Fréttablaðið - 05.12.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 05.12.2008, Síða 30
ÞÓRUKAKA 150 g smjörlíki 150 g sykur þeyta saman og bæta eggjum út í einu í senn 3 egg 150 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. kakó – best að sigta Hrærið alla dýrðina saman. Smyrjið á bökunarpappír og bakið í 10 mínútur við 180-200 gráður. Látið kólna aðeins og skerið kökuna í þrjá jafna hluta. Látið kólna alveg og klippið papp- írinn eftir skurðinum svo kökuhlut- arnir brotni ekki. Karamellubráð 2 dl rjómi 120 g sykur 2 msk. síróp – vel fullar skeiðar Setja í pott og láta sjóða. Fylgjast vel með bráðinni því hún sýður auðveldlega upp úr ef hitinn er of hár. Sjóða rólega í um 40 mínútur eða þar til bráðin loðir vel við skeiðina. Þá er potturinn tekinn af hlóðun- um, 1 msk. af smjöri bætt út í svo bráðin verði ekki of stíf, því næst 1 tsk. vanilludropar og kakó ef manni sýnist svo, þá verð- ur bráðin dökk og falleg. Setja bráðina á milli laga og að lokum yfir kökuna alla. Skreytt með smartís. Hættulega góð með ískaldri fjörmjólk. UPPSKRIFT KATRÍNAR EPLI koma flestum í jólaskap og um að gera að nota þau sem mest í matargerð á aðventunni. Epli eru góð í salöt, kökur, heilsudrykki og safa, niðursneidd ofan á brauð eða bara skorin í bita í skál. Kaffismiðja Íslands opnar að Kárastíg 1 í byrjun næstu viku. Þær Sonja Björk Grant og Ingi- björg Jóna Sigurðardóttir standa að baki smiðjunni en báðar hafa heilmikið vit á kaffi. Sonja starf- aði á Kaffitári í rúman áratug og Ingibjörg Jóna er tvöfaldur Íslandsmeistari kaffibarþjóna. Kaffismiðjan verður í senn kaffibrennsla, kaffiskóli og kaffi- hús en í miðju brennslunnar stendur skærbleikur brennsluofn sem á engan sinn líka. „Við ákváð- um að hafa ofninn svolítið kven- legan en kaffibrennsluheimurinn hefur til þessa verið mikill karla- heimur. Ofninn er líka mikið stáss og vildum við því fá á hann falleg- an lit. Liturinn er þannig til kom- inn að við létum litgreina einn af kjólunum mínum og sendum lita- númerið út til framleiðandans. Ofninn er því einstakur,“ segir Sonja en viðskiptavinir geta fylgst með kaffibrennslunni á staðnum. „Þá erum við með tvær kaffikvarnir og getur fólk smakkað espresso úr kaffibaun- um frá ólíkum löndum og þannig lært að greina muninn,“ segir Sonja en boðið verður upp á grænt kaffi frá Gvatemala, Kólumb- íu, Brasilíu og Indónesíu. Þær Sonja og Ingibjörg ætla að leggja ríka áherslu á heimilislega stemn- ingu og munu til að mynda eingöngu spila tónlist af vínylplötum. Þá bjóða þær viðskipta- vinum að koma með eigin plötur til að setja á fóninn. Þær hyggjast auk þess bjóða upp á hafragraut með sultu og korn- flex með mjólk og sykri svo dæmi sé tekið. „Þá gerum við okkar eigin síróp en Íslendingar hafa lengi verið hrifnir af hinum ýmsu bragðefnum í kaffið. Fyrir jólin verðum við með síróp úr súkku- laði og kanil en auk þess óáfengt kaffijólaglögg með negulnögl- um, kanil, engifer, chili og lím- ónu.“ vera@frettabladid.is Brennt í bleikum ofni Í Kaffismiðju Íslands verður hægt fylgjast með kaffibrennslu í einstökum brennsluofni, bragða kaffi frá hinum ýmsu heimshornum og gæða sér á hafragraut með sultu í morgunsárið. Bleiki brennsluofninn er frá Hollandi og á sér engan líkan. Hjá honum standa eig- endur Kaffismiðju Íslands, þær Ingibjörg Jóna og Sonja Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Laugaveg 54, sími: 552 5201 50% afsláttur af peysum * Rúllukragapeysur * Gollur * Síðar peysur * Hettupeysur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.