Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 102
82 6. desember 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is > Leikið í N1-deild kvenna N1-deild kvenna hefst aftur eftir nokkurt hlé vegna undankeppni HM sem fram fór í Póllandi en þrír leikir fara fram í dag. Topplið Hauka heim- sækir Gróttu á Seltjarnarnesið, HK mætir FH í Digranesi og Fylkisstúlkur leita að sínum fyrsta sigri í deildinni í fyrsta leik Ómars Arnar Jónssonar sem þjálfara félagsins en hann tók við af Aðal- steini Reyni Eyjólfssyni sem hætti á dögunum. Allir leikir dagsins hefjast kl. 16. Leik Vals og Stjörnunnar sem átti að vera í dag var frestað til 13. janúar þar sem markvörðurinn Florentina Stanciu leikur nú með landsliði Rúmeníu á EM í Makedóníu þessa dagana. Iceland Express-deild karla: Breiðablik-Njarðvík 103-107 Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 30, Kristján Sigurðsson 24, Rúnar Erlingsson 23, Daníel Guðmundsson 13, Halldór Halldórsson 12, Loftur Einarsson 1. Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 32, Logi Gunnarsson 29, Hjörtur Einarsson 25, Friðrik Stefánsson 15, Grétar Garðarsson 4, Elías Kristjánsson 2. Keflavík-Tindastóll 93-75 ÍR-Þór Ak. 92-77 ÚRSLIT FÓTBOLTI Lars Bohinen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Stabæk, staðfesti í gær í viðtali við sjón- varpsstöðina TV 2 í Noregi að norska félagið hafi neitað kauptil- boði Nancy í Veigar Pál og viðræð- um við franska félagið sé lokið. Heimildir TV 2 herma að kauptil- boðið hafi hljóðað upp á 15 millj- ónir norskra króna eða rúmar 250 milljónir íslenskra króna. Veigar Páll segist í viðtali við sama miðil vera hissa á að Stabæk hafi ekki viljað selja sig. „Ef ég væri Lars [Bohinen] þá hefði ég sagt strax já við 13 mill- jónum norskra króna. Miðað við að ég á aðeins eitt ár eftir af samn- ingi mínum þá er ég óneitanlega hissa á að kauptilboðinu hafi verið neitað,“ segir Veigar Páll í viðtali við TV 2 í gær. Veigar Páll hefur aldrei farið leynt með löngun sína til að leika í sterkari deild en þeirri norsku en ítrekar þó við TV 2 að hann sé afar ánægður hjá Stabæk. „Það síðasta sem ég vill gera er að setja einhverja pressu á Stab- æk. Félagið hefur gefið mér mikið og ef ekkert verður af félagsskipt- um mínum, þá hef ég það frábært hjá Stabæk. Veigar Páll, 28 ára, hefur leikið fimm keppnistímabil með Stabæk og verið algjör lykilmaður hjá norska félaginu undanfarin ár. Hann átti meðal annars stóran þátt í því að Stabæk varð norskur meistari í fyrsta skiptið í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Bohinen staðfesti við TV 2 að Stabæk væri ekki lengur í viðræð- um við Nancy en biðlar til Veigars Páls að sýna þolinmæði yfir stöðu mála. „Við erum ekki lengur að tala við Nancy. Við höfum einfaldlega ekki áhuga á að tala við félög sem eru ekki tilbúin til þess að koma inn með ásættanleg kauptilboð. Við sjáum til hvað gerist í þessu en við höfum beðið Veigar Pál að vera þolinmóðan og höfum lofað því að hann verði með í ráðum um leið og eitthvað gerist,“ segir Bohinen. - óþ Stabæk ku vera hætt viðræðum við Nancy vegna fyrirhugaðrar sölu Veigars Páls: Veigar Páll hissa á að Stabæk hafi neitað kauptilboði Nancy HISSA Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skilur ekkert í Lars Bohinen, yfirmanni knattspyrnumála hjá Stabæk, að hafa neitað kauptilboði í sig frá franska úrvalsdeildarfélaginu Nancy upp á 15 milljónir norskra króna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meiðslavandræði bikarmeistara Vals halda áfram en liðið hefur misst fjölda leikmanna í meiðsli í vetur. Ernir Hrafn Arnarson má þakka fyrir að ná síðustu metrunum í mótinu, Sigfús Sigurðsson þurfti að fara í aðgerð og kemur vonandi aftur eftir áramót. Heimir Örn Árnason hefur verið lengi frá en er að skríða til baka. Sigurður Eggertsson handarbrotnaði síðan í leiknum gegn Fram á fimmtudag og í þann leik vantaði einnig Hjalta Pálmason og Baldvin Þorsteinsson var frá vegna meiðsla í öxl. Meiðsli Baldvins gætu verið alvarleg. „Ég fór í uppskurð árið 2004 á öxlinni og hef aldrei verið fullkomlega góður síðan. Verkirnir hafa verið mismiklir. Ég var til að mynda slæmur í sumar en allt í lagi í upphafi tímabils. Verkirnir hafa svo verið að ágerast síðustu vikur og náðu alveg nýjum hæðum fyrir um þrem vikum síðan. Þá gat ég varla kastað án þess að vera að drepast í öxlinni. Þetta er svo slæmt að mig verkjar hreinlega við það að vera í tölvunni,“ sagði Baldvin sem fór í myndatöku á dögunum og var að vonast eftir niðurstöðu úr henni í gær en fékk ekki. Hann vonast þó eftir góðum tíðindum er hann heyrir í lækninum eftir helgi. „Ég veit ekki