Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 22
22 23. október 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 43 675 +2,85% Velta: 17.3 milljónir MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR 39,32% MESTA LÆKKUN CENT. ALUM. -4,90% FÆREYJABANKI -4,46% ÖSSUR -0,81% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 +0,00% ... Atorka 0,80 +0,00% ... Bakkavör 9,00 +39,32% ... Eimskipafélagið 1,22 +0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 14,20 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 70,50 +0,00% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 85,60 -0,81% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 203,3 +1,1 Eigið fé hins Nýja Kaupþings verður 75 milljarðar króna. Stærð efnahagsreikningsins er um 700 milljarðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fjár- málaeftirlitinu. Um mitt sumarið nam efna- hagsreikningur Kaupþings-sam- stæðunnar um 6.600 milljörðum króna. Tæplega tveir þriðju efna- hagsreikningsins um mitt árið voru lán við viðskiptavina. Nýja Kaupþing hóf starfsemi í gær. Það tekur yfir allar innlend- ar eignir Kaupþings en alþjóðleg starfsemi er skilin frá. Til stend- ur að halda öllum útibúum, hrað- bönkum auk þjónustuvers og net- banka opnum. Samkvæmt tilkynningu Fjár- málaeftirlitsins tekur Nýja Kaup- þing yfir allar innistæðuskuld- bindingar í bankanum hér á landi og stærstan hluta eigna bankans sem tengjast innlendri starfsemi, þar á meðal lán og kröfur. Nýr bankastjóri er Finnur Sveinbjörnsson. Ríflega 1.100 starfsmenn hafa unnið hjá bankanum innanlands. Öllu fleiri hafa starfað hjá bank- anum erlendis, um 2.000 manns, eftir því sem næst verður kom- ist. - ikh Nýja Kaupþing einn tíundi af því gamla Breska pundið féll mest um tæp þrjú prósent gagnvart Banda- ríkjadal í gær og hafði um tíma ekki verið lægra í fimm ár. Fallið var meira gagnvart öðrum mynt- um, svo sem japanska jeninu. Bandaríkjadalur hefur á móti verið að sækja í sig veðrið og hefur ekki verið sterkari gagn- vart helstu gjaldmiðlum í tvö ár. Helsta skýringin á falli punds- ins er fullyrðing Mervyns King, bankastjóra Englandsbanka, frá í fyrrakvöld um að Bretar séu á leið inn í samdráttarskeið. Breska fjármálablaðið Financ- ial Times segir þetta svartsýn- asta mat Kings á stöðu efnahags- mála síðan hann settist í stól seðlabankastjóra árið 2003. King taldi kaup breska ríkis- ins í hlutabréfum banka jákvætt skref og muni fjármálalífið jafna sig hægt og bítandi. Ólíklegt taldi hann þó að bankaheimurinn verði samur og áður og að mjög dragi úr lánveitingum, ekki síst banka á milli. Bretar stæðu ekki einir því efna- hagslífið væri að dragast saman víða. Englandsbanki tók þátt í sam- hentum aðgerðum nokkurra af stærstu seðlabönkum heims fyrr í mánuðinum og lækkaði stýri- vexti um hálft prósent. Fjár- málasérfræðingar telja líkur á að bankinn muni endurtaka leik- inn á næsta vaxtafundi. - jab MERVYN KING Bankastjóri felldi pundið Bandaríski tölvu- og tæknirisinn Apple hagnaðist um 1,14 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 134 milljarða króna, á síðasta fjórð- ungi, sem er sá fjórði í bókum fyr- irtækisins. Þetta er 26 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu á góða sölu á annarri kyn- slóð iPhone-símanna, sem komu á markað í sumar. Apple seldi 6,9 milljón iPhone- síma á fjórðungnum og er það sex- földun á milli ára. Steve Jobs, forstjóri Apple, segir í samtali við Reuters aðstæður í efna- hagslífinu slíkar að óvissa sé um