Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 36
 23. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR Hreindýraleður og fiskroð eru hráefnin sem Ágústa Arnar- dóttir á Djúpavogi hannar úr dýrindis tískuvörur. Vörumerk- ið hennar er Gustadesign. „Ég hanna allt í samræmi við hrá- efnið og vil leyfa skinnunum að halda sér sem allra náttúrulegust- um sem gerir það að verkum að engir tveir hlutir eru nákvæmlega eins,“ segir Ágústa. „Áður vann ég með roð og skinn hvort í sínu lagi en snillingarnir í skinnasútuninni á Sauðárkróki prófuðu sig áfram og náðu að lita hreindýr og fiskroð þannig að það tónar ótrúlega vel saman,“ bætir hún við. Ágústa lærði hönnun í Iðnskól- anum í Hafnarfirði og skó- og fylgi- hlutahönnun á Ítalíu. Hún er frá Hornafirði en býr á Djúpavogi og er nýkomin úr tveggja ára fæðing- arorlofi því fyrsta barnið, Vigdís, fæddist í september 2006 og það næsta, Örn Þór, í febrúar á þessu ári. „Ég hef notið þess að hugsa um fjölskylduna mína en auðvitað hef ég haldið utan um fyrirtækið líka,“ segir Ágústa sem tekur framtíð- inni fagnandi. Hún er að koma sér upp vinnustofu og verslun á Djúpavogi og stefnir á að stórauka fram- leiðsluna. Vör- urnar hennar verða á sýningu Handverks og hönnun- ar í Ráðhúsi Reykja- víkur um næstu mán- aðamót og á tískusýningu á Egilsstöðum 8. nóvem- ber. Einnig má benda á síðuna www. gustadesign.is. Ágústa telur Íslendinga eiga að einbeita sér að íslenskri fram- leiðslu og að styðja við bakið hver á öðrum. „Við erum rík af hönnuð- um, handverksfólki og listamönn- um hér á landinu,“ segir hún og kveðst hafa góða reynslu af vöru- skiptum. „Þegar ég er í fatnaði eftir íslenska hönnuði er ég undan- tekningalaust spurð hvar ég hafi fengið flíkina. Þetta er góð auglýsingaleið því allir eru að gera mis- munandi hluti. Ef Ís- lendingar standa saman og ríkis- stjórnin styð- ur við bakið á fyrirtækjum og einstaklingum í eigin rekstri, eins og hún segist ætla að gera, gætu þessi ósköp sem dunið hafa yfir þjóð- ina falið í sér stór tækifæri. Við verð- um bara að vera bjartsýn.“ - gun Úr vönduðum efniviði „Ég hef undanfarið hannað nokkrar týpur af höttum og húfum,“ segir Ágústa, sem hér ber höfuðfat úr eigin línu. Á holdrosan- um (bakhlið skinnsins) sést æðakerfið sem gerir það hráefni engu öðru líkt. „Ég reikna með því að vöruúrval- ið breytist lítið enda stöndum við sem þjóð framarlega í bakstri. Hins vegar er aukin verðsam- keppni vel hugsanleg þar sem við fáum nú fleiri tækifæri til að búa til vörur. Því meira sem við fram- leiðum því betra verð verður hægt að bjóða,“ segir bakarameistarinn Jóhannes Felixson, einnig þekkt- ur sem Jói Fel, um aukna áherslu á íslenska framleiðslu í bakarí- um sem stafar af hækkuðu verði á innfluttri vöru. „Bakarar eru þegar farnir að láta til sín taka í kreppunni með því að bjóða vissar vörur á lækk- uðu verði. Jafnvel þótt árferð- ið sé erfitt og eðlilegt hefði verið að hækka verð um síðustu mán- aðamót með verðhækkun á hveiti. Eiginlega má segja að við séum að selja tilteknar vörur á kostnaðar- verði,“ segir hann og bætir við að Hjá Jóa Fel standi til að framleiða vörur sem verði framvegis seldar á lægra verði. „Þær verða góðar en kannski ekki alveg eins vand- aðar og þær dýru,“ segir Jóhann- es, sem vonar að framboð á ís- lenskri vöru aukist líka í verslun- um og stórmörkuðum. Hann telur þó ólíklegt að erlendar vörur komi til með að hverfa alfarið úr hillum verslana þótt þær verði ekki eins áberandi. - rve Bætt framboð og lægra verð Jóhannes segir nú kjörið tækifæri til að koma íslenskri framleiðslu á framfæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fiskroð er efni sem gaman er að vinna úr og hrein- dýraleðrið er algjörlega einstakt að sögn Ágústu. Íslenskara getur það varla orðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.