Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 23. október 2008 — 290. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég á margar gerðir af þessum ullarbuxum sem kona norður í landi prjónaði fyrir mig. Ég eign-aðist fyrstu buxurnar fyrir tæpum tveimur árum og hef notað þær nær samfleytt síðan − vetur, sumar, vor og haust,“ segir Judith ánægð. Buxurnar h með pilsi,“ útskýrir Judith en hún hefur notað buxurnar jafnt í úti-legu og sem tískufatnað. „Auk þess er ég mikið fyrir ull og mig klæjar ekki undan henni.“Buxurnar sem Judith klæðist ámyndinni eru með liJ verkefnið mitt en áður hannaði ég búninga fyrir leiksýningu sem heitir Vinir og var frumsýnd í ágúst. Það er frábært að fá að byrja í Þjóðleikhúsinu en é kbara h i Sérsaumaðar ullarbuxur notaðar við hvert tilefni Búningahönnuðurinn Judith Amalía Jóhannsdóttir hefur gaman af fötum í ýmsu tilliti en auk þess að hafa skemmtilegan fatastíl hannar hún búninga fyrir leikhús. Forláta ullarbuxur eru uppáhaldið. Fatastíll Judithar hefur víða vakið athygli en hún hefur gaman af að klæðast litríkum fatnaði og mismunandi efnum. Hér klæðist hún glitrandi ullarbuxum og bomsum utan yfir skóna, líkt og notaðar voru á stríðsárunum, en Judith er dugleg við að nýta gamla hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR REYKINGAR Íslendinga eru ekki eins miklar í ár og á síðasta ári samkvæmt niðurstöðu könnunar sem Capacent Gallup gerðir fyrir Lýðheilsustöð. Tíðni daglegra reykinga fullorðinna hefur lækk- að úr 19,0 prósentum árið 2007 í 17,6 prósent 2008 og munar mest um að færri konur reykja. TILBOÐ VIKUNNAR Patti lagersala verð áðu 219 kr.129.900,- aðeins Sofasett 3+1+1 Meistarans tök á eldri sögu Ritdómur um nýja skáldsögu Einars Kárasonar, Ofsa. MENNING 36 veljum íslensktFIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 JUDITH AMALÍA JÓHANNSDÓTTIR Búningahönnuður með skemmtilegan fatastíl • tíska • heimili • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS VELJUM ÍSLENSKT Lostæti, listmunir og dýrindis tískuvara Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Opið til 21 Vinnur með Brad Pitt Heba Þórisdóttir farðar Brad Pitt í næstu mynd Quentins Tarantino. FÓLK 54 Engan hvítþvott Fráleitt væri að ríkisstjórnin gæfi sjálf út hvítbók um efnahagshrun- ið, hún yrði sennilega hvítþvottar- bók, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 24 SKAPTI ÓLAFSSON Beið í 64 ár eftir að gefa út plötu Áttræður og man tímana tvenna FÓLK 42 STORMVIÐVÖRUN! Í fyrstu verður norðaustan stormur á Vestfjörðum en sunnan og suðvestantil síðdegis. Rigning syðra en slydda eða snjó- koma vestan til. Úrkomulítið á Norðausturlandi. Hiti 0-5 stig. VEÐUR 4 2 0 0 4 2 Meistaradeild Evrópu Misjafnt gengi hjá ensku liðunum en Börsungar buðu til marka- veislu. ÍÞRÓTTIR 48 VEÐRIÐ Í DAG MÓTMÆLI „Við teljum þetta raunhæfa áætlun til að hafa veruleg áhrif á almenning í Bretlandi sem hefur alls ekki verið upplýstur um sannleika málsins,“ segir Ólafur Elíasson tónlistarmaður og einn aðstandenda hreyfingar sem berst fyrir bættri ímynd Íslands í Bretlandi. Hreyfingin hefur opnað heimasíðu á slóðinni indefence.is þar sem Íslendingar eru hvattir til að undirrita yfirlýsingu til bresku þjóðarinnar. Í yfirlýsingunni segir að Gordon Brown, forsætisráð- herra Breta, hafi á óréttmætan hátt beitt hryðju- verkalögum gegn Íslendingum til að þjóna pólitísk- um skammtímahagsmunum sínum. Þetta hafi breytt grafalvarlegri stöðu í efnahagshrun sem snerti bæði íslenskar og breskar fjölskyldur. „Gordon Brown hefur tekist að spinna þetta svona fyrst og fremst vegna þess að almenningur í Bretlandi er ekki upplýstur um sjónarmið Íslendinga,“ segir Ólafur. Hann segir Breta eiga erfitt með að sætta sig við að á þá sé litið sem yfirgangssama rudda. „Sérstaklega þar sem þetta er að gerast í krafti umdeildra hryðjuverkalaga.