Fréttablaðið - 23.10.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 23.10.2008, Síða 36
 23. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR Hreindýraleður og fiskroð eru hráefnin sem Ágústa Arnar- dóttir á Djúpavogi hannar úr dýrindis tískuvörur. Vörumerk- ið hennar er Gustadesign. „Ég hanna allt í samræmi við hrá- efnið og vil leyfa skinnunum að halda sér sem allra náttúrulegust- um sem gerir það að verkum að engir tveir hlutir eru nákvæmlega eins,“ segir Ágústa. „Áður vann ég með roð og skinn hvort í sínu lagi en snillingarnir í skinnasútuninni á Sauðárkróki prófuðu sig áfram og náðu að lita hreindýr og fiskroð þannig að það tónar ótrúlega vel saman,“ bætir hún við. Ágústa lærði hönnun í Iðnskól- anum í Hafnarfirði og skó- og fylgi- hlutahönnun á Ítalíu. Hún er frá Hornafirði en býr á Djúpavogi og er nýkomin úr tveggja ára fæðing- arorlofi því fyrsta barnið, Vigdís, fæddist í september 2006 og það næsta, Örn Þór, í febrúar á þessu ári. „Ég hef notið þess að hugsa um fjölskylduna mína en auðvitað hef ég haldið utan um fyrirtækið líka,“ segir Ágústa sem tekur framtíð- inni fagnandi. Hún er að koma sér upp vinnustofu og verslun á Djúpavogi og stefnir á að stórauka fram- leiðsluna. Vör- urnar hennar verða á sýningu Handverks og hönnun- ar í Ráðhúsi Reykja- víkur um næstu mán- aðamót og á tískusýningu á Egilsstöðum 8. nóvem- ber. Einnig má benda á síðuna www. gustadesign.is. Ágústa telur Íslendinga eiga að einbeita sér að íslenskri fram- leiðslu og að styðja við bakið hver á öðrum. „Við erum rík af hönnuð- um, handverksfólki og listamönn- um hér á landinu,“ segir hún og kveðst hafa góða reynslu af vöru- skiptum. „Þegar ég er í fatnaði eftir íslenska hönnuði er ég undan- tekningalaust spurð hvar ég hafi fengið flíkina. Þetta er góð auglýsingaleið því allir eru að gera mis- munandi hluti. Ef Ís- lendingar standa saman og ríkis- stjórnin styð- ur við bakið á fyrirtækjum og einstaklingum í eigin rekstri, eins og hún segist ætla að gera, gætu þessi ósköp sem dunið hafa yfir þjóð- ina falið í sér stór tækifæri. Við verð- um bara að vera bjartsýn.“ - gun Úr vönduðum efniviði „Ég hef undanfarið hannað nokkrar týpur af höttum og húfum,“ segir Ágústa, sem hér ber höfuðfat úr eigin línu. Á holdrosan- um (bakhlið skinnsins) sést æðakerfið sem gerir það hráefni engu öðru líkt. „Ég reikna með því að vöruúrval- ið breytist lítið enda stöndum við sem þjóð framarlega í bakstri. Hins vegar er aukin verðsam- keppni vel hugsanleg þar sem við fáum nú fleiri tækifæri til að búa til vörur. Því meira sem við fram- leiðum því betra verð verður hægt að bjóða,“ segir bakarameistarinn Jóhannes Felixson, einnig þekkt- ur sem Jói Fel, um aukna áherslu á íslenska framleiðslu í bakarí- um sem stafar af hækkuðu verði á innfluttri vöru. „Bakarar eru þegar farnir að láta til sín taka í kreppunni með því að bjóða vissar vörur á lækk- uðu verði. Jafnvel þótt árferð- ið sé erfitt og eðlilegt hefði verið að hækka verð um síðustu mán- aðamót með verðhækkun á hveiti. Eiginlega má segja að við séum að selja tilteknar vörur á kostnaðar- verði,“ segir hann og bætir við að Hjá Jóa Fel standi til að framleiða vörur sem verði framvegis seldar á lægra verði. „Þær verða góðar en kannski ekki alveg eins vand- aðar og þær dýru,“ segir Jóhann- es, sem vonar að framboð á ís- lenskri vöru aukist líka í verslun- um og stórmörkuðum. Hann telur þó ólíklegt að erlendar vörur komi til með að hverfa alfarið úr hillum verslana þótt þær verði ekki eins áberandi. - rve Bætt framboð og lægra verð Jóhannes segir nú kjörið tækifæri til að koma íslenskri framleiðslu á framfæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fiskroð er efni sem gaman er að vinna úr og hrein- dýraleðrið er algjörlega einstakt að sögn Ágústu. Íslenskara getur það varla orðið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.