væntanlega leggja á ráðin um úrvinnsluna. Ekki einkamál Íslendinga Vegurinn fram á viðÍ DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um REI-málið Borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smára-dóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um REI-málið í Fréttablaðinu á mánudag- inn undir fyrirsögninni „Sannleikurinn er góður grunnur“. Grein þeirra gengur út á að rengja ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að hinir svokölluðu sex- menningar hafi komið í veg fyrir kaup FL Group og Geysis Green Energy á REI. Í staðinn bjóða þær upp á söguskýringar sem ganga út á að eigna sjálfum sér það þarfaverk að hafa stöðvað málið. Lykilatriði í málinu er að stjórn OR samþykkti söl- una á REI til FL Group og Geysis Green á stjórn- arfundi fyrir ári. Sigrún Elsa sat þennan örlaga- ríka stjórnarfund fyrir hönd Samfylkingarinnar og samþykkti söluna. Svandís sat einnig fundinn fyrir hönd Vinstri grænna og ákvað hún að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Að sitja hjá er því miður fyrir Svandísi hreint ekki það sama og vera á móti málinu og segja nei. Með þessar staðreyndir í huga er því frekar skondið að sjá borgarfulltrúana tvo segjast segja sannleikann í grein sinni þar sem þær reyna að eigna sér stöðvun máls- ins. Augljóst er af ofansögðu að sú túlkun er röng. Enginn af okkur „sexmenningum“ sat í stjórn OR sem samþykkti söluna. Þar sem við vorum hins vegar algerlega á móti mál- inu frá fyrstu mínútu upphófst atburða- rás sem borgarbúar þekkja ágætlega. Sú atburðarás leiddi til þess að salan á REI og miklum verðmætum úr OR gekk ekki eftir. Þvert á það sem stjórn OR ákvað, með Sigrúnu Elsu og Svandísi innanborðs. Við sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem vorum allan tímann á móti málinu upplifðum veru- legt mótlæti í fyrra fyrir það að standa föst á sann- færingu okkar. Það er því fróðlegt í dag, þegar öllum er það ljóst að það hefði verið algert glapræði að selja REI og stóran hluta Orkuveitunnar til áhættu- fjárfesta eins og lagt var upp með, að sjá borgarfull- trúa sem kusu með málinu eða sátu hjá vilja eigna sér málið. Höfundur er borgarfulltrúi. Að segja satt og rétt frá ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6 bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Samstaðan Stjórnmálamenn eru þessa dagana iðnir við að innprenta okkur hinum nauðsyn samstöðu. Það eru erfiðir tímar, mikilvægt að landsmenn standi sem einn maður í þrenging- unum og það allt. En hversu langt ná þessi orð þeirra? Á þjóðin að standa saman en er óþarfi að stjórnmála- mennirnir geri það? Björk Vilhelms- dóttir borgarfulltrúi virðist í það minnsta ekki á samstöðubuxun- um. Hún ræðst fram á ritvöllinn og rýfur samkomulag sem gert var í skipulagsráði vegna þess að henni finnst Júlí- us Vífill Ingvarsson, formaður skipulags- ráðs Reykjavíkur, fá óþarflega mikla athygli í fjölmiðlum. Samþykktin Málavextir eru þessir. Samfylkingin lagði fram tillögu í skipulagsráði er varðar útisundlaug við Sundhöllina við Barónsstíg. Öllum ráðsmönnum leist vel á og lagði Júlíus Vífill til að þess yrði ekki getið sérstaklega hvað- an tillagan væri ættuð heldur yrði hún gerð að tillögu ráðsins alls. Það var samþykkt. Fjölmiðlar fjölluðu um sundlaugina og töluðu – eðlilega – við Júlíus formann. Stemningin Björk virðist hafa sviðið að sjá Júlíus ræða um sund- laugina í fjölmiðlum. Hún skrifaði því grein í Moggann á þriðjudag þar sem hún bar honum á brýn að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Hann hefði auk þess notið þess að gera sér mat úr málinu og sér væri ljúft að upplýsa að Samfylkingin