Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 18
18 23. október 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Íbúðalánamarkaðir FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is Eftir tæpar tvær vikur fara fram kosningar í Bandaríkjunum. Úrslit kosninganna ráðast þó ekki beint af heildarfjölda þeirra atkvæða, sem hver frambjóðandi fær, heldur óbeint því atkvæðamagnið ræður aðeins fjölda þeirra kjörmanna, sem hver frambjóðandi fær á sérstakri kjörmannasamkomu, þar sem formleg úrslit kosninganna ráðast á endanum. ■ Hve marga kjörmenn þarf til sigurs? Fjöldi kjörmanna er jafn mikill og samanlagður fjöldi þingmanna í báðum deildum bandaríska þjóðþingsins, að viðbættum þremur kjörmönnum fyrir höfuðborgina Washington. Í öldungadeild sitja hundrað þingmenn en í fulltrúadeildinni eru þeir 435. Fjöldi kjörmanna verður því 538, og til að ná meirihluta á kjörmannaþinginu þarf frambjóðandi að hafa tryggt sér atkvæði 270 kjörmanna. ■ Hvernig skiptast kjörmenn á ríkin? Hvert ríki hefur jafn marga kjörmenn og samanlagður fjöldi þingmanna þess í báðum deildum. Fjölmennustu ríkin hafa því fleiri kjörmenn en þau fámenn- ari, því fjöldi þingmanna í fulltrúadeildinni fer eftir íbúafjölda viðkomandi ríkis. Fámennustu ríkin hafa aðeins þrjá kjörmenn, en Kalifornía, fjölmennasta ríkið, er með 53 kjörmenn, og næst koma New York með 29 kjörmenn og Flórída með 25. Í kosningabaráttunni leggja frambjóðendur því mesta áherslu á þau ríki, þar sem eftir flestum kjörmönnum er að slægjast. ■ Hvernig eru kjörmenn valdir í hverju ríki? Flest ríki Bandaríkjanna hafa þann háttinn á, að allir kjör- menn þess falla í hlut þess fram- bjóðanda sem fær flest atkvæði í kosningum. Þó eru tvær undantekningar þar á: Í Maine og Nebraska er einum kjörmanni úthlut- að fyrir hvert kjördæmi innan ríkisins, og ræður þar meirihluti atkvæða í hverju kjördæmi, en tveimur kjörmönnum að auki er úthlutað til þess frambjóð- anda sem fær flest atkvæði samtals í öllum kjördæmum ríkisins. Í hverju ríki eru það síðan stjórnmálaflokkarnir sjálfir, sem sjá um að ákveða hvaða einstaklingar verða kjörmenn flokksins á kjör- mannaþinginu. FBL-GREINING: KJÖRMANNAKERFIÐ Í BANDARÍKJUNUM Flókið fyrirkomulag www.takk. is Kíktu á heimasíðuna okkar Óvissa hefur ríkt á íbúða- lánamarkaði að undan- förnu. Viðskiptaráðuneytið hefur rætt við bankastjóra nýju ríkisbankanna til að tryggja það að viðskipta- vinir fái frystingu mynt- körfulána í samræmi við tilmæli ríkisstjórnarinnar. Íbúðalánasjóður hefur fengið rýmra svigrúm til að koma til móts við fólk. Reglur á íbúðalánamarkaði eru í mótun í félags- og tryggingamála- ráðuneytinu og því virðist óljóst hver á að snúa sér og hvert þegar kemur að viðbrögðum banka við greiðsluerfiðleikum einstaklinga. Íbúðalánasjóður hefur rýmri regl- ur en áður til að koma til móts við fólk en það gildir fyrst og fremst um þá sem eru með verðtryggð innlend lán því að flutningur á myntkörfulánum frá bönkum til Íbúðalánasjóðs er ekki hafinn. Þessar reglur munu þó að sjálf- sögðu gilda um þá sem hafa mynt- körfulán þegar þar að kemur. Íbúðalánasjóður getur boðið upp á samning við lánveitanda um greiðsludreifingu fyrir og eftir greiðsluáskorun og eftir nauðung- arsölubeiðni, skuldbreytingu van- skila í nýtt lán til fimm til fimmtán ára, frestun á greiðslum, svokall- aða frystingu, í allt að þrjú ár, frestun vegna sölutregðu við kaup á annarri eign og lengingu lána um allt að fimmtán ár. Gylfi Guðmundsson, sérfræð- ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir að viðskiptavinir þurfi að vera í skil- um með lánin sín og því skuld- breyti sjóðurinn til að koma fólki í skil. Sjóðurinn geri allt sem unnt er til að verða fólki að