Fréttablaðið - 27.11.2008, Page 59

Fréttablaðið - 27.11.2008, Page 59
FIMMTUDAGUR 27. nóvember 2008 39 Rokksöngleikurinn Janis 27 eftir Ólaf Hauk Símonarson hefur verið sýndur í Íslensku óperunni við miklar vinsældir í allt haust og verður síðasta sýning hausts- ins næstkomandi föstudag, 28. nóvember, kl. 20. Sýningar hefjast að nýju eftir áramót og verður fyrsta sýningin þá 10. janúar, en næstu þar á eftir 23. og 31. janúar. Söngleikurinn hefur gengið frá því snemma í vetur, annar tveggja söngleikja sem Ólafur er með á sviðum Reykja- víkur, en Fólkið í blokkinni gengur enn fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsi og verður sýningum þar haldið áfram allt til jóla. Janis áfram JANIS Sýningin heldur áfram eftir jól. Gala-sýning verður haldin í Iðnó í kvöld til styrktar UNIFEM á Íslandi, sem er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna. Um er að ræða leikverkið Dansaðu við mig eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann í uppfærslu Leikhúss andanna. Leikstjórn á Dansaðu við mig er í höndum Jóns Gunnars Þórðarsonar og leikendur eru Þrúður Vilhjálmsdóttir og Höskuldur Sæmundsson. Miðaverð er 3.200 krónur og renna 1.000 krónur af hverjum seldum miða óskiptar til UNI- FEM. Innifalið í verðinu er appelsínugulur kokkteill, sem er litur Unifem á Íslandi. Kokkteill- inn hefst klukkan 19.30 og sýningin sjálf kl. 20.00. Áður en sýningin hefst mun Ragnheiður Gröndal stíga á svið og flytja lag. Til styrktar UNIFEM Hið klassíska uppistand Jóns Gnarr, Ég var einu sinni nörd, er nú að koma út aftur á DVD, en diskurinn hefur ekki verið til um árabil. Uppistandið sló í gegn í Loftkastalanum fyrir um tíu árum og VHS-spólan varð vinsæl. Nýja endurútgáfan er með nýtt útlit og inniheldur fullt af aukaefni. Þar á meðal er þáttur tekinn upp í ár þar sem Jón Gnarr og Pétur Jóhann Sigfússon líta yfir farinn veg. Nörd á DVD ENDURÚTGEFIN Ég var einu sinni nörd. Þær fréttir berast nú frá Úkraínu að hin fræga villa rússneska leik- skáldsins Antons Tsjekov á Jalta, Hvíta sumarhúsið, sé við það að falla í mikla niðurníðslu. Hefur alþjóðleg nefnd mektarmanna hafið söfnun til að koma húsinu til bjargar. Þar dvaldi skáldið lengi, Gorkí naut einveru í hinum stóra garði á landareigninni, Rakhman- inoff var þar langdvölum og þar samdi Tsjekov mörg sín helstu verk. Í hverfinu umhverfis húsið eru nú sumarskemmtistaðir ölv- aðra rússa sem þangað hópast í frí en Jalta var lengi vinsæll sum- ardvalarstaður efnamanna en nú ríkir pöpullinn þar um slóðir. Tsjekov kom til Jalta 1899, fluttist þangað til að tefja berklana sem þjáðu hann. Hann var orðinn alvarlega veikur 1904 og fluttist í heilsubæinn Baden- weiler í Svartaskógi þar sem hann lést mánuði síðar. Villan á Jalta var sérhannað hús eftir hans tilsögn, frægt fyrir sína sjö útganga, á þremur hæðum með sérstökum gluggum sem voru engir eins. Húsið var gert að safni strax 1921 og þar eru enn margir munir sem voru í eigu skáldsins, en við hrun á ríkjum þar eystra skall voðinn á: hiti var tekinn af húsinu 2005 og vegg- fóðrið myglaði í vetrarveðrum. En það er hið pólitíska ástand sem er erfiðast við að eiga. Í Jalta er stór Rússanýlenda, en héraðið til- heyrir nú Úkraínu. Rússar vilja ekki kosta til viðgerðirnar og Úkraínumenn ekki heldur. Bank- ar hafa lagt til nokkurt fé, en leik- hús honum helgað í fæðingarbæ hans er í fjárhagsvanda þótt John Malkovich og Kevin Spacey hafi safnað fé því til stuðnings. Mektarmenn á borð við Tom Stoppard, Kenneth Branagh og fleiri hafa safnað fé til að halda Hvíta sumarhúsinu við. Stoppard hefur lýst heimsókn þangað sem líkast því að ganga inn í tímavél. Þar sé allt eins og það var 1904. Heyra megi hlátur úr næsta her- bergi og Gorkí bregði fyrir í garð- inum. En eins og skáldið lýsir og við þekkjum svo vel er glæsileik- inn forgengilegur rétt eins og allur heimsins auður. Sögufrægt hús í niðurníðslu MENNING Frægt málverk af Tsjekov frá hans mektarárum. Bólgu í munni og hálsi má lina með því að... Stíflaðar nasir má lina með því að... Þegar maður er með kvef og særindi í hálsi er almennt gott að... Otrivin auðveldar þér andardrátt þegar þú ert með kvef! Strepsils, við særindum í hálsi!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.