Fréttablaðið - 29.11.2008, Page 10

Fréttablaðið - 29.11.2008, Page 10
10 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR GJALDEYRISHÖFT Á ÍSLANDI Mikil skuldabréfaeign erlendra fjárfesta í íslenskum krónum er ein af ástæðunum fyrir því að setja þurfti ströng höft á viðskipti með gjaldeyri hér á landi, eins og gert var með lagasetningu í gærn- ótt. Þetta segir Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann segir þessi miklu höft ekki til marks um það að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi litla trú á krón- unni. Um tvo möguleika hafi verið að ræða í stöðunni. Tímabundin höft á gjaldeyrisviðskipti, eða að láta krónuna beint á flot. Síðari möguleikinn hafi einfaldlega verið álitinn of áhættusamur. „Auðvitað er trú á krónunni mjög lítil eins og er, en til lengri tíma teljum við að þetta muni auka trú á krónunni,“ segir Arnór. Íslenskt samfélag á það á hættu að þeir erlendu aðilar sem eiga skuldabréf í íslenskum krónum selji allir á sama tíma, sem myndi lækka gengið hratt, segir Arnór. Sú hætta sé nú úr sögunni. Sérfræðingar viðskiptabank- anna, sem sátu fund um nýjar reglur í Seðlabankanum í gær, höfðu sumir áhyggjur af því að verið væri að lengja tímabili sárs- auka í íslensku viðskiptalífi. Hugs- anlega væri réttara að taka áfallið þegar erlendir fjárfestar losi sig við krónur hratt, og byggja því næst upp. Þessu sagðist Arnór ekki sam- mála. „Núna getum við stýrt því hvenær þeir fara. [...] Við getum afnumið þessi höft í áföngum, og stýrt því að þeir fari þegar umfram innstreymi er af gjaldeyri, þannig að það leiði ekki til þess að krónan lækki,“ sagði Arnór. Seðlabankinn reiknar með því að beita inngripum til að halda gengi krónunnar stöðugu, segir Arnór. Til þess verði hægt að grípa til láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóð- inum (AGS). Hann segir skýrt að það sé Seðlabankinn sem ákveði hvenær og hversu mikið verði gripið inn í. Þó takmarki sjóðurinn hversu háum upphæðum sé varið til að verja krónuna á hverjum tíma. Til dæmis megi verja 500 milljónum dala til inngripa fram að áramótum. Í lögunum eru ákvæði sem skylda útflytjendur til að flytja gjaldeyri til Íslands. Arnór segir þessi ákvæði algerlega nauðsyn- leg. Væru þau ekki til staðar gæti myndast tvöfaldur markaður með gjaldeyri, sem gerði önnur höft gagnslaus með öllu. Lög og reglugerð um gjaldeyris- höftin voru unnar í samvinnu Seðlabankans og AGS. Arnór við- urkennir að Seðlabankinn hafi upphaflega viljað setja krónuna beint á flot, og taka skellinn. AGS hafi hins vegar alfarið lagst gegn því að höft væru afnumin. Eftir samtöl við sérfræðinga sjóðsins hafi verið fallið frá því að fleyta krónunni strax. brjann@frettabladid.is Gjaldeyrishöft vegna skuldabréfa erlendra fjárfesta í krónum Gjaldeyrishöft koma í veg fyrir að erlendir fjárfestar selji mikið magn skuldabréfa í krónum og felli gengi krón- unnar, segir hagfræðingur. Bankinn mun einnig beita inngripum. Gjaldeyrishöftin eru að forskrift AGS. Eftirlit með viðamiklum og flóknum lögum um gjaldeyrisviðskipti verður í höndum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að í grunninn muni eftirlitið virka þannig að Seðlabankinn fylgist með og afli ýmiss konar upplýsinga um gjaldeyrisviðskipti og útflutning. FME muni svo rannsaka meint brot sem bankinn verði var við. Arnór segir Seðlabankann vel í stakk búinn til að taka við þessu eftirlits- hlutverki, en sagði það verða að koma í ljós hvort fjölga verði starfsfólki vegna þessa aukna álags. EFTIRLIT HJÁ SEÐLABANKA OG FME Við setningu reglna Seðlabankans um gjaldeyrishöft þurftu stjórnvöld að víkja sér undan tvennum alþjóðlegum skuldbindingum. Annars vegar samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og hins vegar skuldbindandi samþykktum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Aðildarríkjum EES-samningsins er óheimilt að hefta flutning fjármagns innan EES svæðisins. Heimild er til að víkja frá þessu ákvæði til að bregðast við erfiðleikum eða röskun á fjármagnsmarkaði. Samþykktir OECD kveða á um að heimila beri gjaldeyrisyfirfærslur vegna viðskipta og afnema á þeim allar hömlur. Skapist alvarlegar aðstæður vegna þess að gjaldeyrisreglur hafa verið rýmkaðar er heimilt að endurvekja fyrri höft. ÍSLAND VÍKUR SÉR UNDAN EES OG OECD ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Dúnúlpur frá The North Face Jólatilboð 25% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Kíktu á blaðsíðu 33 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýju lögin um gjaldeyris- höftin hafi valdið sér vonbrigðum. Hann hefur áhyggjur af því að nokkur tími líði áður en krónan fari að styrkjast á nýjan leik. Hann segir að málið sé til skoðunar hjá ASÍ og kveðst hafa áhyggjur af því að lögin hafi slæm áhrif á verðlag og þróun atvinnustigs. „Gjaldeyrishöft koma í veg fyrir að hér myndist gjaldeyris- markaður sem geti leitt til styrkingar krónunnar. Ég hef áhyggjur af því að sú styrking sem við vorum að vona að gæti orðið láti á sér standa og verð- bólgan verði því meiri og lengur en við áttum von á,“ segir hann og telur liggja í augum uppi að lögin auki völd í Seðlabankanum. - ghs Forseti ASÍ: Verðbólgan meiri og lengur GYLFI ARN- BJÖRNSSON „Við þurfum á trúverðugleika gagnvart alþjóðasamfélaginu að halda. Aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið hafa beinlínis verið til þess fallnar að grafa undan því. Við megum ekki við þessu,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs. Hann bendir á að aðgerðirnar í gær geti varla verið í samræmi við stefnu AGS, sem styðji fremur opnun markaða og frjálst flæði fjármagns. „Þetta skýtur skökku við,“ segir hann og þrýstir á um mikilvægi þess að stjórn- völd birti landsmönnum skýra framtíðarsýn. Aðeins þannig verði óvissu eytt. - jab Hömlur í andstöðu við AGS: Lýst eftir skýrri framtíðarsýn FINNUR ODDSSON FUNDUR Fulltrúar fjölmiðla og greiningardeilda bankanna fengu upplýsingar um nýju lögin á fundi með sérfræðingum Seðla- bankans í fær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.