Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 10
 23. október 2008 FIMMTUDAGUR 40% afsláttur 40% afsláttur Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold Akureyri - Höfn - Grindavík ...frábær helgartilboð! TILBOÐIN GILDA 23. - 26. OKTÓBER w w w .m ar kh on nu n. is 30% afsláttur KALKÚNN 1.FL., FROSINN 769 kr/kg 1.098 kr/kg GRÍSAGÚLLAS, PREPACK 1.100 kr/kg 1.834 kr/kg OFNSTEIK M/DÖNSKUM BLÆ 1.286 kr/kg 2.144 kr/kg X-TRA EPLA OG APPELSÍNUSAFI 1.5l 149 kr/stk. 199 kr/stk. BANDARÍKIN, AP Leiðtogafundur um heimskreppuna verður haldinn í Washington 15. nóvember næst- komandi. Þetta tilkynnti talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær, en fundurinn á að verða sá fyrsti í röð funda þar sem leiðtogar heims setjast á rökstóla um við- brögð við hinni alþjóðlegu fjár- málakreppu sem nú lítur út fyrir að ætla að valda langvinnum sam- drætti í efnahagslífi heimsins. Talsmaður Hvíta hússins, Dana Perino, sagði að á fyrsta fundinum yrði sjónum fyrst og fremst beint að undirliggjandi orsökum fjár- málakreppunnar, hinum hnattrænu viðbrögðum við henni og á hvaða hugmyndum væntanleg endurskoð- un á reglum um hið alþjóðlega fjár- málakerfi skuli byggð. Á fundinn hafa verið boðaðir leiðtogar Japans, Bretlands, Frakk- lands, Þýskalands, Ítalíu, Kanada, Bandaríkjanna, Evrópusambands- ins, Kína, Brasilíu, Indlands, Rúss- lands, Suður-Kóreu og fleiri lykil- ríkja. Perino sagði að væntanlegur sigurvegari bandarísku forseta- kosninganna, sem fara fram 4. nóv- ember, yrði beðinn að sitja fundinn einnig, en hann verður settur í embætti 20. janúar næstkomandi. Perino sagði að gera mætti ráð fyrir að leiðtogarnir kæmu á þenn- an fyrsta fund með ólíkar hug- myndir um það hvernig bregðast skuli við ástandinu og því væri þess ekki að vænta að neinar áþreifanlegar niðurstöður kæmu út úr viðræðunum strax. Áformað er að á fyrsta fundinum verði skipaðir vinnuhópar sem fái það verkefni að þróa tillögur sem lagðar verði til grundvallar við- ræðum leiðtoganna á fundunum sem á eftir fylgja. Á undirbúningsfundi sem Nicol- as Sarkozy, forseti Frakklands sem er í forsæti Evrópusambandsins þetta misserið, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, áttu með Bush Banda- ríkjaforseta í Camp David í Maryl- and um síðustu helgi var stefnan sett á að halda þessa leiðtogafunda- röð, með þeim orðum að alþjóða- samfélagið verði að taka höndum saman um að finna lausnir á hinni hnattrænu fjármálakreppu. Bush tók strax fram að hverjar þær ráðstafanir sem leiðtogar heimsins komi sér saman um verði að varðveita grunngildi þess sem hann kallaði lýðræðislegan kapítal- isma, sem felst aðallega í frjálsum mörkuðum, frjálsu framtaki og frjálsum viðskiptum. Sarkozy vill aðrar áherslur; hann hefur sagt að endurskoða þurfi heimskapítalismann og setja honum skorður með skilvirku eft- irliti. „Stefna afskiptaleysis er dauð,“ lýsti Sarkozy yfir nýlega. „Hinn alvaldi markaður sem alltaf veit betur er úr sögunni.