hefði haft frum- kvæði að málinu. Vitaskuld svaraði Júlíus í Mogganum í gær og sagðist aldrei hafa eignað sér hugmyndina. Hins vegar væri það eitt víst að ekki ætti Björk hana. Sjálfsagt er málinu ekki lokið en eins og sakir standa virðist Björk hafa rofið samkomulag af því að Júlíus talaði um skipu- lagsmál af of miklum áhuga og jafnvel innlifun. bjorn@frettabla- did.isÍ slenska þjóðin er í frjálsu falli og nær ekki lendingu, ekki fyrr en hún fær að vita hver raunveruleg staða þjóðarbús- ins, og heimilanna, er. Ráðherrar hafa talað um að stað- an sé slæm, jafnvel verri en þeir héldu, en ekki er skýrt hversu slæm hún er. Almenningur líður fyrir óvissuna. Það er þó betra að vita í hversu hræðilegri stöðu við erum sem þjóð svo við getum byrjað að vinna okkur út úr henni í stað þess að sitja heima og naga neglur þar sem við sveiflumst á milli þess að ímynda okkur svartnættið og reyna að halda í bjartsýnina. Óvissan kemur til vegna þess að það er ekki nægjanleg, eða jafnvel misvísandi, upplýsingagjöf frá stjórnvöldum. En það virðist ekki bara vera þjóðin sem er í óvissu. Síðast í gær var Geir H. Haarde að tala um hversu erfitt væri að gera þjóðhags- spá fyrir Ísland þar sem óvissa væri um hagstærðir. Að minnsta kosti sumir ráðherrar vita betur en aðrir hve vandinn er stór og hvernig rætt er um að mæta honum, en fátt er gefið upp á meðan staðið er í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, bresk stjórnvöld og fleiri. Það er gert ráð fyrir atvinnuleysi, en hve miklu? Á fólk að gera ráð fyrir því í skipulagningu heimilisbókhaldsins að missa vinnuna? Það er talað um að skattar muni hækka, en hve mikið? Gert er ráð fyrir miklum halla á rekstri ríkisins og sveitarfélaga. Það hlýtur að kalla á samdrátt hjá hinu opinbera, en hvar verður sá samdráttur? Sveitarfélögin hafa, í þessu óvissuástandi, staðið sig heldur betur en ríkið í að lýsa yfir hvaða útgjaldaliði skuli verja og leggja þar helst áherslu á mennta- og velferðarsvið. En hið opinbera telur það einnig sitt hlutverk að halda uppi ákveðnu atvinnustigi með því að draga ekki um of úr framkvæmdum. Hvernig staðið verður að slíku er ekki ljóst. Talað hefur verið um mörg hundruð milljarða lántökur rík- isins. Eru þetta allt lán sem falla á almenning í formi aukinnar skattbyrðar? Eða er verið að ræða um „millibilslán“ sem verða greidd þegar eignir bankanna komast í verð og verður af þeirri ástæðu ekki velt yfir á almenning? Hvaða áhrif hefur það að fyrrum langstærsti banki Íslands er nú orðinn minnstur? Þeir sem reka fyrirtæki eru í sömu svartaþokunni og íslensk- ur almenningur og vita vart hvort fyrirtæki þeirra muni lifa eða deyja. Forsvarsmennirnir tala jafnvel um að þeir viti ekki hve mikið þeir skulda og hvað þeir eiga. Mjög illa gengur að skipu- leggja veturinn í því ljósi og á hvaða mannafla er þörf. Þeir allra svartsýnustu horfa í kring um sig og reyna að finna fyrirtæki sem verður ekki búið að loka eða koma í ríkiseigu innan fárra mánaða. Heimilin í landinu horfa á lán og matvöruverð hækka og vona að verðbólgan muni ekki hafa of afdrifarík áhrif. Í þessu ástandi er ekki að undra þótt þjóðin öll kalli á svör. Það er ekki einungis krafa þjóðarinnar að vita hvernig heilsufari rík- isins er háttað, hún vill taka þátt í umræðunum og ákvörðunum um hvernig að uppbyggingunni verður staðið. Krafan hlýtur að vera sú að á hinu Nýja Íslandi sé leyndarhyggju ríkisvaldsins kastað fyrir róða og hægt verði, á rólegan og yfirvegaðan hátt, komast út úr þokunni og sjá til himins. Skortur á upplýsingum um raunverulega stöðu. Þjóð í þoku SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.