Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 27.11.2008, Qupperneq 18
18 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Kr ón ur 38 4 10 5 25 4 16 6 30 7 1997 1999 2003 2005 2008 Útgjöldin > Verð á kílói af agúrkum í ágústmánuði hvers árs. Miðað við verðlag á landinu öllu. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Miðar á tónleika með Tom Waits eru það fyrsta sem kemur upp í huga rithöfundarins Gunnars Theodórs Eggertssonar, þegar hann er beðinn að nefna sín bestu kaup. „Þessir tónleikar höfðu djúp áhrif á mig, það næsta sem ég hef komist trú- arlegri upplifun. Og svo sé ég það núna að ég var á síðasta séns að splæsa í þennan lúxus, enda voru tónleikarnir rándýrir og haldnir í Englandi.“ Verstu kaupin gerði Gunnar fyrir heilum tíu árum. „Ætli það hafi ekki verið minidiskaspilari, sem átti að vera framtíðin á þessum tíma. Þetta var eitthvert furðulegt millispil, áður en ipod-inn kom til sögunnar. Ég er einmitt nýbúinn að vera að flytja og fann þá poka fullan af minidiskum og snúrum. Ég hlakka mikið til að henda honum.“ Af svörunum að dæma er Gunnar ekki mikil eyðslukló. „Það er helst ég eyði fullmik- ið af peningum í gamlar vínylplöt- ur, þær heilla mig alltaf. En ég sé nú sjaldnast eftir að kaupa þær.“ NEYTANDINN: GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON RITHÖFUNDUR Waits-tónleikar bestu kaupin „Til þess að þrífa sturtuklefa er langbest að nota gamla sturtu- hanska, svona eins og fást til dæmis í Body Shop. Með því að setja slatta af sápu í hanskana og nudda hurðirnar vel og vandlega má ná þeim skínandi hreinum á örskotsstundu. Þetta er stórsniðugt að gera þegar sá sem þrífur er sjálfur í sturtu. þá þarf maður ekki að klöngrast í öllum fötunum inn í sturtuna,“ segir Helga Þórey Jónsdóttir háskólanemi. HÚSRÁÐ NOTA GAMLA HANSKA ■ Helga Þórey Jónsdóttir háskólanemi segir gamla sturtuhanska góða til að þrífa sturtuna eftir að maður hefur sjálfur verið í sturtu Brauðgerð Kr. Jónssonar og Co. sf. hefur innkallað og tekið úr sölu steiking- arfitu í 2,5 kílógramma fötum þar sem í ljós kom að fitan freyddi of mikið. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu kom gallinn á fitunni í ljós fljótlega eftir að hún hafði verið send í búðir og var því ákveðið að taka hana úr sölu. Steikingarfitan er framleidd af Kjarnavörum fyrir Brauðgerð Kr. Jónssonar og Co. og er búist við að ný sending af steikingarfitunni verði komin í verslanir á næstu dögum svo þeir sem ætla sér að steikja laufabrauð með steikingarfitu frá Brauðgerð Kr. Jónssonar og Co þurfa ekki að bíða lengi eftir nýrri steikingarfitu. ■ Matreiðsla Steikingarfita innkölluð Tími jólahlaðborðanna er runninn upp. Fólk kemur saman í skamm- deginu í heimahúsum eða veitinga- húsum og nýtur góðs matar í góðra vina hópi. Að mörgu er að hyggja þegar útbúa á fjölbreytta rétti fyrir hóp fólks. Gestgjafinn vill ekki verða fyrir því að gestir hans veikist eftir neyslu þess matar sem hann býður upp á. En ef farið er að öllu með gát ætti hætta á slíku að vera í lágmarki. Í eldhúsinu þarf að hugsa um að skilja að vinnslu hrárra og tilbúinna matvæla til að koma í veg fyrir að