Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 8
 23. október 2008 FIMMTUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL „Það er engu líkara en þetta hafi verið ritað í gær,“ segir Hjalti Guðröðsson, starfs- maður verktakafyrirtækisins Spýtunnar, en hann rakst á 122 ára gamla blaðagrein milli þilja í gær þegar hann var að rífa niður skemmda veggi í húsi í Hnífsdal. Húsið hafði orðið fyrir bruna- skemmdum í síðasta mánuði. Í greininni, sem birtist í Ísafold, er brýnt fyrir lesendum að missa ekki móðinn þótt útlitið sé svart. Þar segir meðal annars: „Ástand lands vors er nú eins og stendur sannarlegt hættuástand: veðurátt ill og hörð, allir aðalatvinnuvegir ógreiðir, verzlun og stjórn óhag- stæð. Í slíkum kringumstæðum gætir mest, að landsmenn missi ekki móðinn.“ Hjalti segir að þótt váin sem nú blasi við sé vissulega af öðrum toga sé boðskapur greinarinnar eins og úr nýprentuðu fréttablaði. „Þarna er til dæmis mikið fjallað um það að hætta sé á því að fólk kunni að hverfa af landi til að leita að betri lífsskilyrðum í útlönd- um,“ segir Hjalti en það ber nokk- urn keim af fréttum þessa dagana um að fólk í ákveðnum stéttum sé farið að huga að atvinnutækifær- um erlendis eftir að syrta tók í álinn hér á landi. Skrifari hvetur fólk til að spara og gefa sig síður að sögum af hrak- förum og bágindum sem dragi móð úr mönnum sem fara þá kannski á sveitina en slíkt er mikil vá fyrir þjóðfélagið að sögn grein- arhöfundar. En einnig virðist hann nokkuð framsýnn því hann segir: „Fiskveiðar í sjó og vötnum eru að voru áliti einn höfuðþáttur í fram- tíðarvon lands vors; þess vegna ríður á að veita þeim athygli.“ „Það er algengt að finna blöð milli þilja og ég hef ósköp gaman af því að lesa þetta,“ segir Hjalti. „Þannig að ef seinlega gengur að rífa þá er líklegasta skýringin sú að ég hef dottið niður á gamalt og gott lesefni,“ segir hann og hlær við. Hann telur þessa grein vera ágætt innilegg í kreppuumræðuna sem nú tröllríður þjóðinni. „Það er ágætt að minnast þess að þjóðin hefur áður horft fram á svarta tíma og ekki látið bugast,“ segir hann. Á fréttavefnum bb.is segir að húsið hafi verið byggt árið 1908 svo þetta innlegg hefur beðið umræðunnar milli þilja í heila öld. jse@frettabladid.is Fann 122 ára grein sem á vel við í dag Í Hnífsdal fannst 122 ára gömul blaðagrein milli þilja í gær en sá sem hana fann segir engu líkara en hún hafi verið rituð í gær. Lesendur eru hvattir til að herða upp hugann og dvelja ekki við sögur af bágindum og hrakförum þó hart sé í ári. HJALTI MEÐ BLAÐAGREININA Blaðagreinin sem fannst milli þilja virðist ekki svo ólík þeim sem Hjalti fær inn um lúguna þótt 122 ár skilji þær að. MYND/SVEINBJÖRN HALLDÓRSSON BB.IS DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann um þrítugt fyrir ítrekaðar hótanir um líflát og lim- lestingar í garð starfsmanna í fang- elsinu að Litla-Hrauni á afplánun- artíma hans þar. Honum er gefið að sök að hafa hótað deildarstjóra í fangelsinu að ráðast inn á heimili hans og fjöl- skyldu hans og valda þar eigna- spjöllum með því að taka þar til. Síðar réðst fanginn á deildar- stjórann og hrækti á hann þannig að hrákinn lenti á einkennisskyrtu hans. Þá hótaði maðurinn fangaverði að smita hann með eyðni og lifrar- bólgu C. Hann hótaði þessum sama fangaverði og starfsbróður hans að drepa þá. Það væri ekkert mál að koma byssu inn í fangelsið og þeir væru fyrstir á lista hjá honum. Fangelsislæknir varð einnig fyrir barðinu á manninum sem hót- aði honum að stinga hann með sprautu svo hann smitaðist af HIV. Þannig lét maðurinn hótanir dynja á starfsmönnum Litla-Hrauns bæði með orðum og látbragði. Meðal annars hótaði hann fangaverði að koma á heimili hennar, skaða hana með bitlausum skærum og drepa hana er hann væri laus úr fangelsi, að því er segir í ákæru. Þá hrækti hann í andlit annars fangavarðar. Ákæran á hendur manninum er í fjórtán liðum. Hann neitaði sök við þingfestingu málsins. - jss LITLA-HRAUN Starfsfólkið sætti sífelld- um hótunum. Ríkissaksóknari ákærir karlmann um þrítugt sem hefur afplánað á Litla-Hrauni: Hótaði lífláti og limlestingum SVÍÞJÓÐ Ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands hafa kynnt til hvaða aðgerða verður gripið til stuðnings bönkunum. Aðgerðapakkinn gildir fram á næsta ár og í sumum tilfellum út árið eins og til dæmis í Finnlandi. Sænska ríkisstjórnin hefur kynnt áætlun sem miðar að því að ná jafnvægi og ró til lengri tíma á sænskum fjármálamarkaði. Ríkisstjórnin hyggst leggja fram 1.500 milljarða sænskra króna, eða jafnvirði tæplega 23.000 milljarða íslenskra króna til að styðja banka, húsnæðisfélög og íbúðalánasjóði. Upphæðin er hámarksupphæð, að sögn sænska blaðsins Dagens Nyheter. Mats Odell, fjármála- markaðsráðherra Svíþjóðar, segir að þetta séu aðgerðir til að styðja við fyrirtæki og heimili í Svíþjóð og meðal annars eigi að koma á fót sérstök- um stöðugleikasjóði. Aðgerðirnar eru tímabundnar og gilda til 30. apríl með möguleika á framlengingu til ársloka 2009. Finnska ríkisstjórnin hefur tilkynnt aðgerðaáætl- un upp á 7.500 milljarða íslenskra króna í þriggja mánaða til fimm ára ábyrgð til bankanna. Þessi áætlun gildir út næsta ár. Þessu til viðbótar kemur ýmislegt annað til greina, að sögn finnska ríkisút- varpsins YLE, eins og til dæmis að ríkið fjárfesti í bönkunum til að auka stöðugleika. Í Noregi hefur umræðan síðustu daga snúist um meint innherjasvik en talið er að starfsmenn norska bankans DnB NOR hafi fengið upplýsingar um aðgerðaáætlun norsku ríkisstjórnarinnar og tekist að selja hluti í bankanum áður en hún var kynnt fyrir rúmri viku. - ghs KYNNA AÐGERÐAPAKKA Finnsk og sænsk stjórnvöld hafa kynnt aðgerðapakka en Norðmenn kynntu sinn fyrir rúmri viku. Myndin er af öllum forsætisráðherrum á Norðurlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDEN.ORG Finnska og sænska ríkisstjórnin með aðgerðir til stuðnings bönkunum: Áætlunin gildir út næsta ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.