Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 104
84 6. desember 2008 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það hafi komið sér verulega á óvart að Roy Keane skyldi hætta með Sunder- land eftir aðeins tvö ár í starfi. United á einmitt að mæta Sunderland um helgina og mætir Sunderland til leiks án knatt- spyrnustjóra. „Þetta kom mér mjög á óvart. Það er erfitt að lesa í gegnum allar slúðursögurnar og finna út hvað er satt og rétt. Roy var frábær leikmaður og það er synd að hann sé hættur,“ sagði Ferguson og bætti við erfitt væri að spá í hvort Keane myndi taka að sér annað stjórastarf. „Hann er mjög umdeildur. Í hverri viku hafði hann eitthvað áhugavert að segja um leikinn. Hann var eins sem leikmaður. Hann er afar áhugaverður persónuleiki og stóð sig vel að mínu mati hjá Sunderland,“ sagði Fergie. - hbg Sir Alex Ferguson: Hissa að Keane skyldi hætta FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Carlos Tevez efast ekki um að Man. Utd muni verja Englands- meistaratitil sinn. Hann segir United hafa meiri breidd en hin liðin og það muni skila árangri. „Ég tel að Chelsea sé með frábært lið. Ég veit líka að það er erfitt að spila á sunnudegi og svo aftur á miðvikudegi. Það finnst 24 ára gömlum manni eins og mér. Það er því líklega erfiðara fyrir marga leikmenn Chelsea sem eru eldri en ég. Álagið um jólin mun taka sinn toll á Chelsea sem hefur frábæra leikmenn en ekki sömu breidd og við,“ sagði Tevez sem margir spá að sé á förum frá Man. Utd. - hbg Carlos Tevez: United með besta liðið ÖFLUG BREIDD Carlos Tevez telur að United muni verja titilinn á Englandi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Breskir fjölmiðlar eru gjörsamlega að tapa sér yfir fyrir- huguðum stórinnkaupum enska úrvalsdeildarfélagsins Manchest- er City, sem er í eigu hins forríka Abu Dhabi United Group, þegar félagaskiptaglugginn opnar í jan- úar. Miklar vangaveltur eru um þar til gerðan innkaupalista sem forráðamenn City hafa staðfest að þegar sé búið að teikna upp. Talið er næsta víst að City muni eyða og eyða í janúar á meðan önnur félög herði sultarólina og haldi að sér höndum í kreppunni. Nýir eigendur City sýndu strax að þeim væri full alvara þegar þeir komu inn í félagið skömmu fyrir lok félagaskiptagluggans 1. sept- ember og náðu á aðeins einum degi að kaupa stórstjörnuna Robinho, sem varð um leið dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildar- innar, á 32,5 milljónir punda. Ómögulegt er að ímynda sér hvað hinir forríku eigendur City geta gert og munu gera á einum mán- uði þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar. Dýrasti leikmaður sögunnar er hinn franski Zinedine Zidane sem var keyptur á 48 milljónir punda frá Juventus til Real Madrid árið 2001 en allt bendir til þess að City muni gera gott betur en það og eigendurnir hafa lýst því yfir að þeir vilji kaupa í það minnsta eina „stór- stjörnu“. Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, Fern- ando Torres hjá Liver- pool og Lionel Messi hjá Barcelona hafa verið nefndir til sögunnar, ein þeir voru einmitt þrír efstu leikmennirn- ir í kjörinu á Ballon d‘Or á dögunum, en það verður að teljast harla ólík- legt að félög þessara stór- stjarna muni selja þá svo glatt. Raunhæf skotmörk Peningar geta gert ótrúlega hluti eins og sannaðist þegar Robinho kom til City á sínum tíma og þó svo að City nái ef til vill ekki að kaupa þrjá af bestu leikmönnum heims þá er afar lík- legt að þeir nái til sín frábærum leikmönn- um. City hefur verið orðað við þrjá heims- klassa markverði en það eru þeir Iker Casillas hjá Real Madrid, Gianluigi Buffon hjá Juventus og Manuel Neuer hjá Schalke. Spænskir fjölmiðlar hafa fullyrt að City sé meira að segja tilbúið að borga upp rándýr upp- sagnarákvæði í samningi Casillas sem eru talin nema um 130 millj- ónum punda. Bæði Casillas og Buffon hafa reyndar lýst því yfir að þeir séu ánægðir hjá félögum sínum en sjáum til hvað gerist í janúar. Þó svo að fyrirfram áætlað ættu varnarmenn að vera efstir á óskal- ista City miðað við gengi félagsins í úrvalsdeildinni þá hafa þannig séð ekki margir varnarmenn verið orðaðir við Borgarleikvanginn í Manchester. Á meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem líkleg kaup eru Kolo Toure hjá Arsenal og vinstri bakverðirnir Wayne Bridge og Ashley Cole hjá Chelsea. Meðal miðjumanna sem orðaðir eru við City eru Xabi Alonso hjá Liverpool, Axel Witsel hjá Stand- ard Liege, Lassana Diarra hjá Portsmouth og Andrei Arshavin hjá Zenit frá St. Pétursborg. En þeir tveir síðastnefndu eru báðir sagðir vera með uppsagnarklausu í samningi sínum sem gerir City kleift að kaupa upp samninga þeirra. City er mest orðað við fram- herja en í því samhengi eru meðal annarra nefndir til sögunnar Vag- ner Love hjá CSKA Moskva, Luis Fabiano