óæskilegar örverur berist úr hráu kjöti og fiski yfir í soðin matvæli eða matvæli sem ekki á að sjóða. Hreinlæti kemur í veg fyrir að örverur úr umhverfinu komist í matvælin. Handþvottur skiptir miklu máli því hendurnar koma víða við. Mikilvægt er að þvo hendur vand- lega áður en farið er að meðhöndla matvæli og á milli vinnslu mismun- andi rétta. Aðskilnaður í eldhúsi, hrein áhöld, ílát, borð og hreinar hendur eru grundvallaratriði til að koma í veg fyrir að matvælin mengist af óæskilegum örverum. Rétt hitastig er lykilatriði til að koma í veg fyrir fjölgun örvera í matnum. Ef bera á fram eldaða rétti kalda skal kæla réttinn eins fljótt og unnt er niður í 0-4° C. Best er að kæla matinn niður í grunnum ílát- um en einnig getur verið gott ráð að kæla rétti niður í ísbaði ef um mikið magn er að ræða. Kaldir réttir hitna fljótt á hlaðborðinu. Mikilvægt er því að takmarka þann tíma sem köldu réttirnir standa frammi og ganga síðan fljótt frá matarafgöngum. Heitum réttum þarf að halda vel heitum, að minnsta kosti við 60° C. Ef matur stendur lengi frammi hálfvolgur fara örverurnar að fjölga sér og hættunni er boðið heim. Áhöld ættu að vera við hvern rétt, það er bæði hreinlegra og snyrtilegra. Falleg og fjölbreytt ílát undir matinn setja svip sinn á jólahlaðborðið en mikilvægt er að nota aðeins ílát og áhöld sem eru sérstaklega ætluð fyrir matvæli, t.d. vörur sem eru merktar með glas- og gaffalmerki. Gestir veitingahúsa eiga að geta fengið upplýsingar um þekkta ofnæmis- og óþolsvalda í krásum jólahlaðborðsins. Veitingamenn verða því að vera tilbúnir til að veita slíkar upplýsingar sé þess óskað. Ef ofangreind atriði eru höfð í huga ætti samverustund við jóla- hlaðborð í skammdeginu að geta orðið eftirminnileg fyrir alla en að sjálfsögðu er það ábyrgð neytand- ans sjálfs að gæta hófs í mat og drykk. Ítarefni á www.mast.is. www.mni.is MATUR & NÆRING DÓRA S. GUNNARSDÓTTIR MATVÆLAFRÆÐINGUR Örugg matvæli á jólahlaðborðinu Sigurður Einarsson starfrækir mötuneytið í Iðnskólan- um í Hafnarfirði. Hann er alveg gáttaður á andvara- leysi nemenda þegar kemur að peningamálum. „Þeir reiða fram kortið fyrir öllum sköpuðum hlutum,“ segir hann. „Jafnvel fyrir einhverju sem kostar svo lítið sem fimmtíukall. Ég hef meira að segja lent í því að kortið var tekið upp fyrir brjóstsykri á tíkall. Þá gaf ég nú bara molann.“ Sigurði finnst kostnaður við kortaviðskipti alveg út úr kortinu. „Krakkarnir vita yfirleitt ekkert hvað þeir eru að borga. Unga fólkið hefur gert alls konar samninga við bankana, sumir fá færslugjöld niðurfelld til 18 ára aldurs eða ákveðið margar fríar færslur á ári. Það er samt mikill kostnaður sem smyrst ofan á, bæði fyrir nemendur og fyrir mig sem þarf líka að borga færslugjöld, 8 kr. lágmarksgjald á hverja færslu. Svo borga ég þar að auki leigu fyrir posann.