Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 40
40 13. desember 2008 LAUGARDAGUR fylgja henni engir gallar? „Ég valdi mér náttúrlega þetta líf, ég get ekki kvartað. En mér finnst kannski stundum að ég sé dæmd á rangan hátt, og þá bara hér á Íslandi, ég hef bara fengið jákvæða athygli úti.“ Og þrátt fyrir að hafa fengist við módel- störf þá lítur Ásdís Rán ekki á sig sem fyrirsætu. „Ég er bara að skemmta mér. Ég hef alltaf verið með ýmislegt í takinu, fyrirsætu- störfin eru bara hluti af því.“ Ætlaðirðu alltaf að verða fræg? „Ég ætlaði ekkert endilega að verða fræg en mér var alltaf sagt til dæmis af spákonum að ég yrði í sviðsljósinu. Ég kenni því eigin- lega um að vera fædd í ljóns- merkinu.“ Hvert er takmarkið? „Mig hefur lengi langað að reyna mig í við- skiptum, ég hef til dæmis áhuga á fasteignabraski eða annars konar verslun, en hef aldrei átt start- kapítal til að reyna mig í því. Fata- bransinn er ekkert sérstakt tak- mark, en ég held bara að það séu tækifæri þar í Búlgaríu. Þegar maður er alltaf að flytja þá er erfitt að byggja eitthvað upp, núna ætla ég bara að kýla á það.“ Langar þig að verða rík? „Ég myndi kannski ekki segja rík. En mig langar til að eiga nóg til að þurfa ekki að velta peningunum fyrir mér.“ Hollywood bíður Hefur leikkonustarfið aldrei heill- að? „Ég veit það ekki, það er alltaf verið að ýta mér í þá átt, ég veit bara ekki hvort ég hef hæfileik- ann, en hef samt oft spáð í að fara á leiknámskeið. Mér hefur boðist að fara til Hollywood til að hitta fólkið á bak við Desperate Housewives og Dexter til dæmis, ég þekki mjög marga í Hollywood, Jerry Bruckheimer, Michael Bay og fleiri, hef kynnst alls konar liði í gegnum árin, til dæmis í gegn- um Hawaiian tropic-fyrirsætu- keppnina. En ég veit ekki hvert það leiðir mig, það á eftir að koma í ljós.“ Starfsferill Ásdísar Ránar hófst í hárgreiðslu, hún lærði þá iðn í Iðnskólanum en lauk ekki prófi, var kasólétt þegar að því kom. Eftir nokkurra ára starf á hár- greiðslustofum datt hún inn í alls konar störf tengd fyrirsætubrans- anum, sá um Hawaiian tropic- keppnina og skipulagði ýmsar uppákomur. „Ég held ég hafi skipulagt tugi fyrirsætukeppna og ég hef komið fullt af stelpum á framfæri.“ Spurð um fyrirmyndir segir Ásdís að þegar hún var lítil hafi hún litið mjög mikið upp til Bryndísar Bjarna, Birnu Waag- fjörð, Ásdísar Maríu Franklín og Laufeyjar Einars á meðal fyrir- sætna. „Ég á engar sérstakar fyrirmyndir aðrar í módelbrans- anum, frekar að mér þyki leik- konur eins og til dæmis Angelina Jolie og Charlize Theoron flottar.“ Er það meðvitað hjá þér að sækj- ast frekar í fyrirsætustörf sem tengjast karlablöðum en til dæmis hátísku? „Já, ég hef ekki útlitið sem passar í hátískuna, ég spila auðvitað úr því sem ég hef. Ég hef ákveðna ímynd og ég fylgi henni, það má segja að markaðs setningin á sjálfri mér sé alveg úthugsuð.“ Þegar talið berst aftur að fyrir- myndum segir Ásdís að mamma hennar hafi verið henni fyrir- mynd, dugleg einstæð móðir. „En ég held að stærsti áhrifavaldurinn hafi verið börnin mín. Ég var nátt- úrlega mjög ung mamma, bara sautján. Og það voru allir að segja við mig að nú væri ég bara bundin niður það sem eftir er. En ég ákvað einmitt að hlusta ekki á það og ná bara enn lengra. Og ég hef náð lengra með hverju barninu sem ég eignast.“ Fallegust nývöknuð Nú eru börnin þrjú, það elsta, 11 ára strákur, býr hjá pabba sínum á Íslandi. En hin tvö, þriggja og átján mánaða, á hún með eigin- manni sínum, Garðari. Þau Garð- ar hafa verið saman í sex ár og segist Ásdís Rán ekki endilega hafa búist við löngu sambandi þegar þau byrjuðu saman. „Hann var líka svo ungur, bara nítján, miklu yngri en ég sem var 23 ára. En það er ágætt að fá kallana svona unga og geta mótað þá,“ segir hún og brosir. Hvernig gengur ykkur að halda hjónaband- inu fersku? „Við erum frekar dug- leg að gera hluti saman, það er nauðsynlegt að passa að rotna ekki hvort í sínu horninu. Það er mikil- vægt að gera eitthvað skemmti- legt með makanum, þá viðheldur maður lostanum.“ Hvað finnst Garðari um athygl- ina sem þú færð? „Við erum ekk- ert í samkeppni um athygli fjöl- miðla eins og stundum er verið að reyna að halda fram. Hann er bara að spila sinn fótbolta, vinnur við það. Og ég sinni mínu. En hann er nú stundum að hlæja að mér þegar ég er ómáluð heima með hárið í klessu.“ Tekurðu þig til fyrir hann? „Já, ég geri það alveg en annars finnst honum ég vera fallegust nývöknuð.“ Nú er fjölskyldan komin til Íslands í jólafrí. Og Ásdís Rán getur ekki fengið nóg af jólalögun- um sem óma á öllum útvarpsstöðv- um. „Mér finnst heldur aldrei of mikið af skrauti, því meira því betra. Jólin eru frábær, það er svo notalegt að vera með fjölskyld- unni, borða góðan mat og það eru allir glaðir um jólin.“ Í nýjasta tölublaði búlg- örsku útgáfu karlaritsins Max er tíu blaðsíðna viðtal með myndum af Ásdísi Rán. Tölublaðið er það söluhæsta hingað til og skákar forsíðan með Ásdísi til að mynda ítölsku þokkadísinni Monicu Belucci. Sem sjá má nota Búlgarar hið kyrilíska letur, eins og gert er til dæmis í rússnesku. Á forsíðunni á MAX ÆTLAÐI EKKI ENDILEGA AÐ VERÐA FRÆG „Það hefur alltaf verið svona, ég sel flest allt vel og fjölmiðlar þrífast náttúrlega á því.“ Mér líst vel á bloggarana sem komm- entuðu hjá mér og Ósk og óskuðu eftir Barbie Ásdísi og Garðari fyrir Jólin HAGKAUP FARIÐI AÐ VINNA Í ÞESSU! Ég vil nýta tækifærið og bjóða bróður dóttur mína velkomin í heiminn í dag! Hún fær væntanlega að heita ÁSDÍS RÁN er það ekki Ægir minn?? hihi... hún er allavega alveg eins og ég! Ég verð úr sambandi í einhverja daga núna frá og með morgun deginum þegar ég slít tölvuna úr sambandi þangað til hún kemst i samband aftur í Búlgariu. Kossar & knús Ásdís bloggar á asdisran.blog.is Af blogginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.