Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 50
34 23. október 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jó- hannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leik- mynd og búninga annast Grétar Reynisson. Sigurður Pálsson er eitt þekkt- asta leikskáld okkar, en auk leikrita hefur hann sent frá sér þrettán ljóðabækur og þrjár skáldsögur. Hann hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin árið 2007 fyrir Minnis- bók. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit Sig- urðar, Edith Piaf, við miklar vinsældir fyrir fáum árum. Leikrit hans hafa einnig meðal annars verið sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem sýndi Einhver í dyrunum, Völundarhús og Hótel Þingvelli, og Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands, sem sýndi Tattú, Miðjarðarför, Hlaupvídd sex og Undir suðvesturhimni. Í ljóðum sínum, leikritum og prósaverkum hefur Sigurður gjarn- an opnað okkur nýjar og óvæntar leiðir til að skynja veruleikann og öðlast nýja sýn, ekki síst með snjallri meðferð máls sem sviptir í nýju samhengi hulunni af merking- unni. Í Utan gátta leiðir Sigurður, með sínum einstæða húmor, áhorf- endur inn í heim þar sem rótað er upp í hugmyndum okkar um tilvist mannsins og möguleika leikhúss- ins. Í Utan gátta hefur texti Sigurð- ar sig á flug í meðförum afburða leikara, svo úr verður hreint „snar- skemmtileg“ sýning sem ögrar og kætir skilningarvitin. Hann lýsir ætlun sinni með verkinu svo í aðfar- arorðum að verkinu í útgáfu Þjóð- leikhússins: „Tveggja radda ver- öld. Raddir sem ég skrifaði niður án þess að vita neitt annað en það sem þær sögðu, ekki mér, heldur hvor annarri, fastar í sinni veröld. Svo strikaði ég allt út nema það sem neitaði að láta strika sig út, heimtaði að fá að hljóma og heyr- ast. Ég treysti á þessar raddir, eins vitlausar og þær voru, furðulegar, framandi og kunnuglegar í senn, ættaðar af svæðinu milli draums og vöku. Óhugnanlega kunnugleg- ar. Ég leyfði mér að sigla út í þokuna, reyndi að standast freist- ingar óttans sem heimtaði þetta venjulega: Persónur, framvindu, leiksögu … réttara sagt, staðlaðar hugmyndir um persónur, leiksögu, framvindu.“ Villa og Milla eru tvær persónur, innilokaðar. Þær eru á valdi ein- hvers sem við sjáum aldrei, en stjórnar kringumstæðum þeirra. Tvær saman eins og gamalt par, bundnar hvor annarri, eins og afbrýðisamar systur, börn í sand- kassa. Þær eru stöðugt að leita leiða til að komast burt en geta engu treyst og sérstaklega ekki hvor annarri. Eiginkona Sigurðar, Kristín Jóhannesdóttir, leikstýrir verk- inu, Halldór Örn Óskarsson hann- ar lýsingu sýningarinnar og tón- list og hljóðmynd er í höndum Sigurðar Bjólu. Gervi hanna Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Val- geirsdóttir. Þrjár forsýningar voru á verkinu í vikunni fyrir fullu húsi pbb@frettabladid.is Gáttaþefur og sálir tvær LEIKLIST Kristbjörg Kjeld í hlutverki sínu og gervi. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI Nú eru að hefjast upplestrar á vegum bókaforlaganna. Í kvöld kl. 20 ríður Forlagið á vaðið. Upp- lestrar munu fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudagskvöld fram í miðjan desember. Alls munu fjörutíu höfundar og þýðendur, sem allir eiga það sammerkt að vera með nýja bók, lesa kafla úr verkum sínum, fjórir til fimm í hvert sinn. Á hverju kvöldi lesa skáld- sagna- og/eða ævisagnahöfundar, en einnig verður kapp lagt á að lesa úr barnabókum og þýðingum. Útgáfa slíkra bóka er ekki síður blómleg en útgáfa nýrra íslenskra skáldverka. Í kvöld les Guðrún Eva Mínervudóttir upp úr glæ- nýrri skáldsögu sinni, Skaparanum, Gunnar Her- sveinn úr umræðubókinni Orðspor – Gildin í samfélaginu, Ármann Jakobsson les úr skáldsögunni Vonarstræti, Ingunn Ásdísardóttir les upp úr barnabókinni Örlög guð- anna og Ólöf Eldjárn les úr þýðingu sinni á bókinni Dóttur