veltuna um jólin. Megi þó reikna með aukningu. Hann segir Apple engu að síður vel fjármagnað, skuldir engar og fyrirtækið með tæpa 25 milljarða á hliðarlínunni. Það geri fyrirtækinu kleift að fjárfesta á erfiðum tímum. - jab STEVE JOBS Apple með varasjóði Vinir í raun „Ísland vantar trausta vini og bakhjarla,“ segir í nýrri umfjöllun Vísbendingar. Rifjað er upp að Bandaríkjamenn hafi í áratugi verið í því hlutverki, en það þjóni ekki lengur hagsmun- um þeirra og því sé þörf á nýjum vinum, líkt og forsætisráðherra hafi bent á. Um leið er goldinn varhugur við vinskap við Rússa þar sem menning þeirra sé um margt frábrugðin okkar. „Miklu nær er að þjóðin horfi til annarra Evrópuþjóða. Við erum nú þegar á Evrópska efnahagssvæð- inu. Líklega er það meginá- stæðan fyrir erfiðleikum okkar nú að að reglur og frjálsræði fjármagnsflutninga giltu. Þannig gátu bankarnir vaxið án þess að íslensk stjórnvöld gætu sett þeim skorður, en líka án þess að bank- arnir hefðu fjárhagslegan bakhjarl þegar á reyndi. Íslenskir eigendur þeirra höfðu ekki mikla burði og það hafði ríkið ekki heldur. Aðild að Evrópska seðlabankanum hefði mildað höggið mikið gagnvart almenningi.“ Verðgildi peninga Og meira um peninga því talsverðu munar enn á verðmæti íslenskunnar hér á Fróni eða utan landsteina. Landsmenn greiða alla jafna hér tæpar 118 krónur fyrir sérhvern Bandaríkjadal og tuttugu krónur íslenskar fyrir eina danska. Á myntreikni bandaríska tímaritsins Forbes er krónan hins vegar skítbilleg og þarf landinn samkvæmt því að greiða níutíu prósentum meira fyrir dollar og danskar en hér. Svo er bara að vona að þegar gjaldeyrisviðskipti komast í samt lag á ný hér að krónan taki ekki upp á því að endurspegla verðið hjá Forbes. Peningaskápurinn ... Mikil viðskipti urðu með bréf Glitnis eftir að ríkið tilkynnti að það hygðist þjóðnýta bankann að hluta, en áður en bankinn sigldi í þrot. Fjöldi smærri fjár- festa taldi sig vera að kaupa í öruggum ríkisbanka, og þykjast því illa sviknir. „Þetta er hreinn og beinn þjófnað- ur, það er ekki hægt að kalla það annað,“ segir Friðbjörn Kristjáns- son matreiðslumaður en hann tap- aði 92 þúsund krónum sem hann keypti fyrir í bankanum eftir „ríkis-væðingu“ hans. „Ég átti fyrir 230.000 að nafn- verði í Glitni og svo kemur frétt um að ríkið sé búið að yfirtaka hann, eignist 75 prósent í bankan- um. Ég ætla þá að gera örugga fjár- festingu, og kaupi bréf fyrir 18.000 að nafnverði í viðbót,“ segir Frið- björn. „Ég treysti því að ég ætti þessa peninga örugga hjá ríkinu. En svo hleypur ríkið undan merkj- um, og þá er ég búinn að tapa þess- um peningum líka.“ Miðað við loka- gengi í Glitni föstudaginn 26. september hefur Friðbjörn því alls tapað 3,7 milljón krónum á hruni Glitnis. Friðbjörn segist sannfærður um að hann sé ekki einn um að hafa lent í þessari stöðu. Samkvæmt tölum frá Kauphöllinni munu hafa átt sér stað 877 viðskipti með bréf Glitnis þá fjóra daga sem opið var fyrir viðskipti eftir að ríkið til- kynnti að það hygðist koma honum til bjargar og áður en bankinn sigldi í þrot. Flest voru mjög lítil, en alls munu 567 viðskipti hafa verið undir 1 milljón króna. Lögfræðingar sem Markaðurinn ræddi við segja réttarstöðu fólks sem keypti í bankanum þessa fjóra daga svo óljósa að þeir treysta sér ekki til að tjá sig um hana opinber- lega. Ljóst sé að margir hafi orðið fyrir miklu tjóni, tapað hluta ævi- sparnaðar, og varhugavert að gefa því fólki vonir sem gætu reynst falsvonir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar segir að það álita- mál sem helst komi til greina sé hvort innherjaviðskipti hafi átt sér stað, einhver þeirra sem seldu bréf á þessum fjórum dögum hafi búið yfir betri upplýsingum en þeir sem keyptu, „og þá kæmi til kasta Fjár- málaeftirlitsins sem skoðaði hvort einhver hafi verið blekktur til að kaupa bréf á röngum forsendum.