Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 28
28 23. október 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. LEIKSTJÓRINN ANG LEE ER 54 ÁRA. „Við gerð kínverskrar kvik- myndar gefurðu einfaldlega skipanir, enginn véfengir þig. Hér þarftu að sannfæra fólk og segja þeim af hverju þú vilt gera hlutina á ákveðinn hátt og þau véfengja þig. Lýðræði.“ Ang Lee fæddist í Taívan en for- eldrar hans fluttu þangað árið 1949 frá Kína kommúnismans. Hann leikstýrði hinni geysivinsælu kvikmynd „Crouching Tiger, Hidd- en Dragon“ og hlaut Óskarsverð- launin fyrir mynd sína „Brokeback Mountain“ árið 2006. Uppreisnin í Ungverjalandi átti sér stað milli 23. október og 10. nóvember árið 1956. Uppreisn- in hófst meðal námsmanna sem gengu mótmælagöngu í höf- uðborginni Búdapest að ung- verska þinghúsinu. Hluti náms- mannanna reyndi að koma kröf- um sínum á framfæri í ungverska útvarpinu en sá hópur var hand- tekinn. Þegar mótmælendur fyrir utan kröfðust lausnar þeirra skaut ungverska leyniþjónustan að mótmælendunum og þegar það fréttist brutust út óeirðir um allt landið. Þannig vatt mót- mælaganga námsmanna upp á sig og endaði í uppreisn gegn leppstjórn Sovétmanna í Ungverjalandi. Meðan á uppreisninni stóð var ungversku ríkisstjórninni bolað burt og þeir ríkisstarfs- menn sem voru hliðhollir Sov- étríkjunum voru fangelsaðir eða teknir af lífi. Upphaflega vildu yf- irvöld í Kreml taka upp samn- ingaviðræður en það breyttist þó fljótt og Rauði herinn réðst inn í Ungverjaland 4. nóvem- ber og barði niður uppreisn- ina. Þúsundir særðust og um 2.500 uppreisnarmenn létu lífið auk 720 sovéskra hermanna. Um 200 þúsund Ungverjar flýðu land og settust nokkrir flótta- menn að á Íslandi. Í kjölfarið minnkaði fylgi við kommúnism- ann á Vesturlöndum. ÞETTA GERÐIST: 23. OKTÓBER 1956 Ungverska byltingin hefst MERKISATBURÐIR 1938 Samband íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, er stofnað. 1976 Nýr flugvöllur við Sauðár- krók er formlega tekinn í notkun og nefndur Alex- andersflugvöllur eftir Al- exander Jóhannessyni há- skólarektor og frumkvöðli í flugmálum. Flugbraut- in var þá sú lengsta utan Keflavíkurflugvallar. 1988 Íslendingar vinna til ellefu verðlauna á heimsleikum fatlaðra sem fram fóru á Ólympíuleikvanginum í Seúl 15.-23. október. 1992 Akihito Japanskeis- ari stendur fyrstur Jap- anskeisara á kínverskri grundu. 2001 Apple kynnir i-podinn. Í tilefni af fimmtíu ára afmæli Banda- lags háskólamanna verður gefin út bók um sögu bandalagsins og segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, að gaman sé að lesa um það sem menn voru að leggja út frá í upphafi. „Það er mjög svipað því sem verið er að hugsa í dag og má þar nefna þætti eins og að auka veg háskólamenntunar sem sam- nefnara fyrir aðildarfélög og baráttu- mál sem fylgja kjarabaráttu og hags- munabaráttu hvers kyns. Á þeim tíma vissu menn ekki endilega hvað næsti maður var að gera í baráttunni og átti bandalagið því að upplýsa félaga og vera samræðuvettvangur. Svo er enn í dag.“ Bandalagið hefur stækkað í sam- ræmi við aukna menntun þjóðarinnar en mun fleiri háskólamenn eru í dag en fyrir fimmtíu árum. „Auk þess hafa ýmsar greinar færst upp á háskólastig- ið og nýjar greinar hafa skapast. Út- breiðslan og það hvað nám er orðið al- mennt hefur stóraukið fjöldann. Einn- ig grunar mig að kynjahlutföllin hafa eitthvað breyst með meiri fjölbreytni í menntun félaga,“ segir Guðlaug og nefnir að enn sé í gildi hið eilífa mark- mið að láta rödd háskólamanna heyr- ast í þjóðfélaginu og að gera sig gild- andi. Samningar hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum eru lausir og þar eru stórir hópar félagsmanna og félög sem ekki hafa fengið neina leiðréttingu á launum þótt ríkið og almennir mark- aðir hafi fengið einhverja leiðréttingu á árinu. „Það blæs ekki byrlega að vas- ast í því en það er okkur mikið kapps- mál að það sé kláruð ein umferð á lín- una og fólk sé ekki skilið eftir án leið- réttingar til margra ára. Umhverfið hefur tekið stakkaskiptum þannig að erfitt er að sjá sóknarfærin í kjarabar- áttunni nema þá helst að gæta skuli jöfnuðar,“ segir Guðlaug alvörugefin. Þrátt fyrir að hálfrar aldar afmæli bandalagsins beri upp á umbrota- tímum þá ætla félagsmenn sér ekki að láta deigan síga og halda daginn hátíð- legan. „Upp á síðkastið hefur nú mörgu fyrirmenninu orðið tíðrætt um hvað mannauður Íslands sé mikill, mennt- un hafi aukist til muna og að menntun erlendis sé góð fyrir tengslamyndun við umheiminn. Því teljum við upplagt að halda upp á það að saman er kom- inn stór hópur þeirra sem eru partur af þessum mannauði og hafa verið að sækja heim þekkingu og tengsla. Auk þess er samtakamátturinn mjög mik- ilvægur alls staðar og bandalög eiga fyllilega rétt á sér, sérstaklega í svona ólgusjó,“ segir Guðlaug ákveðin og bendir á að þegar unnið er hratt og fáir kallaðir til þá séu bandalög góður vett- vangur til að koma sér á framfæri. Auk þess að gefa út bók um sögu Bandalags háskólamanna og rafræna hátíðarútgáfu af BHM tíðindum mun verða haldið málþing um menntun í dag frá klukkan 13-16 á Grand hótel Reykjavík. Nefnist málþingið „Far- seðill til framtíðar“ og þar verður velt upp spurningunni hvort nám borgi sig. „Við viljum fullyrða að menntun borgi sig en spurt er út frá einstakl- ingnum hvort nám tryggi stöðu hans á vinnumarkaðnum og hvort það skili sér í launaumslagið. Við fáum þarna fólk frá háskólunum, úr atvinnulífinu og fólk sem hefur sótt sér menntun og verða ólík sjónarmið kynnt,“ útskýrir Guðlaug áhugasöm og hlakkar til. hrefna@frettabladid.is GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR FORMAÐUR: BANDALAG HÁSKÓLAMANNA 50 ÁRA Samtakamáttur og mannauður SAMTAKAMÁTTURINN MIKILVÆGUR Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, telur mikilvægt að allir félagsmenn fái leiðréttingu á launum þó að ástandið sé erfitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI ÞÓRA KARÍTAS ÁRNADÓTT- IR leikkona er 29 ára. BIRKIR RÚNAR GUNN- ARSSON, sundmaður með meiru, er 31 árs. MARGRÉT ÁKADÓTTIR leikkona er 58 ára. BJÖRN ÁSTMUNDS- SON, forstjóri Reykjalund- ar, er 63 ára. Ástkær eiginmaður minn og frændi, Sigurður Pétursson prentari, Hraunbæ 102 h, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 20. október. Útför verður auglýst síðar. Sóley Brynjólfsdóttir Sigurveig Alfreðsdóttir Gunnar H. Hall og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og bróðir, Marteinn Sverrisson Langatanga 2, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum 21. október. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 29. október kl. 13.00. Hrefna Kjartansdóttir Sigrún Marteinsdóttir Jakob Sigurðsson Bryndís Marteinsdóttir Haukur Páll Guðmundsson Kjartan Marteinsson Sigrún Sverrisdóttir Tomas Lindhagen Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, Vilhjálmur Fenger Nesbala 44, Seltjarnarnesi, lést þriðjudaginn 21. október. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. október nk. kl. 15.00. Kristín Fenger Björg Fenger Jón Sigurðsson Ari Fenger Helga Lilja Gunnarsdóttir Borghildur Fenger Ruth Pálsdóttir Sigurður, Styrmir og Vilhjálmur Darri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.