Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 52
36 23. október 2008 FIMMTUDAGUR Einar Kárason heldur áfram að sækja í atburði sturlungaaldar í nýrri skáldsögu sinni sem kom út í gær, Ofsa. Fyrsta atlaga hans að söguefnum úr þeim mikla sagnabálki var hinn frábæri Óvinafagnaður sem kom úr smiðju skáldsins haustið 2001 þar sem Einar fylgdi Þórði kakala eftir frá hingaðkomu hans úr Nor- egi í kjölfar Örlygsstaðabardaga og nokkuð framyfir hin afdrifaríku átök þeirra Þórðar og Kolbeins unga í Húnaflóa. Nú beinir hann sjónum sínum að Gissuri Þorvalds- syni, síðar jarli, og örlögum hans. Sagan markast aftur af siglingu út, heimkomu Gissurar eftir dvöl hans með Þórði kakala við hirð Noregskonungs sem vildi stilla til friðar í landinu milli hinna harð- skeyttu ættbálka sem hér tókust á, sneri Gissuri til friðarvilja sem hann fylgdi eftir hingað kominn, en kom fyrir ekki: Ofsinn, sem nýr kafli í umortri Sturlungu Einars Kárasonar heitir eftir, er Eyjólfur ofsi, sá sem sótti Flugumýri heim á köldum morgni á þriðja degi sátta- brúðkaups milli Haukdæla og Sturlunga, reyndi að ráðast þar inngöngu með fámennt lið og um síðir brenndi bæinn niður í grimmdaræði hefndar og skaddaðs sóma. Þetta er ekkert smástöff. Einar gat ekki rápað inn í efnisrík- ari bók en Sturlungu í leit sinni að söguefni. Þetta er ekki löng skáldsaga og lýtur sömu frásagnartækni og Einar sótti til Faulkners á sínum tíma þegar Óvinafagnaður var í smíðum: hér skiptist sagan eftir röddum nokkurra sögupersóna sem rekja framvinduna nokkurn veginn í tímaröð. Í samanburði verkanna tveggja kemur í ljós að tök skáldsins á forminu herðast enn, frásagnarmátinn leikur honum nú betur í hendi, sjö árum síðar. Talsmáti og stílsnið reynist við nánari skoðun á Óvinafagnaði vera nokkuð einsleitt garn, háir og lágir, karlar og konur tala í svipuðum stíl á þeirri bók. Hér þróar skáldið ein- talið enn frekar og skilur meira á milli, leikur í fleiri tóntegundum, greinir raddir í sundur og gefur þeim sjálfstæði. Einar er sem fyrr naskur á að smíða stórtíðindi úr litlu efni: örfá- ar línur í texta Sturlu Þórðarsonar verða honum efni í mikinn harm og grimm örlög í persónu eins og Hall- fríðar Garðafylju, konunnar sem fóstraði syni Gissurs og Gróu, kon- unnar sem tekur móti Gissuri úr kerinu og kemur honum til lífs. Það eru ekki nema stórskáld sem geta snúið svo stóra sögu, svo mikinn háska, úr fáeinum orðum, óskýrri mynd. Skáldið stígur inn í persónu, víkkar hana út, skýrir forsendur, gerðir og afleiðingu. Eins leikur hann Hrafn Oddsson, Eyjólf ofsa, Kolbein grön og gerir úr stóra epíska karaktera sem endurfæðast í mót inn í Sturlungu sjálfa, hinn knappa og orðfáa stíl þrettándu aldar. Og skáldið leiðréttir sig hafi mis- tök orðið samanber lýsingu á skrif- stofu Sturlu Þórðarsonar í fyrri bókinni, „blaðastafli“ verður „skinnhlaði“ svo lýsingin verði kórrétt en ekki tímavilla. Allt er hér feikivel gert. Ofbeld- ið er stillt í lýsingum, stundum dregið úr, eins og í hinum hroða- legu lýsingum frumtextans á líkum Gróu og Ísleifs, stundum bætt í eins og í grimmdarleik með lík brúðgumans unga í svaðinu við Flugumýri eftir brunann. Má þá finna að einhverju? Hér eru sýnilega að dragast saman í þríleik eða fjórleik verk unnin úr borgarastyrjöldinni sem hér var um nær aldar bil. Eintalsformið, játninguna, hugleiðingu, sem ligg- ur til grundvallar framsetningu sögunnar er skáldið að dýpka: þanninn er persónulýsing Ofsans hyldjúp, vandi Hrafns stór, frýjun- arhugur konu á borð við Þuríði Sturludóttur skýr. Harkan er næst Einari, skyldan ljós. það er helst í veiklyndinu, brotinu á skurninni sem hann þarf að sækja sig á þótt naumur stíll sem gefur í skyn láti vel í huga hans og hendi um þessar mundir, betur en í fyrsta verkinu. Hann hefur reynst mistækur í verkum sínum alla tíð en er með þessum áfanga að marka sér bás sem einn af hinum miklu höfund- um íslenskrar sagnaritunar, þótt hann haldi sig við löngu liðin tíð- indi. Öðrum er þá ætlað að skyggna þá vargöld sem nú stendur, þótt engum treysti ég betur til að skíra þá blendnu tíma en Einari Kára- syni, sjóuðum úr leiðangrinum í Jónsbók. En það er önnur saga, þessi saga, Ofsi, er merki um full- þroska höfund og er sómi okkar dögum. Páll Baldvin Baldvinsson Meistarans tök á eldri sögu BÓKMENNTIR Ofsi Skáldsaga eftir Einar Kárason Mál og menning ★★★★★ Þroskað framhald Óvinafagnaðar, meistaralega unnið verk BÓKMENNTIR Einar Kárason skáld „einn af hinum stóru höfundum íslenskrar sagnaritunar“. Tímaritið Art Review gefur ár hvert út lista um áhrifamenn