“ Þórður kvaðst ekki vera fær um að segja hvort ríkið geti með ein- hverjum hætti verið skaðabóta- skylt, það væri hlutverk dómstóla að kveða upp úr um slíkt. Heimildamenn Markaðarins segja að ríkið hljóti að vera skaða- bótaskylt ef fyrir hafi legið bind- andi samkomulag um kaup á 75 prósenta hlut í bankanum, en um það séu skiptar skoðanir. Ljóst sé þó að yfirlýsing ríkisins hafi verið gefin við ákveðnar forsendur og á því hafi verið fyrirvarar. Þá hljóti allir sem keyptu bréf í bankanum á þessum dögum að hafa vitað að þeir væru að taka áhættu. Allir hafi vitað að bankinn hafði ratað í alvarleg vandræði og öllum hefði mátt vera ljóst að það gæti farið á hvaða veg sem væri. Þá hefur verið bent á að það sé spurning hvort forsvaranlegt hafi verið að opna fyrir viðskipti eftir að ríkið lýsti yfir að það hygðist koma bankanum til bjargar. Lög- fræðingar sem Markaðurinn hefur rætt við segja að það séu ótal lausir endar á þessu máli öllu og það svo snúið að það sé tilefni í stóra lög- fræðilega álitsgerð. - msh Töldu sig fjárfesta í öruggum ríkisbanka YFIRTAKA RÍKISINS Á GLITNI TILKYNNT Lárus Welding fyrrverandi bankastjóri Glitnis og Davíð Oddson, seðlabankastjóri, kynna „ríkisvæðingu“ Glitnis á blaðamannafundi þann 29. september síðastliðinn FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meirihluti frumkvöðla í Bretlandi er sannfærður um að fyrirtæki þeirra muni koma ágætlega undan vetri þrátt fyrir krefjandi aðstæð- ur í bresku efnahagslífi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýlegrar könnunar breska ráð- gjafafyrirtækisins Grant Thorn- ton. Netmiðill Management Today segir niðurstöðurnar ekki sýna á að frumkvöðlar þar í landi loki aug- unum fyrir stöðu efnahagsmála. Þvert á móti geri þeir sér fyllilega grein fyrir henni. Þeir séu hins vegar bjartsýnir að eðlisfari og telji aðsteðjandi erfiðleika krefjast þess að gefa í fremur en hitt ásamt aðlögun á rekstri í samræmi við aðstæður. - jab Bjartsýnir frumkvöðlar EXISTA hf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 www.exista.is HLUTHAFAFUNDUR EXISTA HF. 30. OKTÓBER 2008 Stjórn Exista hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 30. október 2008 í Salnum í Kópavogi og hefst fundurinn kl. 13:00. Dagskrá: 1. Umfjöllun um stöðu og horfur. 2. Tillaga um heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár. 3. Tillaga um heimild stjórnar fyrir hönd félagsins að undirgangast fjárskuldbindingar sem breyta má í hlutafé í félaginu og heimild til hækkunar hlutafjár í samræmi við það. 4. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 5. Tillaga um afskráningu hluta félagsins úr kauphöll NASDAQ OMX Nordic Exchange á Íslandi. 6. Tillaga um heimild stjórnar til ótakmarkaðrar sölu á eignum félagsins. 7. Önnur mál. Dagskrá og endanlegar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis. Ennfremur er hægt að nálgast fundargögn á vefsíðu félagsins www.exista.is. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundardaginn frá kl. 12:00 á fundarstað í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi. Stjórn Exista hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.