Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 4
4 23. október 2008 FIMMTUDAGUR FJÓR- FALDIR VILDAR- PUNKTAR hjá ÓB um land allt 23.–26. október og -2 kr. með ÓB-lyklinum – alltaf! www.ob.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 15° 13° 12° 12° 14° 13° 12° 12° 13° 23° 15° 12° 27° 10° 14° 23° 11° Á MORGUN 15-23 m/s á Vestfjörðum annars 8-15 m/s LAUGARDAGUR 13-18 m/s NA-til og A-til annars mun hægari 2 0 0 1 0 4 4 2 3 18 15 10 10 10 15 8 15 18 0 2 10 4 -2 -2 -1 -3-3 -5 13 VONSKUVEÐUR Mjög djúp lægð stýrir nú veðrinu hjá okkur. Með morgninum verður norðaustan stormur vestast á Vestfjörðum en síðdegis og í kvöld verður norðvestan og vestan stormur við suðvestur- og suð- urströndina. Annars staðar verður hann suðlægur, 10-18 m/s. Það fylgir þessu veðri tölvuverð úrkoma, rigning syðst en slydda vestan til. Þurrt lengst af NA-til. 0 0 2 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Norsk sendinefnd kom til Íslands í gær til að kynna sér stöðu bankanna og þarfir Íslendinga varðandi aðstoð frá Norðmönnum. Martin Skancke, formaður nefndarinnar, segir að nefndin muni skila mati sínu í lok vikunnar og málið verði svo rætt þegar ráðherrar norrænu þjóðanna hittast á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í næstu viku. „Við erum komin í tvennum tilgangi, annars vegar til að fá sem best yfirlit yfir stöðuna núna og hins vegar að ræða við íslensk stjórnvöld og fá mat þeirra á því hvaða ráðstafanir gætu komið að gagni. Ef við eigum að hjálpa þá er mikilvægast að íslensk stjórnvöld skilgreini þörfina og íslensk stjórnvöld láti í ljós með hvaða hætti við getum orðið að liði. Útgangspunktur ferðar- innar er því að kanna hvernig staðan er og hvaða aðkomu íslensk stjórnvöld vilja.“ Skancke segir fullsnemmt að ræða hver aðkoma Norðmanna gæti orðið. Um tvennt sé að ræða, fjárhagslegan stuðning og tæknilega aðstoð. Of snemmt sé að ræða tímasetningar. Sendinefndin sé ekki enn byrjuð að kortleggja stöðuna. „Við óskum eftir því að gera þetta í sam- starfi við önnur norræn lönd,“ segir hann og telur að norskir stjórnmálamenn fái skýra mynd af stöðunni á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki í byrjun næstu viku. Málið komi þar örugglega til umræðu. Spurður um það hvort skilyrði verði sett, til dæmis að Íslendingar skuldbindi sig til að standa utan ESB, segir hann of snemmt að ræða það. Engin hefð sé fyrir slíku á Norður- löndum. - ghs Norsk sendinefnd er komin til Íslands til að kynna sér stöðu efnahagsmála: Engin hefð fyrir sérstökum skilyrðum NORÐMENNIRNIR KOMNIR Norðmenn hafa sent hing- að sendinefnd til að kanna stöðuna með það í huga að norrænu þjóðirnar komi Íslendingum til aðstoðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Greiðslustöðvun framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær beiðni Stoða um framlengingu heimildar til greiðslustöðvunar til 20. janúar næstkomandi. Stærstu lánardrottnar félagsins, sem fara með yfir 50 prósent skulda félagsins, höfðu áður lýst yfir stuðningi við framlengingu greiðslustöðvunarinnar, samkvæmt tilkynningu Stoða. VIÐSKIPTI BRUSSEL, AP Catherine Ashton, barónessa og fyrrverandi forseti lávarðadeildar breska þingsins, hlaut í gær staðfestingu Evrópuþingsins í embætti við- skiptamálastjóra sambandsins. Breska stjórnin tilnefndi Ashton í embættið eftir að forsætisráðherr- ann Gordon Brown fékk Peter Mandelson til að gegna ráðherradómi í Lundúnum á ný eftir að hafa farið með viðskiptamál í framkvæmda- stjórn ESB síðan árið 2004. Ashton hefur sagst munu reyna sitt besta til að endurvekja hinar strönduðu alþjóðaviðræður um aukið frelsi í viðskiptum með búvörur. - aa Framkvæmdastjórn ESB: Ashton arftaki Mandelsons CATHERINE ASHTON AFGANISTAN, AP Parwez Kamb- akhsh, 24 ára gamall fjölmiðla- nemi í Afganistan, hefur verið dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að guðlasta. Kambakhsh var handtekinn í október árið 2007, þegar hann var í námi við Balkh-háskólann í Mazar-i-Sharif. Meðfram náminu skrifaði hann greinar í staðarblöðin. Hann var sakaður um að trufla kennslu með spurningum um réttindi kvenna, auk þess sem hann er sagður hafa dreift grein um íslam með ólöglegum hætti. Upphaflega hlaut hann dauðadóm, en sá dómur var felldur úr gildi eftir alþjóðleg mótmæli. - gb Afganskur guðlastari: Hlaut tuttugu ára fangelsi PARWEZ KAMB- AKHSH EFNAHAGSMÁL „Ég mun aldrei í líf- inu samþykkja stórt lán sem kall- ar fátækt yfir Ísland,“ segir Pétur