Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 27.11.2008, Qupperneq 10
10 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eiga að taka upp við- ræður við forsvarsmenn álversins í Straumsvík um mögulega stækkun fyrirtækisins, segir í bókun sjálf- stæðismanna í bæjarráði: „Stækk- un álversins hefði gríðarlega jákvæð áhrif; tekjur bæjarins myndu stóraukast og hundruð nýrra starfa verða til. Einnig yrðu hliðaráhrif mjög mikil á allt atvinnulíf í bænum. Um leið er það harmað að afstöðuleysi meirihluta Samfylkingarinnar hafi leitt til þess að stækkunaráformum fyrir- tækisins var hafnað í íbúakosningu í mars 2007.“ Áheyrnarfulltrúi Vg bókaði að bókunin væri ótímabær og ekki í takt við meirihluta bæjar- búa“. - gar Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði: Vilja ræða um stækkun álversins STÆKKUN Í STRAUMSVÍK Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í mars 2007. LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum handtók um helgina mann fyrir að hindra störf lögreglunnar. Hann var færður á lögreglustöð. Að því loknu fékk maðurinn að fara frjáls ferða sinna. Þá kastaði hann af sér þvagi fyrir utan lögreglustöðina. Hann var því handtekinn aftur, vistaður í fangageymslu og sektaður. Félagi mannsins var handtekinn stuttu síðar þar sem hann kastaði af sér þvagi á lögreglustöðina. Gaf hann þá skýringu að hann væri að mótmæla handtöku félaga síns. Hann fær einnig sekt. - jss Tveir sektaðir: Pissuðu við og á lögreglustöð ALÞINGI Þingflokkur Frjálslynda flokksins, að Kristni H. Gunnars- syni undanskildum, vilja að kannaðir verði möguleikar á að tengja íslensku krónuna við aðra mynt, til dæmis norsku krónuna. Vilja þeir að það verði gert í samráði eða samstarfi við norsk stjórnvöld. Reynist þess ekki kostur leggja þeir til að kannaðir verði mögu- leikar á að taka upp evru, með eða án samráðs við Evrópusambandið. Hafa þingmennirnir þrír, Jón Magnússon, Guðjón A. Kristjáns- son og Grétar Mar Jónsson, lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis. - bþs Þingmenn Frjálslyndra: Gengið tengt norskri krónu FÉLAGSMÁL Reyktur og ferskur lax sem veiddur var á stöng í Ytri-Rangá fyrir þremur vikum hefur verið gefinn Fjölskylduhjálp Íslands. Veiðileyfasalinn Lax-á efndi til tilraunaveiða í Ytri-Rangá 5. nóvember síðastliðinn með undan- þágu frá Fiskistofu því liðið var fram yfir lögleyfð- an veiðitíma. Tilgangurinn var að veiða lax til að styrkja Fjölskylduhjálpina og að afla upplýsinga um ástand fisksins og veiðanleika á þessum tíma. Afraksturinn varð yfir hundrað laxar. Talsvert var um nýgenginn fisk og fékk Fjölskylduhjálpin hann ferskan en afganginn sá Eðalfiskur um að reykja endurgjaldslaust. Að því er fram kemur á lax-a.is tók forstöðukona Fjölskylduhjálparinnar, Ásgerður Jóna Flosadóttir, laxinum fegins hendi. Mun Ásgerður hafa sagt að umfjöllun um veiðina á dögunum hafi orðið til þess að enn fleiri hafi lagt sitt af mörkum til Fjölskyldu- hjálparinnar sem styður við þá sem litlu hafa úr að spila. - gar Afli úr tilraunaveiði stangveiðimanna í Ytri-Rangá afhentur Fjölskylduhjálpinni: Reykti laxinn kominn til skila LAXINN AFHENTUR Axel Óskarsson kom laxinum úr Ytri-Rangá til Ásgerðar Jónu Flosadóttur hjá Fjölskylduhjálp Íslands.GEIMGANGA Á þessari mynd frá NASA sést geimfarinn Steve Bowen í geim- göngu við Alþjóðlegu geimstöðina fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Rannsóknarnefnd um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna og tengda atburði verður skipuð samkvæmt frumvarpi til laga sem rætt verður á Alþingi í dag. Í nefndinni skulu eiga sæti Umboðsmaður Alþingis, sérfræð- ingur