liði. Misjafnt er eftir bönkum hversu mikla frystingu boðið er upp á og til hve langs tíma. Hjá Nýja Glitni kemur fram að farið sé yfir hvert tilfelli og metið hvernig tekið verði á því. Glitnir býður upp á að frysta afborganir íbúðalána í erlendri mynt og borga bara vexti en útfærslan er einstaklingsbund- in. Illkleift að standa í skilum Viðskiptaráðuneytið hefur rætt við bankastjóra nýju ríkisbank- anna til að tryggja að viðskipta- vinir fái þjónustu í samræmi við tilmæli ríkisstjórnarinnar. Bankarnir segja að Íbúðalána- sjóður eigi að snúa sér til þeirra þegar spurt er um flutning íbúða- lána en Einar Örn Stefánsson, upp- lýsingafulltrúi Íbúðalánasjóðs, sagði í Fréttablaðinu nýlega að gert væri ráð fyrir að bankarnir leituðu til Íbúðalánasjóðs. Sam- kvæmt upplýsingum hjá Nýja Glitni er hins vegar gert ráð fyrir að Íbúðalánasjóður setji sig í sam- band við bankana. Sjóðurinn hafi ekki óskað eftir því enn sem komið er að taka yfir þessi lán. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir að staða skuldunauts breytist ekki mikið við yfirfærslu á húsnæðisláni frá banka til Íbúðalánasjóðs, batni þó kannski eitthvað því að Íbúðalána- sjóður hafi meiri sveigjanleika, til dæmis til að fresta greiðslum, en bankarnir. Gylfi segir að ekki liggi fyrir hvernig verði tekið á erlendu lánunum. Lántak- endum sé illkleift að standa í skil- um miðað við núverandi gengi og veðin að baki lánunum séu minni en láns- upphæðin. Vænt- anlega þurfi Íbúðalánasjóður að fá lánin með afföllum sem þýði tap fyrir gömlu bankana á sínum gömlu kennitölum en búi til svig- rúm fyrir Íbúðalánasjóð til að semja um nauðasamning við lán- takandann. „Í einhverjum tilfellum eru lán- takendurnir hreinlega gjaldþrota og þá verður að afskrifa þessi lán. Það er ekki ljóst hvort það verður hlutverk þrotabúa bankanna eða hvort það verður hlutverk Íbúða- lánasjóðs,“ segir Gylfi. Við erum bara rétt að byrja að vinda ofan af þessu. Enn eru marg- ir óvissuþættir. „Ef gengi krón- unnar helst skaplegt er kannski von til að margir geti staðið í skil- um en ef það verður jafnslæmt og það var um það leyti sem banka- kerfið hrundi þá eru augljóslega margir sem geta ekki greitt.“ Staða skuldunauta breytist ekki mikið ÚTLÁN AUKAST UM HELMING Heildarútlán Íbúðalánasjóðs hafa aukist um tæplega helming upp á síðkastið. Heildarútlánin námu tæpum átta milljörðum í september, þar af voru 5,6 millj- arðar vegna almennra lána og tæpir 2,4 milljarðar vegna leigu- íbúðalána. Heildarútlán sjóðsins námu rúmum 22 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Ægir Geirdal Gíslason, íbúi í Vogun- um, óskaði nýlega eftir aðstoð frá Íbúðalánasjóði áður en til vanskila kæmi og gerði það í gegnum við- skiptabankann sinn. Ægir stendur í skilum en óttaðist að það geti breyst. Hann trúði loforðum ráða- manna og óskaði eftir frystingu hjá Íbúðalánasjóði og vildi borga bara vexti í ákveðinn árafjölda. Ægir vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og hafði því samband við viðskiptabankann sinn, skilaði inn tilskyldum gögnum og fékk svo það svar að bankinn hefði ekki sent erindið til Íbúða- lánasjóðs vegna þess að sam- kvæmt tölvuforriti bankans gæti hann ekki hafa staðið í skilum. TÖLVUFORRITIÐ HINDRAÐI FRYSTINGU RÉTT AÐ BYRJA „Við erum bara rétt að byrja að vinda ofan af þessu,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. „Ef gengi krónunnar helst skaplegt er kannski von til að margir geti staðið í skilum.“ BÝÐUR UPP Á SAMNING Íbúðalánasjóður getur boðið upp á samning við lánveit- anda um greiðsludreifingu fyrir og eftir greiðsluáskorun, skuldbreytingu vanskila og margt fleira. GYLFI MAGN- ÚSSON, dósent við HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.