Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 56
40 23. október 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is > GRASKER Í ALLT MÖGULEGT Flestir tengja grasker við hrekkjavökuna sem er í lok októbermánaðar. Grasker er þó ekki aðeins fallegt skraut heldur nýt- ist vel til ýmiss konar matargerðar svo sem súpur, grænmetisrétti og kökur. Fræin eru einnig ljúffengt snakk, bæði ristuð eða fersk. Til að flýta fyrir mat- reiðslunni er hægt að kaupa graskersmauk í dós sem hentar til dæmis vel í ljúf- fenga graskersböku. Fylltar kartöflur eða „jacket potato“ eru bæði ljúffengar og ódýrar. Þær geta bæði verið með- læti eða aðalréttur því með mis- munandi fyllingum má búa til fjöl- breyttar máltíðir sem innihalda bæði kolvetni, prótín og fitu. Hægt er að nota nánast hvað sem hugurinn girnist á kartöflurn- ar, en eftirfarandi er hugmynd að fyllingu sem er bæði einföld og ódýr. Bökunarkartafla með túnfiskfyllingu f. fjóra 4 bökunarkartöflur 2 dósir túnfiskur í vatni 1 rauðlaukur Sýrður rjómi eða kotasæla eftir smekk Stillið ofninn á 200°C. Þvoið kartöfl- urnar vel, þurrkið og stingið í gegnum hýðið með hníf á nokkrum stöðum. Nuddið smá olíu utan á hverja kart- öflu, raðið þeim á bökunarplötu og saltið. Bakið í 1 og 1/2 klukkustund, eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn. Skerið rauðlaukinn smátt og bland- ið við túnfiskinn og sýrða rjómann eða kotasæluna. Smakkið til með salti og pipar. Skerið kartöflurnar í tvennt svo þær opnist án þess að helmingarnir detti í sundur, setjið fyllinguna á milli og njótið vel. Fylltar kartöflur Það er algjör óþarfi að henda eplum sem eru aðeins farin að mýkjast. Í staðinn er hægt að töfra fram ljúffengan og einfaldan eft- irrétt sem gleður alla fjölskyld- una. Ef eplin eru til staðar er ekki ólíklegt að þú eigir allt annað sem þarf í uppskriftina nú þegar. Einföld eplakaka 35 g heilir hafrar 35 g heilhveiti eða spelt 20 g hrásykur 35 g kalt smjör 400 g epli 50 g sykur 1 msk. vatn Hitið ofninn að 190° C. Flysjið eplin, kjarnhreinsið og skerið í grófa bita. Hitið eplin á pönnu við lágan hita í 5 mínútur með sykrinum og vatninu. Setjið í eldfast mót. Blandið hveitinu og höfrunum í skál, skerið smjörið í litla bita og bætið út í. Hnoðið blönduna saman með fingrunum og bætið sykrinum út í. Stráið hafra- og hveitiblöndunni yfir eplin og bakið í 20 mínútur. Einföld eplakaka GÓÐUR EFTIRRÉTTUR Eplakakan er fljót- leg í framkvæmd og ef heppnin er með þér áttu allt sem til þarf nú þegar. „Það er gríðarleg aðsókn í hádeg- inu, en við leggjum megináherslu á hádegisverðinn,“ segir Hákon Már Örvarsson, yfirkokkur á veit- ingastaðnum Gló. Staðurinn er til húsa í Listhúsinu í Laugardal, sama húsi og Rope Yoga-setrið, en hvort tveggja er í eigu hjónanna Guðna Gunnarssonar og Guðlaug- ar Pétursdóttur. Hákon tók við eldhúsinu á Gló í vor, en áður starfaði hann sem yfirkokkur á Hótel Holti, veitinga- staðnum Vox og er margverðlaun- aður matreiðslumeistari. Síðast- liðin tvö ár hefur hann verið búsettur í Bandaríkjunum þar sem hann vann meðal annars í verkefnum á vegum Iceland Nat- urally við að kynna íslenska mat- argerð út á við og þegar blaðamað- ur náði tali af honum var hann nýkominn frá Manhattan þar sem hann var að elda á vegum Samein- uðu þjóðanna. Á Gló er lagt mikið upp úr holl- um og nærringarríkum mat og aðspurður segir Hákon mat- reiðsluna ekki svo frábrugðna því sem hann hefur vanist. „Tæknin