mynda- smiðsins eftir Kim Edwards. Allar hafa þessar bækur fengið frábærar viðtökur og með svona breiðum hópi skálda og verka er ætlunin að tryggja að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Á næstu vikum mun heyrast í Árna Þórarinssyni, Einari Kárasyni, Auði Jónsdóttur, Þorsteini frá Hamri, Gerði Kristnýju, Þorgrími Þráinssyni, Guðmundi Magnússyni, Stefáni Mána, Hallgrími Helgasyni, Guðrúnu Helgadóttur, Silju Aðal- steinsdóttur, Ólafi Gunnarssyni, Hauki Sigurðs- syni, Þorvaldi Kristinssyni og fleirum. - pbb Upplestraröð að hefjast BÓKMENNTIR Guðrún Eva Mínervudóttir les úr nýrri sögu sinni í kvöld á gamla Súfistanum. LEIKLIST Arnar Jónsson í hinni systurinni. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudags- kvöldið. Lieder Theatre London, sem gaf nýverið út geisladisk með þjóðlögum ýmissa landa úr Söng- bók Engel Lund við góðar undir- tektir, heldur tónleika um kvöldið kl. 20 þar sem þjóðlög tólf landa verða flutt. Verða lögin flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau, við píanóundirleik í útsetn- ingu Ferdinands Rauter. Þjóðlög- in eru meðal annars íslensk, nor- ræn, tékknesk, amerísk auk þjóðlaga gyðinga. Á tónleikunum kemur fram alþjóðlegur hópur söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall, en hópinn skipa þau Hannah Morrison, sópran, Sigríð- ur Ósk Kristjánsdóttir, mezzó- sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Ekenäs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Nor- bert Meyn, tenórsöngvari og prófessor við Royal Academy of Music í London. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Mar- grétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Miðaverð á tónleikana er 2.800 kr., en 50% afsláttur er af miðaverði fyrir 25 ára og yngri eins og venja er til í Íslensku óperunni. Fyrr um kvöldið, kl. 18, verður Göggu hins vegar minnst með margvíslegum hætti í anddyri Íslensku óperunnar. Þar munu fáeinir vinir og velunnarar Göggu, þar á meðal Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leik- skáld, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona minnast hennar í nokkr- um orðum, hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal kons- ertkjóll hennar, ljósmyndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildar- mynd sem Frank Ponzi gerði um Göggu fyrir nokkrum árum. Engel Lund var fædd í Reykja- vík 14. júlí 1900 og ólst þar upp. Hún fluttist til Danmerkur ellefu ára gömul og lagði stund á tónlist- arnám og síðar í París og Þýska- landi. Þar kviknaði áhugi hennar á þjóðlögum og setti hún saman efnisskrá með útsetningum Ferd- inants Reuter sem þau fluttu um langt árabil í Evrópu, Bandaríkj- unum og Kanada. Gagga, eins og hún var kölluð, var virtust fyrir einstaklega skýran túlkunarmáta á ólíkum þjóðtungum. Sagt var að hún væri talandi á tuttugu tungu- málum. Kynningar hennar á söng- lögum úr fjarlægum kimum vest- urálfu voru óskiljanlegur hluti af tónleikum hennar. Á efri árum flutti hún hingað til Íslands og tók að kenna söng. Hún lést í hárri elli 15. júní 1996. - pbb Minning Göggu TÓNLIST Engel Lund - Gagga (1900- 1996) Kl. 21 Djassklúbburinn Múlinn býður enn og aftur upp á stórskemmtilega tónleika í kvöld kl. 21 á Café Rosen- berg við Klapparstíg. Þar koma fram kvartettinn HeiðAndréScotToggi og hljómsveitin Dance with me og halda uppi miklu stuði og stemningu fram eftir kvöldi. Fluttar verða útsetningar eftir Michel Legrand og sálartónlist frá áttunda og níunda áratugnum. > Ekki missa af … Myndlistarsýningu Ólafar Bjargar sem nú stendur yfir í Artóteki Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, en þar sýnir hún nokkur málverk og innsetningu. Artótekið leigir út myndlist til einstaklinga og fyrirtækja, en úrval þeirrar myndlistar sem þar er í boði má skoða á staðnum eða á vefsíðunni www.artotek.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.