“ Ólafur segir einstakt að þjóð ávarpi aðra þjóð með þessum hætti. Í gærkvöldi höfðu tæplega nítján þúsund Íslendingar skrifað undir yfirlýsinguna á vefsíðunni indefence.is. - ovd Óska aðstoðar bresks almennings til að stöðva misbeitingu hryðjuverkalaga: Íslendingar ekki hryðjuverkamenn SKÝR SKILABOÐ Auður Ýr Geirsdóttir, starfsmaður Sushibarsins við Laugaveg, er ekki hryðjuverkamaður. Tæplega 19 þúsund einstaklingar höfðu skráð nafn sitt á undirskriftalistann klukkan sex í gær. MYND/LUKKA SIGURÐARDÓTTIR FÓLK Húsfylli var í Iðusölum við Lækjargötu í gær þegar leikar- arnir Frank Hvam, Casper Christensen og Iben Hjejle úr dönsku gamanþáttunum Klovn buðu fjölmiðlum og aðdáendum á sérstaka forsýningu á hluta af sjöttu þáttaröð Klovn sem væntanleg er á skjáinn innan skamms. Tilefni komu leikaranna til landsins var einnig útgáfa fimmtu þáttaraðar Klovn á DVD þann 4. nóvember næstkomandi. - kg Danskir sprellarar á Íslandi: Klovn vöktu al- menna kátínu LÍF OG FJÖR Góður rómur var gerður að gamanmálum Klovn-leikaranna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stórlán kallar fátækt yfir Ísland „Ég mun aldrei í lífinu samþykkja stórt lán sem kallar fátækt yfir Ísland,“ segir Pétur H. Blöndal alþingismaður. Hann hefur greint frá þessari skoðun sinni í þingflokki sjálfstæðismanna. Pétur segir að fjörutíu ár hafi tekið að byggja upp íslenska lífeyr- issjóðakerfið „og nú á ef til vill að greiða út á einu bretti sem nemur helmingnum af því sem safnað hefur verið í áratugi með miklum fórnum“. „Ég tel mig hafa nokkuð traust- ar heimildir fyrir því að meðal skil- yrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé að Íslendingar hafi náð sátt við Breta, vegna Icesave-reikninganna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna. Hann segir að fallast megi á að taka erlend lán til að gjaldeyrisviðskipti gangi eðli- lega fyrir sig. „En ég vil ekki vera sá maður að bera ábyrgð á því að ís- lenska þjóðin gangi í ábyrgðir vegna þessara innlánsreikninga fjárglæfra- manna erlendis.“ - ikh / sjá bls. 4 STJÓRNMÁL „Við höfum ekki fallist á þessi lögfræðilegu rök sem þeir tefla fram,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um viðræður Íslendinga og Breta um lausn bankadeilunnar sem reis í kjölfar yfirtöku íslensku viðskiptabank- anna. Geir vill ekki svara því hvort þíða sé í samskiptum stjórnmála- og embættismanna ríkjanna en leggur áherslu á nauðsyn þess að ræðst sé við. Öðru vísi fáist ekki botn í málin. „En ég tel að þeir hafi sýnt okkur alveg fádæma hörku sem Íslendingum of- býður.“ Geir kveðst ekki geta sagt til um hvort hann sjái fyrir endann á málinu og ítrekar að eðlilegt sé að réttarágreiningur sé leystur fyrir dómstólum. Viðræðunefndir ríkjanna rædd- ust við á löngum fundi í Reykja- vík í gær og halda viðræður áfram í dag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins krefjast bresk stjórn- völd þess að eignir Landsbankans í Bretlandi verði nýttar til að standa undir öðrum skuldbind- ingum bankans í landinu en kostn- aði vegna Icesave reikninga. Það er þvert á hugsun neyðarlaganna sem gera ráð fyrir að eignirnar mæti innstæðum Icesave. Geir segist ekki geta staðfest þetta. Vinna við nýja þjóðhagsspá tefur formlega ákvörðun um að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. „Það þarf að meta ýmislegt sem er hugsanlega gjörbreytt frá því sem áður var þannig að það er heilmikið verk eftir og ákveðið vandamál að spá fyrir um tölur,“ segir Geir. Þó sé ljóst að þjóðar- framleiðslan muni dragast saman og atvinnuleysi aukast. „Síðan fer verðbólgan eftir því hvernig tekst að koma jafnvægi á gengið.“ - bþs, ghs Ísland fellst ekki á lagarök Bretanna Lausn á bankadeilu Íslendinga og Breta er ekki í sjónmáli. Viðræðum verður framhaldið í dag. Málaferli koma enn til greina. Forsætisráðherra segir Breta hafa sýnt fádæma hörku sem ofbjóði Íslendingum. Þjóðhagsspár er enn beðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.