Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 88

Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 88
68 6. desember 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson L a u g a v e g i 2 5 | 5 3 3 5 5 0 0 kr. 14.700 kr. 21.900 kr. 18.700 kr. 16.900 kr. 21.900 kr. 9.800 Leður Leður Leður Leður Leður Leður Erlendis er komin út bókin The Essence of Perfume eftir lyktarsérfræð- inginn Roja Dove. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli og áhugavert að lesa lýsingar hans á ilmvatni í tvívídd og þrívídd, en það síðarnefnda er í hans augum eins og skúlptúr. Ilmur er stór hluti veraldar okkar: hann geymir og endurvekur minningar, vekur girnd og matarlyst en líka hrylling og óhugnað. Það var snyrtivörudívan Estée Lauder sem lét hafa eftir sér á krepputímum að „þegar allt gengur illa þá þarf kona aðeins að eiga ilmvatn og varalit til þess að líða samt sem áður eins og drottningu. Samkvæmt nýjustu sölutölum erlendis hafa ilmvötn aldrei selst jafnvel sem kann að virðast undarlegt í ljósi þess að flestir hafa minna milli handanna. Þegar talað er um fræg ilmvötn í bókum og blaðagreinum eru það oftast örfá ilmvötn sem þykja bera af sökum fágunar. Þar má nefna Fracas eftir Robert Piguet, Joy frá Jean Patou, flestöll ilmvötn frá Guerlain en þá sérstaklega Shalimar og Jardins de Bagatelle og ilmvötnin frá Hermés og Anick Goutal. Ég hef bæði verið sparsöm á ilmvatnsnotkun og nokkuð fastheldin í ilmvatnsvali og það var fyndin upplifun þegar ég skipti eftir mörg ár um ilmvatn í haust. Þessi nýi og sérstaki ilmur virtist hafa undarleg áhrif á karlpeninginn sem spurði í sífellu hvaða lykt þetta væri eiginlega því hún væri hreinlega sturlandi. Kannski að það leynist í honum þessi sérstöku kvenferómón sem ilmvatnsframleiðendur reyna svo oft að fanga í flösku. Ég verð að játa að ég er hvorki hrifin af ilmvatni né rakspíra nema í örlitlum mæli. Ef fólk fer í sturtu og gengur í hreinum fötum gefur það frá sér sína eigin lykt sem við felum alltof oft undir svitalyktareyði, sápum og ilmvatnsskýi. Ég er alls ekki að tala um einhverja vonda svitalykt heldur þennan náttúrulega ilm sem veitir hverju okkar sérkenni. Lyktin sem maður finnur í hálsakotinu á litlum börnum og i hnakkagróf elskhugans. Lyktin sem laðar okkur að ákveðnu fólki og sem við sjálf skiljum eftir í fötum og sængurverum. Mér finnst synd og skömm að fela hana undir alls konar kemískum efnum sem gera okkur öll alveg nákvæmlega eins. Ferómónar og fín ilmvötn Pelsar hafa verið afar umdeildir undanfarna áratugi en dýra- verndunarsinnar hafa verið dug- legir að mótmæla notkun dýra- felda í tískubransanum. Loðfeldir hafa þó verið á nokkurri uppleið undanfarin ár að nýju og eru ítölsku og frönsku tískuhúsin sér- staklega ófeimin við að nota þá. Hjá ítölsku hönnuðunum Marni og Dolce & Gabbana gaf að líta mjög fallegar loðflíkur fyrir vet- urinn 2008/2009, meðal annars vesti og slár í öllum litum. Hér heima er hægt að finna flotta loð- feldi í búðum sem selja notuð föt og þá er væntanlega hægt að hugga sig við það að dýrið dó drottni sínum fyrir löngu, löngu síðan. - amb HLÝTT OG LOÐIÐ: Ítalskir hönnuðir hrífast af dýraskinnum í vetur GAMALDAGS Glamúr sveif yfir vötnum hjá Dolce & Gabbana. BELTI Sniðug lausn yfir sítt loðvesti, hér í mokkabrúnni útfærslu hjá Marni. GYLLT Töff pelsvesti frá Marni. GLÆSILEGT Dimmblár og síðhærður loðfeldur frá Marni. LILLABLÁTT Gullfal- leg slá við svart pils frá ítalska tískuhús- inu Marni. Nýja ilminn frá Chloé. Stelpulegur, sexí og sérstakur. Svalar sokkabuxur í heitustu litatónunum: bleiku, fjólubláu og grænu. Fást í Companys, Kringlunni. Yndislega hlýja inniskó fyrir köld vetrarkvöld. Frá la Senza, Kringlunni. OKKUR LANGAR Í … > JÓLABASAR Í DAG Í tilefni þess að íslensk hönnun er jólagjöfin í ár selur fjölbreyttur hópur hönnuða verk sín á jólabasar Kling og Bang á Hverfisgötu 42. Þar verður meðal annars fatnaður eftir hönnuði eins og Eygló, Helicopter, Hildi Yeoman og Thelma Design, og einnig verða til sölu verk eftir ýmsa listamenn sem fólk getur boðið í. Jólabasarinn stendur frá kl. 12-20.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.