í hinum alþjóðlega myndlistarheimi og birtist hann í nóvemberheftinu. Þar er efstur Damien Hirst og fyrirtæki hans Science. Galleríistar og stjórar listasafna eru svo í efstu sætum, þeirra á meðal Iwan Wirth sem styrkti gerð heimildarmyndar Hilmars Oddssonar um Dieter Roth sem frumsýnd var á dögun- um. Myndhöggvarinn Richard Serra, höf- undur Áfanga í Viðey, er í 33. sæti, Hans Ulrich Obrist sýningarstjóri sem hér hefur starfað í 35. sætinu en Ólafur Elías- son er nú risinn í 50. sæti. Fátt norrænna manna er á listanum, sýningarstjórinn sænski Daniel Birnbaum er þó í 13. sæti en Francesca von Habsburg sem hingað kemur að staðaldri er í 89. sæti. - pbb Ólafur rís á lista Ólafur Elíasson HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 23. október ➜ Tónleikar 12.15 Hádegistónleikar Kvartett Óskars Guðjónssonar flytur tónlist eftir Jón Múla Árnason í Vonarsal SÁÁ við Efstaleiti. 20.00 Fimmtudagsforleikur Hljóm sveitirnar Swive, Hughrif og The Costum koma fram í Hinu hús- inu, Pósthússtræti 3-5. Aldurs tak- mark 16 ára, ókeypis aðgangur. 20.30 Friðrik Ómar verður með tónleika í Akureyrarkirkju þar sem hann flytur vinsæl dægurlög ásamt Grétari Örvarssyni. 20.30 Bubbi Morthens verður með tónleika í Urðarbrunni, hátíð- arsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Garðatorgi 7. 20.30 Margot Kiis og Gunnar Hrafnsson flytja erlend og ís lensk djasslög í tónlistarhúsinu Laugar- borg í Eyjafjarðarsveit. 21.00 Kvartettinn HeiðAndréScot- Toggi og hljómsveitin „Dance with me“ koma fram á Café Rósenberg við Klapparstíg. Jazzklúbburinn Múl- inn stendur fyrir viðburðinum. 21.00 Útgáfu- tónleikar KK verður með tónleika í tilefni af útgáfu plöt- unnar „Svona eru menn“, í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi. 22.00 Bít Box Börkur Birgisson, Daði Birgisson stýra hip hop projecti ásamt Pétri Sigurðssyni, Kristni Agnars syni og Steinari Sigurðarsyni. Aðgangur ókeypis, Glaumbar, Tryggva götu 20. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Bundið og bætt Rannver H. Hannesson og Örn Hrafnkelsson fjalla um viðgerðir á bókum og hand ritum í Lands- bókasafni fyrr á öld um. Fyrirlesturinn fer fram í fyrir lestrasal Þjóðarbók hlöðunnar, Arngrímsgötu 3. ➜ Sýningar 20.00 Reykvíska eldhúsið Sýning um mat og mataræði Reykvíkinga á 20. öld í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10. Á fimmtudagskvöld- um er leiðsögn um sýninguna kl. 20.00. Opið virka daga 9.00-18.00, á fimmtudögum er opið til 22.00 og um helgar 12.00-17.00. Ó vissi tími Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir tvö vídeóverk í Gallerí Dverg, Grundarstíg 21. Sýningin stendur til 1. nóv og er opin fim.-lau. kl. 14.00- 17.00. ➜ Myndlist Myndverk án titils Ólafur Lárusson sýnir í verslun og veitingastofu Þjóð- menningarhússins, Hvefisgötu 15. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11.00-17.00 Picasso á Íslandi Styttan „Jacqueline með gulan borða“ eftir Picasso er til sýnis á Listasafni Árnesinga ásamt verkum 26 íslenskra listamanna þar sem gætir áhrifa frá listamanninum. Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði. opið fim.-sun. 12.00- 18.00. Aðgangur ókeypis. Línan - ferð án fyrirheits Ingunn St. Svavarsdóttir Yst sýnir verk á Café Karólínu, Kaupvangsstræti 23. Sýningin stendur til 31. okt. Sólveig Eggertz sýnir akrýlmyndir í menningarsal Hrafnistu við Laugar- ás. Sýningin stend ur til 10. nóv. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is í samstarfi við Borg arleikhúsið kynnir: Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jared Gradinger Sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins Tryggðu þér miða núna! 568 8000 / midi.is PRIVATE DANCER www.panicproductions.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 29. október kl. 14 - FORSÝNING 30. október kl. 20 - UPPSELT 1. nóvember kl. 15 2. nóvember kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar! Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 26/10 uppselt Macbeth William Shakespeare Blóð vill blóð... fös. 24/10 uppselt Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning sun. 26/10 örfá sæti laus, sýningum fer fækkandi Hart í bak Jökull Jakobsson Mögnuð sýning. , EB FBL. fim. 23/10, föst 24/10 uppselt uppselt á næstu tíu sýningar! www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning í Kassanum forsýn. 22/10 uppselt, frumsýn. 24/10 uppselt lau. 25/10 uppselt Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason lau. 25/10, sýningum að ljúka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.