skipaður af forsætisnefnd Alþingis og hæstaréttardómari sem jafnframt verður formaður nefndarinnar. Að auki verða skipaðir sérstakir vinnuhópar með fulltrúum inn- lendra og eða erlendra sérfræð- inga sem verða nefndinni til aðstoð- ar eða sinna ákveðnum rannsóknarverkefnum. Rannsókn- arnefndin og vinnuhóparnir eru óháðir fyrirmælum frá öðrum, þar með töldu Alþingi. Nefndinni er ætlað að leita sann- leikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna. Þá er henni ætlað að leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi, eftirlit með henni og hverj- ir kunni þá að bera ábyrgð á því. Nefndin á einnig að rannsaka og leggja mat á hvort skýringar á falli íslensku bankanna og tengdum efnahagsáföllum megi að ein- hverju leyti finna í starfsháttum og sið- ferði á fjármála- markaði. Flutningsmenn frumvarpsins eru forseti Alþingis og formenn allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. „Þeim verður falið mikið traust, sem þetta verk leiðir en ég hef þá tilfinningu að það skynji allir ábyrgð sína í þessu og mikilvægi þess að þetta verði gert þannig að það verði hafið yfir allan vafa,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstri grænna og einn flutn- ingsmanna frumvarpsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að framkvæmdin takist vel. Rann- sóknin þurfi að vera á breiðum grunni og hún taki ekki bara þröngt til þess sem gerðist í bönkunum heldur taki til viðskiptalífsins í heild. „Ég held að menn leggi áherslu á að koma málinu til allsherjarnefnd- ar svo hún fái góðan tíma til að skoða það. En svo er framkvæmdin eftir og hún verður gríðarlega viða- mikil og vandasöm,“ segir Stein- grímur og bætir við að það sé alls ekki útilokað að málið taki nokkrum breytingum í meðförum þingsins. „Ég hef trú á því að andrúmsloft- ið í þjóðfélaginu hafi breyst þannig að það detti engum í hug að reynt verði að fara mjúkum höndum um þetta eða fegra á nokkurn hátt. Ég held að allir þeir sem koma að þessu skynji þá kröfu samfé- lagsins að þetta verði gert heiðarlega og opinskátt og engu hlíft,“ segir Stein- grímur. olav@frettabladid.is Rannsaki að- draganda og orsök hrunsins Forseti Alþingis og formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn um laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. ■ Að varpa sem skýrustu ljósi á aðdraganda og orsakir þess vanda íslenska bankakerfisins sem varð Alþingi tilefni til að setja lög um heimild til fjárveit- inga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. ■ Að gera úttekt á reglum íslenskra laga um fjármálamarkaðinn í saman- burði við reglur annarra landa og framkvæmd stjórnvalda á þeim. ■ Að leggja mat á hvernig staðið hefur verið að eftirliti með fjármálastarf- semi hér á landi á síðustu árum og upplýsingagjöf af því tilefni milli stjórn- valda, til ríkisstjórnar og til Alþingis. ■ Að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á lögum, reglum, vinnubrögðum og skipulagi opinberrar stjórnsýslu sem miða að því að gera íslenskt fjármálakerfi færara um að bregðast við þróun og breytingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. ■ Að gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gefa jafnfram grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis. ■ Að skila Alþingi skýrslu um rannsóknina ásamt þeim samantektum og úttektum sem nefndin ákveður að láta vinna í þágu rannsóknarinnar. TILGANGUR LAGANNA FRUMVARP UM RANNSÓKNARNEFND Steingrím- ur J. Sigfússon er einn flutningsmanna frumvarpsins en Tryggvi Gunnarsson umboðsmað- ur Alþingis er einn þeirra sem skipa nefndina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.