er sú sama en maður er meira heilsuþenkjandi við matargerðina. Við bjóðum upp á rétt dagsins sem er annaðhvort kjöt, fiskur og grænmetisréttur, og við erum allt- af með góða súpu, brauð og humm- us. Fólk getur svo valið sér mis- munandi salöt sem við reynum að hafa í takt við árstíðirnar og það sem er í boði hverju sinni,“ útskýr- ir Hákon. „Svo erum við alltaf með heimalagaðar kökur úr náttúru- legum afurðum sem við reynum að halda í hollari kantinum, en bjóðum þó upp á rjóma með þeim. Við erum heilsuþenkjandi staður án þess að vera með neinar öfgar svo það er matur fyrir alla hérna,“ segir Hákon að lokum. - ag Megináherslan á hádegismatinn FYLLTAR KARTÖFLUR Bæði ljúffengar og ódýrar. Inga Heiða Hjörleifsdóttir er nýjungagjörn í eldhús- inu. Hún gerir jógúrt heima hjá sér og keypti sér nýlega gamla ísvél. „Húsmóðirin er að koma upp í mér svona í seinni tíð,“ segir Inga Heiða Hjörleifsdóttir, sem er 28 ára mannfræðinemi í Háskóla Íslands. „Það er eiginlega rifist um að elda á þessi heimili því mér og kærastanum mínum finnst það báðum svo gaman. Við eldum yfir- leitt frekar hollan mat, aðallega grænmeti, kjúkling og fisk, en lítið af rauðu kjöti, þó svo að lifrin hafi komið sterk inn í haust,“ segir Inga sem er í sambúð með Greg Barrett sem starfar sem leirkerasmiður. „Við borðum eiginlega alltaf fulla máltíð í hádeginu saman. Við gerum til dæmis mikið af þykkum grænmetissúpum og mér finnst graskerssúpa rosalega góð. Svo bökum við speltbrauð nánast annan hvern dag upp úr bókinni hennar Sollu og bætum ýmsu út í það. Greg gerði til dæmis einu sinni brauð úr japönskum þang- blöðum sem var mjög gott,“ útskýrir Inga sem gaf okkur upp- skrift að heimagerðri grískri jóg- úrt. „Ég er veik fyrir heimilistækj- um og þegar ég heyrði af jógúrt- vélum langaði mig í eina slíka. Þær eru ekki til á landinu svo ég fór að fletta upp á netinu og sá þá að það er hægt að gera jógúrt heima hjá sér án þess að eiga vél. Svo prófaði ég og það er bara ekkert mál,“ segir Inga og ítrekar að nauðsyn- legt sé að gæta fyllsta hreinlætis og hreinsa ílátin með sjóðandi vatni áður en hafist er handa. „Nýj- asta tækið á heimilinu er handknú- in ísvél frá 1980 sem ég keypti á eBay. Hún hefur verið notuð mjög mikið frá því að ég keypti hana og ég hef til dæmis gert jógúrtís úr heimagerðu jógúrtinni. Þá hita ég stundum frosin hind- ber á pönnu með hunangi og set út í ísinn, sem er alveg geggjaður,“ bætir hún við. „Jógúrtin sem maður gerir sjálfur er betri en sú sem maður kaupir í búð og geym- ist í rúma viku í kæli. Einn lítri klárast á örfáum dögum, en svo passar maður sig bara að eiga tvær matskeiðar eftir til þess að gera meira og maður þarf aldrei að kaupa jógúrt aftur. Það er eitthvað svo mikil hversdagsrómantík að borða eigin jógúrt og frábært að vera svolítið sjálfbær,“ segir Inga að lokum. alma@frettabladid.is Býr til gríska jógúrt HOLLUR OG NÆRRINGARRÍKUR MATUR Á Gló er boðið upp á holla rétti og kökur úr náttúrulegum afurðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR V. ANDRÉSSON Heimagerð grísk jógúrt: 1 l mjólk (Helst nýmjólk eða lífræn, en það er hægt að nota léttmjólk) 2 msk. hrein jógúrt (lífræn eða venjuleg) Mjólkin er hituð í potti á meðalháum hita þangað til loftbólur byrja að myndast á jaðrinum og það rýkur úr henni. Mjólkin er þá sett í skál eða könnu sem er búið að þvo vel upp úr sjóðandi vatni og kæld niður í 43-46° C. Ég nota leirkönnu. Maður