hjá Sevilla, Sergio Agu- ero hjá Atletico Madrid, Roque Santa-Cruz hjá Blackburn, Mario Gomez hjá Stuttgart og Amr Zaki og Emile Heskey hjá Wigan. Þá hefur Robinho látið hafa eftir sér að hann hafi ráðlagt knatt- spyrnustjóranum Mark Hughes að kaupa Thiago Silva, varnar- mann Fluminense, og Kléber, sóknarbakvörð Santos, ásamt því að biðla til hans að fá jafnvel líka Kaka frá AC Milan ef það væri möguleiki. Hvort sem Hughes mun hlusta á Robinho eða ekki er nokkuð ljóst að hann mun hafa í nógu að snúast í janúar. Ekki bara á leikmannamarkaðnum heldur einnig inni á vellinum þar sem hann hlýtur að vera undir tals- verðri pressu um að koma City á meðal fremstu liða ensku úrvals- deildarinnar. omar@frettabladid.is Jólasveinninn kemur til City Forráðamenn hins nýríka Manchester City hafa þegar teiknað upp óskalista með leikmönnum sem þeir vonast til þess að fá til félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Eigandi City, Abu Dhabi Unit- ed Group, hefur þegar sýnt hvers það er megnugt og City má því eiga von á síðbúnum jólagjöfum í janúar. DR SULAIMAN ABDUL AL-FAHIM Fer fyrir fyrirtækinu ADUG sem er hluthafi í Abu Dhabi United Group og sá um fjármögnun á Robinho. NORDIC PHOTOS/AFP ROBINHO Varð dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þegar Manchest- er City festi kaup á honum á 32,5 milljónir punda á lokadegi félagaskipta- gluggans frá Real Madrid. NORDIC PHOTOS/AFP INNKAUPALISTI(UPPKAST) Leikmenn sem eru orðaðir við City Emile Heskey (Wigan) 4 millj. punda Kolo Toure (Arsenal) 5 Wayne Bridge (Chelsea) 7 Andrei Arshavin (Zenit St. Pétursb.) 8 Lassana Diarra (Portsmouth) 10 Vagner Love (CSKA Moskva) 13 Roque Santa-Cruz (Blackburn) 13 Sergio Aguero (Atletico Madrid) 15 Lukas Podolski (FC Bayern) 15 Xabi Alonso (Liverpool) 15 Axel Witsel (Standard Liege) 17 Mario Gomez (Stuttgart) 17 Ashley Cole (Chelsea) 17 Luis Fabiano (Sevilla) 20 Carlos Tevez (Man. Utd) 30 FÓTBOLTI Það verður mikið um dýrðir í ensku úrvalsdeildinni í dag en „stóru fjögur“ liðin, Liver- pool, Chelsea, Man. Utd og Arsen- al verða öll í baráttunni í dag. Liverpool situr eitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leiki dagsins þrátt fyrir að hafa gert tvö markalaus jafntefli í röð en félagið heimsækir lánlaust lið Blackburn á Ewood Park, en Blackburn hefur ekki unnið í síð- ustu átta leikjum sínum. Black- burn hefur enn fremur aðeins unnið Liverpool einu sinni í síð- ustu níu leikjum á heimavelli sínum en það var árið 2006 þegar Benni McCarty skoraði eina mark leiksins. Rafa Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, er var um sig fyrir leik- inn en þó bjartsýnn. „Ég man vel eftir síð- ustu skiptum sem við höfum mætt þeim. Við höfum ef til vill verið að yfirspila þá en hins vegar gengið illa að skora. Við þurfum að vera grimm- ari og nýta okkar tækifæri og ég er sannfærður um að við gerum það,“ segir Benitez. Chelsea fylgir Liverpool fast á eftir í öðru sætinu og á einnig úti- leik í dag, gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Chelsea hefur ekki unnið í síð- ustu tveimur leikjum sínum í deildinni, sem þykir nokkur nýlunda, en Lundúnafélagið státar þó af besta útivallarárangri og getur sett nýtt met í efstu deild gegn Bolton með því að vinna sinn ellefta útisigur í röð. Englandsmeistarar Manchester United fá Sunderland í heimsókn á Old Trafford. Knattspyrnu- stjórinn Sir Alex Fergusson getur unnið sinn 500. sigur í efstu deild aðeins tveimur dögum eftir að Roy Keane, fyrrum fyrirliði United, sagði upp störfum sem knatt- spyrnustjóri Sund- erland. United hefur ærna ástæðu til bjartsýni fyrir leikinn þar sem félagið hefur ekki tapað í síð- ustu tólf leikjum sínum gegn Sunderland í úrvalsdeildinni. Arsenal svaraði gagnrýnendum eftir tvo tapleiki í röð í úrvals- deildinni með því að skella Chel- sea á útivelli um síðustu helgi og er greinilega ekki búið að segja sitt síðasta í toppbaráttunni. Arsenal mætir Wigan á Emirat- es-leikvanginum í dag. Wigan hefur nú unnið tvo leiki í röð í fyrsta skipti síðan knattspyrnu- stjórinn Steve Bruce tók við stjórnartaumunum en félagið hefur þó aldrei unnið „topp fjög- ur“ liðin, í alls 26 tilraunum. - óþ Toppliðin fjögur verða öll í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í dag: Sir Alex stefnir á 500. sigurinn SCOLARI Chelsea getur sett met með ellefta útisigri sínum í röð þegar það mætir Bolton. NORDIC PHOTOS/GETTY SIR ALEX Getur unnið sinn 500. leik í efstu deild sem knattspyrnu- stjóri United. NORDIC PHOTOS/GETTY Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 19 9 k r/s ke yt ið. 9. H VER VIN NU R! VINNUR ÞÚPS3TÖLVU? V E F V E R S L U N E L K O . i s SENDU SMS EST PS3 Á NÚMERIÐ 1900 AÐALVINNINGUR PLA YSTATION 3 ÁSAMT ÞREMUR LEIK JUM! I I I I ! AÐEINS Á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.