H. Blöndal þingmaður sem hefur greint frá þessari skoðun sinni í þingflokki sjálfstæðismanna. Breska blaðið Financial Times segir að verið sé að ganga frá þriggja milljarða punda láni til Íslendinga, Það jafngildi 600 millj- örðum íslenskra króna. Það yrði vegna krafna á hendur Íslandi fyrir innistæður á Icesave-reikn- ingum Landsbankans í Bretlandi. Bresk sendinefnd er stödd hér á landi og var fundað í allan gærdag um Icesave-reikningana. Ásmund- ur Stefánsson ríkissáttasemjari fer fyrir íslensku viðræðunefnd- inni. Pétur Blöndal segir að fjörutíu ár hafi tekið að byggja upp íslenska lífeyrissjóðakerfið „og nú á ef til vill að greiða út á einu bretti sem nemur helmingnum af því sem safnað hefur verið í ára- tugi með miklum fórnum“. Pétur segir að enda þótt hann telji Breta ekki eiga þessa kröfu á íslenska ríkið, þá megi ef til vill fallast á að greiða þeim sem nemur einu prósenti af þjóðarframleiðslu í tíu ár. „Það verður að gera þetta af sanngirni og setja þak á þessa skuldbindingu, eitthvað sem íslenska þjóðin ræður við,“ segir Pétur og spyr hvort Bretar væru tilbúnir til þess að gangast við ein- hverjum afarkostum annarra ríkja, færi breskur banki með útibú annars staðar í þrot. Hann bætir því við að viðskipta- stríð standi við Breta. Þeir tefji greiðslur og stilli okkur nú upp við vegg og neyði Íslendinga til að greiða eitthvað sem líkist stríðs- skaðabótum. „Við höfum óskað eftir upplýs- ingum fyrir hönd fjárlaganefndar um stöðu hugsanlegs láns frá Bret- um og ábyrgða íslenska ríkisins á innistæðum á Icesave-reikning- um,“ segir Kristján Þór Júlíusson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Kristján segir að málið sé þess eðlis að það þurfi að vinnast á vett- vangi ríkisstjórnarinnar og undir verkstjórn hennar. „Síðan komi það til Alþingis til afgreiðslu.“ Stjórnvöld hafa sagst vonast til þess að eignir Landsbankans í Bretlandi dugi fyrir hugsanlegum skuldbindingum vegna Icesave. Eftir því sem næst verður kom- ist eru megineignir Landsbankans í Bretlandi fólgnar í lánasafni hans. Lán til viðskiptavina þar námu rúmum 500 milljörðum króna um mitt árið. „Ég tel mig hafa nokkuð traust- ar heimildir fyrir því að meðal skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins sé að Íslendingar hafi náð sátt við Breta, vegna Icsave-reikning- anna,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna. Hann segir að fallast megi á að taka erlend lán til að gjaldeyris- viðskipti gangi eðlilega fyrir sig. „En ég vil ekki vera sá maður að bera ábyrgð á því að íslenska þjóð- in gangi í ábyrgðir vegna þessara innlánsreikninga fjárglæfra- manna erlendis.“ ikh@markadurinn.is Aldrei samþykkja fátækt yfir Íslandi Ég mun aldrei samþykkja fátækt yfir Íslandi, segir Pétur Blöndal. Þingmenn tala um stríðsskaðabætur og að Íslendingum sé stillt upp við vegg. Óttast að samningur við Breta sé skilyrði aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. PÉTUR BLÖNDAL, ALÞINGISMAÐUR Segir að fjörutíu ár hafi tekið að byggja upp íslenska lífeyrissjóðakerfið „og nú á ef til vill að greiða út á einu bretti sem nemur helmingnum af því sem safnað hefur verið í áratugi með miklum fórnum“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA IÐNAÐARMÁL Alcoa hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna álvers á Bakka við Húsavík. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 346.000 tonna framleiðslugetu. Áformað er að hefja framleiðslu á áli á árabilinu 2012 til 2014, háð því hvenær orka er tilbúin til afhendingar. Áætlað er að álverið nái fullum afköstum árið 2015. Lengd byggingartíma miðast við að samþætta framkvæmdahraða og hugsanlega áfangaskiptingu verksins við framboð á orku. Áætlað er að 3.000-4.000 ársverk verði til vegna bygging- ar álvers á Bakka og að 300-450 manns starfi í álverinu á fullum afköstum. - shá Alcoa vegna álvers á Bakka: Matsáætlun lögð framFjórtán þúsund laxar Alls voru 14.315 laxar skráðir upp úr Ytri-Rangá á veiðitímabili sum- arins sem lauk á mánudaginn. Að því er segir á vef leigutaka árinnar, Lax-á ehf., er þetta tvöföldun á fyrra Íslandsmeti úr einni á. Umfangsmiklar seiðasleppingar eru í Ytri-Rangá. STANGVEIÐI GENGIÐ 22.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 202,3754 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,78 117,34 191,31 192,25 150,08 150,92 20,133 20,251 16,665 16,763 14,835 14,921 1,1832 1,1902 174,32 175,36 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.