hvort ég óttast að þurfa að fara aftur í aðgerð. Ég held að það sé bara best að segja sem minnst fyrr en ég heyri í lækninum,“ sagði Baldvin. Eins og áður segir handarbrotnaði Sigurður í leiknum gegn Fram. Hann er kominn í gifsi og verður ekkert með Valsmönnum á nýjan leik fyrr en í febrúar. „Ég var að skjóta þegar einhver fór á móti mér og lamdi á hend- ina. Þetta var nú ekkert svo vont samt. Þetta var í raun merkilega notalegt,“ sagði Sigurður í gamansöm- um tóni en hann er oft kallaður gleðigjafinn af félögum sínum. „Ég held að þetta hafi verið Brjánsi. Það er verst að geta ekki svarað fyrir mig á mánudaginn er við mætum Fram á nýjan leik í bikarnum. Það verða bara aðrir menn að sjá um það,“ sagði Sigurður. VALSMENN Í VANDRÆÐUM: SIGURÐUR HANDARBROTINN OG BALDVIN SLÆMUR Í ÖXLINNI Mig verkjar við það eitt að vera í tölvunni KÖRFUBOLTI Njarðvík vann barátt- usigur, 103-107, í tvíframlengd- um leik í Kópavogi. Blikar fengu tækifæri til að sigra í lok venju- legs leiktíma sem og í lok fyrri framlengingar en klúðruðu í bæði skiptin. Njarðvíkingar gengu á lagið og unnu torsóttan sigur að lokum. Það voru Njarðvíkingar sem byrjuðu leikinn betur með Hjört Einarsson sjóðheitan framan af og Loga Gunnarsson sterkan. Frammistaða þeirra tveggja skil- aði Njarðvík 6 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann, 13-19. Njarðvíkingar virtust vera á góðu róli og Valur Snjólfur Ingi- mundarson, þjálfari þeirra, byrj- aði að rúlla „kjúklingunum“ sínum inn á völlinn. Blikunum óx aftur á móti ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Rúnar Erlingsson var sterkur og svo kviknaði svakalega í Daní- el Guðmundssyni sem raðaði niður þrem þristum á stuttum kafla og kom Blikum um leið yfir. Þeirri forystu héldu Blikar til enda hálfleiksins og þeir leiddu í leikhléi með sex stigum, 37-31. Blikarnir spiluðu glimrandi körfubolta framan af þriðja leik- hluta og náðu 13 stiga forskoti, 48-35. Magnús Gunnarsson hitti þá loks úr einu þriggja stiga skoti eftir að hafa verið svo fjarri því allan leikinn. Það kveikti í félögum hans sem sóttu hart að Blikum á meðan heimamenn virtust vera að fara á taugum og köstuðu frá sér boltan- um hvað eftir annað. Lokakaflinn ótrúlegur í leikhlutanum og Magnús setti niður annan þrist af spjaldinu rétt fyrir lokin og kom Njarðvík í 51-56. Þvílíkur við- snúningur í einum leikhluta. Njarðvíkingar virtust á góðri leið með að klára leikinn þegar það kviknaði óvænt á Blikum er fimm mínútur lifðu leiks. Þeir settu upp þriggja stiga sýningu og komust aftur yfir í leiknum. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi, jafnt 81-81 og það voru Blik- ar sem fengu í tvígang tækifæri til að tryggja sér sigur en klúðr- uðu í bæði skiptin og því varð að framlengja. Blikar leiddu alla fyrri fram- lenginguna en Logi Gunnars þvingaði fram aðra framlengingu með því að sökkva tveim vítaskot- um er fáar sekúndur voru eftir. Njarðvík tók svo frumkvæðið í næstu framlengingu. Blikar brutu grimmt í lokin en Magnús var ískaldur á vítalínunni, setti allt niður og landaði sigrinum fyrir Njarðvíkinga, „Þetta var mjög erfið fæðing. Blikarnir láta mann hafa fyrir þessu ef maður spilar ekki eins og maður. Við vorum ekki að spila eins og menn og kannski tóku menn leikinn ekki nógu alvarlega og ég var þar á meðal,“ sagði Magnús, sem var lengi í gang en eftir að hann datt í gírinn var hann illviðráðanlegur. „Ég var að spila hérna í fyrsta skipti og það tók smá tíma að læra á körfurnar. Svo kom þetta sem betur fer í lokin.“ henry@frettabladid.is Njarðvíkursigur í háspennuleik Njarðvík slapp með skrekkinn er liðið sótti Blika heim í Kópavoginn. Leikurinn var sveiflukenndur og spennandi og þurfti að tvíframlengja til að fá fram úrslit. Njarðvík hafði að lokum fjögurra stiga sigur. STERKUR Rúnar Erlingsson var öflugur í liði Blika en góður leikur hans dugði ekki til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Lögreglan hefur handtekið tvo menn vegna kynþáttaníðs sem beint var að Egyptanum Mido í leik Middles- brough gegn Newcastle í lok nóvember. Mennirnir eru 49 og 23 ára og þurfa að mæta fyrir rétt á þriðjudag. „Enska knattspyrnu- sambandið fordæmir allt kynþáttaníð á knattspyrnuvöllum og er ákveðið í að útrýma slíku. Við munum styðja við bakið á þeim félögum sem vilja banna einstaklinga sem haga sér á slíkan hátt,“ sagði talsmaður enska knattspynusambandsins. Þetta er í annað sinn sem Mido verður fyrir slíku aðkasti og þá einnig í leik gegn Newcastle. Þá gerði enska knattspyrnusamband- ið ekkert - hbg Kynþáttaníð í garð Mido: Tveir menn handteknir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.