Fréttablaðið - 06.12.2008, Síða 56

Fréttablaðið - 06.12.2008, Síða 56
Fá hús í þessari veröld eru jafn þekkt og óperuhúsið í Sydney í Ástralíu. Byggingin er á heims- minjaskrá UNESCO og er yngsta byggingin sem valin hefur verið á þann lista. Óperuhúsið er byggt í stíl expressjónisma, það nær yfir 1,8 hektara lands, er 183 metrar að lengd og 120 metrar þar sem það er breiðast. Húsinu er haldið uppi af 588 steypusúlum sem ná sumar hverjar um 25 metra niður fyrir sjávarmál. Rafmagnsþörf húss- ins jafnast á við 25 þúsund manna bæ. Húsið er því engin smásmíði og þótti á sínum tíma þrekvirki bæði í hönnun og byggingu. Það var hinn danski arkitekt Jørn Utzon sem hannaði óperuhúsið en hann lést nýlega, níræður að aldri. Hann fæddist 9. apríl árið 1918 í Kaupmannahöfn, útskrifaðist frá listaskóla borgarinnar árið 1942 og starfaði á stofu sænsku arki- tektanna Pauls Hedquist og Gunn- ars Asplund. Síðar vann hann með Alvar Aalto í Finnlandi áður en hann opnaði eigin stofu í Kaup- mannahöfn árið 1950. Utzon sem hefur oft verið líkt við arkitekta á borð við Frank Lloyd Wright og Aalto teiknaði óperuhúsið árið 1957. Fram að þeim tíma hafði hann mest hannað heimili og því var það mörgum undrunarefni þegar hann sigraði í keppni um hver ætti að hanna óperuhöllina í Sidney árið 1956. Þó hafði hann áður unnið sjö af átján keppnum sem hann hafði tekið þátt í. Hins vegar hafði engin af teikningum hans orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir að óperuhúsið sé í dag merkasti minnisvarði Ástral- íu var byggingin umdeild á sínum tíma. Svo mikið ósætti varð milli yfirvalda og arkitektsins vegna aukins kostnaðar og ósættis vegna hönnunarhugmynda að Utzon gekk burt frá verkinu árið 1966, sjö árum áður en verkinu lauk. Arkitektar á vegum ríkisins luku verkinu innanstokks og því er að- eins ytra byrði byggingarinnar byggt eftir hugmyndum Utzons. Utzon hlaut nokkur verðlaun fyrir störf sín, meðal annars Ástr- alíuorðuna árið 1985 og Sonning- verðlaunin fyrir framlag hans til evrópskrar menningar árið 1988. Þá hlaut hann æðstu verðlaun arkitekta, Pritzker-verðlaunin árið 2003. Óperuhúsið þykir vera hans mesta afrek enda hefur bygging- in unnið sér sess í huga alls heims- ins sem einkennismerki Sydney og allrar Ástralíu. Hinn heims- frægi arkitekt Louis Kahn sagði eitt sinn: „Sólin vissi ekki hve fal- legir geislar hennar voru fyrr en þeir endurspegluðust af þessari byggingu.“ Í upphafi tíunda áratugarins hóf stjórn óperuhússins að reyna að bæta sambandið við Jørn Utzon til að hann gæti komið að þeim breytingum sem yrðu á húsinu í framtíðinni. Hann var útnefnd- ur hönnunarráðgjafi árið 1999 og árið 2004 var fyrsta rýminu innan- húss breytt eftir hugmyndum Utz- ons. Rýmið var kallað The Utzon Room arkitektinum til heiðurs. - sg Svífur seglum þöndum ● Hin víðfrægu segl óperuhússins í Sydney gera minningu hönnuðar síns, hins danska arkitekts Jørn Utzon, ódauðlega. Utzon sjálfur lést nýlega níræður að aldri. Jørn Utzon með óperuhöllina í baksýn. Myndin er tekin í kringum árið 1965 þegar framkvæmdin stóð sem hæst. NORDICPHOTOS/GETTY Segl óperuhússins í Sydney ber við bláan himin. NORDICPHOTOS/GETTY Óperuhúsið komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 2007 og er yngsta byggingin á listanum . Aðrar byggingar á heimsminjaskrá eru til dæmis Taj Mahal, Akrópólís og píramídarnir. Upplýst óperuhúsið við höfnina í Sydney. Húsið notar jafn mikið rafmagn og 25 þúsund manna bær í Ástralíu. N O R D IC P H O T O S /G E T T Y Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–18 sunnudag 13–16 www.mirale.is MIRALE Fákafeni 9 108 Reykjavík sími: 517 1020 Verið velkomin í FÁKAFEN 9 ( við hliðina á ísbúðinni ) NÝTT kortatímabil 40% afsláttur TILBOÐ af jólavörum alla helgina 6. DESEMBER 2008 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.