“ Þessa skoðun sína ítrekaði hann í ræðu á Evrópuþinginu í Strassborg í gær. Hlutabréfaverð tók dýfu á mörk- uðum um allan heim í gær eftir að bandarísk fyrirtæki birtu lakari afkomutölur en búist var við, sem kynti undir svartsýni. audunn@frettabladid.is Leiðtogar á rökstóla um kreppuviðbrögð Ákveðið hefur verið að leiðtogar helstu ríkja heims komi saman í Washington um miðjan nóvember til að hrinda af stað röð leiðtogafunda um viðbrögð við alþjóð- legu fjármálakreppunni. „Stefna afskiptaleysis er dauð,“ segir Nicolas Sarkozy. VILL NÝTT REGLUVERK Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands sem gegnir nú formennsku í Evrópusambandinu, ávarpar Evrópuþingið í Strassborg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Helmingsfjölgun á einstaklingum sem greinst hafa með lifrarbólgu B á milli áranna 2007 og 2008 er talin stafa af því að fíklar nota mengaðar sprautur og nálar. Á fyrri helmingi síðasta árs greindust nítján með lifrarbólgu B en 38 á fyrri árshelmingi nú. Þetta kemur fram í nýjum Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Tólf, eða 32 prósent þeirra sem greinst hafa það sem af er árinu, eru af erlendu bergi brotnir. Þetta er nokkuð óvenjulegt að því er fram kemur í Farsóttarfréttum, þar sem nýbúar hafa hingað til verið í meirihluta þeirra sem greinast með sjúkdóminn. Enn sem fyrr greinast margir með lifrarbólgu C hér á landi. Fyrstu sex mánuði ársins greindist 41 með sjúkdóminn en það er svipað og árið 2007 á sama tíma. Flestir þeirra sem greinast með lifrarbólgu C hafa neytt fíkniefna með menguðum sprautum og nálum. Þá höfðu þrír einstaklingar greinst með HIV- sýkingu á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Það er sami fjöldi og greindist á sama tíma í fyrra. Þeir sem greinst hafa á þessu tímabili eru af erlendu bergi brotnir. - jss Helmingsfjölgun milli ára á þeim sem greinast með lifrarbólgu B: Mengaðar sprautur og nálar valda stórfjölgun smitaðra HEIMILD: LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ SJÚKDÓMUR HIV Lifrarbólga B Lifrarbólga C ■ 1. jan.–30. jún. 2007 ■ 1. jan.–30. jún. 2008 3 3 19 38 40 41 DANMÖRK, AP Tveir danskir ríkis- borgarar, Hammad Khuershid og Abdoulghani Tokhi, voru dæmdir í fangelsi fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk. Annar þeirra hlaut fangavist til sjö ára, en hinn til tólf ára. Khuershid, sem er af pakist- önskum uppruna, og Tokhi, sem er af afgönskum uppruna, voru hand- teknir í september á síðasta ári. Þeir höfðu þá verið kvikmyndaðir með leynd þar sem þeir voru að blanda saman sprengjuefni af sömu gerð og notað var í árásun- um á samgöngukerfið í London sumarið 2004. Við húsleitir heima hjá þeim fundust handskrifaðar leiðbein- ingar um sprengjugerð. Fyrir rétti var fullyrt að Khuershid hefði afritað leiðbeiningarnar í Rauðu moskunni í Islamabad í Pakistan, þar sem talibanar hafa haft ítök. Ekki þótti ljóst hvort þeir hefðu verið að undirbúa hryðjuverk í Danmörku eða í öðrum löndum. Báðir lýstu mennirnir sig sak- lausa af þessum ákærum og sögðu sprengiefnin einungis ætluð til að búa til flugelda. Danska leyniþjónustan byrjaði að fylgjast með þeim eftir að ábending hafði borist frá erlendri leyniþjónustu. Símtöl voru hleruð, fylgst var með tölvupósti og falin myndavél sett upp í íbúð Khuershids. Öfgamenn hafa hvað eftir annað hótað árásum á Danmörku eftir að skopmyndirnar af Múhameð spámanni birtust í dönsku dagblaði fyrir tveimur árum. - gb Dómur fallinn í hryðjuverkaréttarhöldum yfir tveimur mönnum í Danmörku: Dæmdir í sjö og tólf ára fangelsi HANDTEKNIR FYRIR ÁRI Bifreið með öðrum manninum ekið frá dómhúsi í Kaupmannahöfn. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.