“ Í Iðnskólanum í Hafnarfirði var nýlega komið fyrir hraðbanka og í honum kostar ekkert að taka út reiðufé á debetkort. Sniðugast er auðvitað að hafa bara peninga á sér, því þannig fær maður bestu kostnaðartilfinning- una – „Það er allt of sjaldgæft að krakkarnir noti hraðbankann og borgi með peningum. Meirihlutinn man ekki einu sinni PIN-númerin sín,“ segir Sigurður. Neytendur: Andvaraleysi unga fólksins Gáttaður á kortasukki Aðsókn í ókeypis fjármálaráðgjöf hefur aldrei verið meiri. Langur biðlisti er eftir aðstoð hjá Ráðgjafarstofu heimilanna. For- stöðumaður segir marga hafa misst trúna á bankakerfinu. Aðilar sem hringja í dag með það fyrir augum að panta tíma í ráðgjöf þurfa því miður að bíða þar til eftir áramót til að komast að,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu heimilanna. Mikil ásókn er um þessar mundir í fjárhagsráðgjöf hjá Ráðgjafarstofunni, sem einnig býður upp á símaráðgjöf og netspjall sem ætti að vera hægur leikur að nýta sér án þess að þurfa að bíða lengi. Ásta segir nokkuð algengt að aðilar sem leita í ráðgjöf hjá stofunni hafi misst trúna á bankakerfið. Litið sé á Ráðgjafar- stofuna sem hlutlausa stofnun og því kjósi margir heldur að fá svör við mikilvægum spurningum hjá ráðgjöfum hennar. „Bankarnir eru í síauknum mæli að koma sér upp ráðgjafar- þjónustu. Þeir hvetja viðskiptavini til að nýta sér þá þjónustu og sama má segja um okkur. Traust á bankakerfið verður að aukast,“ segir Ásta. Hlutverk Ráðgjafarstofunnar er að veita fólki sem á í verulegum greiðsluerfiðleikum og komið er í þrot með fjármál sín endurgjaldslausa ráðgjöf. Þar er fólk aðstoðað við að fá sýn yfir stöðu mála, því hjálpað að gera greiðsluáætlanir, velja úrræði og milliganga höfð um samninga við lánardrottna ef þess er þörf. Ásta segir vissulega afar bagalegt að biðlistinn eftir ráðgjöf sé svo langur. Hins vegar hafi símaráðgjöfin og ekki síður netspjallið reynst mörgum vel. Íbúum landsbyggðarinnar stendur til boða að senda umsóknir um ráðgjöf í pósti og fá tillögur til úrbóta sendar til baka, auk þess sem ráðgjafi er til viðtals á skrifstofu fjölskyldudeildar Akureyrar vikulega. Íslendingum í útlöndum sem þarfnast ráðgjafar eða aðstoðar vegna aðstæðna á fjármálamarkaði erlendis, er bent á að snúa sér til næstu sendiskrif- stofu Íslands í nágrenni viðkomandi. Upplýsingar um hvar hana er að finna eru á heimasíðu utanrík- isráðuneytisins. kjartan@frettabladid.is Margir bíða eftir ráðgjöf ÁSTA S. HELGADÓTTIR ERFIÐLEIKAR Bankarnir bjóða í síauknum mæli upp á ráð- gjafarþjónustu fyrir viðskiptavini. Skrifstofa Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna er á Hverfisgötu 6, 2. hæð, 101 Reykjavík. Sjö ráðgjafar starfa hjá stofunni. Tímapantanir eru í síma 551-4485 alla virka daga frá kl. 9.00-16.00. Símaráðgjöf er alla virka daga á sama tíma. Netspjall Ráðgjafarstofu fer fram á vefnum fjolskylda.is á afgreiðslutíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir sendist á rad@rad.is Ráðgjafi frá Ráðgjafarstofu er til viðtals á Akureyri vikulega og tekur viðtöl á skrifstofu fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, Akureyri. Tímapantanir eru í síma 460 1420. Tímapantanir fyrir ráðgjafarþjónustu bankanna fara fram á heimasíðum bankanna, en einnig er hægt að hringja í þjónustuver bankanna til að fá frekari upplýsingar. HVERT SKAL SNÚA SÉR FYRIR ENDURGJALDSLAUSA FJÁR- MÁLARÁÐGJÖF? Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.