getur annaðhvort notað hitamæli eða bara puttana eins og Grikkirnir. Mjólkin er svo tilbúin þegar maður getur haldið puttanum í henni í tuttugu sekúndur. Næst setur maður jógúrtina í litla skál, smá heita mjólk með og hrærir vel. Blöndunni er svo hellt rólega út í mjólk- ina og öllu hrært vel saman. Þá er bara að setja blönduna á hlýjan stað í sex til átta klukkustundir, eða yfir nótt. Ég nota bakarofn með ofnljósinu, á 45° C, eða hitabrúsa. Athugið að ofninn þarf að vera heitur þegar blandan fer inn. Þegar jógúrtin er orðin stíf er plastfilma sett yfir og inn í ísskáp í um það bil sex klukkutíma. Það kemur smá skán sem maður tekur af. Ef jógúrtin er ekki nógu þykk er hægt að setja hana í baðmullargrisju yfir skál og láta vökvann drjúpa af. Þá er þykka gríska heimagerða jógúrtin tilbúin og maður getur sett hun- ang, ávexti, múslí eða sultu út á hana. Ég blanda oft sykurlausri hindberjasultu út í, sem er mjög gott. Þessi er líka miklu betri en sú sem maður kaupir í búð. Geymist í rúma viku – einn lítri er búinn á örfáum dögum. LJÚFFENG JÓGÚRT Inga Heiða borðar gjarnan heima- gerðu jógúrtina upp úr japanskri leirskál sem Greg Barrett, kærastinn hennar, bjó til en hann starfar sem leirkerasmiður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hinar vinsælu barna-afmæliskökur færðu hjá okkur Opnunartíminn er sem hér segir: Mánud.til föstud. Kl.7.30 – 18.00 Laugardag Kl.8.00-16.00 Sunnudag kl. 9.00 – 16.00 Iðnbúð 2 - Garðabæ - sími: 565 8070 Þú getur séð fleiri myndir inn á: www.okkarbakari.is batman, barbie, dóra, pirates of the caribian, litla hafmeyjan, kærleiksbangsarnir og margar fleiri disney fígúrur. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ég held ég gæti ekki verið án fisks og góðs kaffis. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Ég er nýbúin að vera í afskaplega góðri máltíð hjá systur minni og mági á Blöndu- ósi. Þar fékk ég svartfugl skotinn af mági mínum. Sósan var algjört lostæti, en í henni leyndist meðal annars Grand Marnier og bláber úr sveitunum í kring. Svo finnst mér allt gott sem Maggi bróðir minn eldar. Hann bjó lengi í Frakklandi og eldar mjög franskan og skemmtilegan mat. Ég hef aldrei fengið neitt vont hjá honum, það er alltaf veislumatur. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Nei, ég er svolítil alæta á mat og borða eiginlega bara allt. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Íslenskt smjör, rjómi og fersk krydd ef þau leynast í ísskápnum eða úti í glugga. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Nýkreistan safa úr safapress- unni, með bláberjum. Ég er búin að vera svolítið blá- berjasjúk þetta haustið. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Við fjölskyldan erum mikið á ferðinni, en reynum alltaf að eiga morgunmat, smjör, osta og aðrar mjólkurvörur. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ætli ég tæki ekki bara safapress- una sem við hjónin fengum í brúðkaupsgjöf. Þetta væri þá vonandi mjög gróðursæl og frjósöm eyja með ávöxtum og grænmeti. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Þegar ég var í Togo í Afríku fyrir einu ári síðan fengum við alls kyns skemmtilegan og góðan mat, þó svo að maður vissi ekki alltaf hvað maður væri að borða. Ætli fisk- hausar með kúskús sé ekki það skrítnasta. MATGÆÐINGURINN LINDA ÁSGEIRSDÓTTIR LEIKKONA Er hrifin af íslenskum bláberjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.