Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 76
 13. desember 2008 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 13. desember ➜ Dagskrá Norræna húsið við Sturlugötu stendur fyrir fjölbreyttri dagskrá í dag. Aðgangur ókeypis. 12.34 Lifandi jóladagatal 13.00 Stúlknakór úr Söngskólanum Domus Vox flytur jólalög. 14.00 Ævintýrið Óskin eftir Sigrúnu Sól verður sýnt í sýningarsal í kjallara hússins. 15.00 Lúsíuhátíð þar sem sænskætt- uð börn fagna aðventunni. ➜ Tónleikar 17.00 Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, flytur jólalög á tónleikum í Salnum, Hamraborg 6 í Kópavogi. 17.00 Ópera Skagafjarðar og Söng- skóli Alexöndru verða með tónleika í Félagsheimilinu Ljósheimum í Skaga- firði. 17.00 Kór Akraneskirkju og hljóm- sveitin Mannakorn verða með jóla- tónleika í húsnæði sem áður hýsti m.a. verslunina Nettó og er við Kalmansvöll 1 á Akranesi. 20.00 Jólatónleikar í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Flytjendur á tónleikunum eru rúmlega 100 talsins og telja tvo kóra, hlóðfæraleikara, dans- ara og söngvarana Egil Ólafsson, Esther Jökulsdóttur, Ívar Helgason, Margréti Árnadóttur og Ólaf Má Svavarsson. 21.00 Ragnheiður Gröndal verður með aðventutónleika á Græna Hattin- um, Hafnarstræti 96 á Akureyri. Húsið opnar kl. 20.00. 21.00 Ljótu hálfvitarnir verða með tónleika á Café Rosenberg við Klapp- arstíg. 22.00 Brain Police verður með tón- leika á Cafe Amsterdam við Hafnar- stræti. Einnig munu koma fram Foreign Monkeys og Cliff Clavin. Karlakór Reykjavíkur heldur tvenna aðventutónleika í Hallgrímskirkju við Skólavörðuholt. Þeir fyrri eru kl. 17 en þeir seinni kl. 21. ➜ Opnanir 16.00 Nemendur á listasviði Fjöl- brautarskólans í Breiðholti opna samsýningu í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu við Pósthússtræti. Sýningin er opin mán. 9-17, þri. 9-22.30, mið. 9-17, fim. 9-20 og föst. 9-17. 17.00 Fyrsta einkasýning Baldurs Geirs Bragasonar verður opnuð í Kling og Bang galleri, Hverfisgötu 42. Opið fim.-sun. kl. 14-18. Enginn aðgangseyrir. ➜ Fyrirlestrar 13.00 Dr. Terry Gunnell þjóðfræðingur flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins um trú og siði kringum íslensku jólin í aldanna rás. Fyrirlesturinn er á ensku. Aðgangur ókeypis. Þjóðminja- safnið við Suðurgötu. ➜ Sýningar Árleg jólasýning Gallerís Foldar hefst í dag. Á sýningunni verður úrval verka eftir helstu myndlistarmenn gallerísins auk verka gömlu meistaranna. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14. opið lau. 11-22, sun 13-18, mán.-mið. 10-18, fim-föst. 10-22. Nemar á 2. ári myndlistadeildar LHÍ hafa opnað samsýningu á verkum sínum að Skipholti 11-13. Sýningin er opin lau. og sun. kl. 13-17. ➜ Markaðir Í Gerðubergi verður markaður milli kl. 13-16 þar sem Breiðhyltingar og aðrir geta selt ýmsan varning. Þar verður meðal annars alþjóðlegur skiptibóka- markaður og eru allir hvattir til að koma með bækur og tímarit á erlendum tungumálum og taka sér bók í staðinn. ➜ Uppákomur 11.00 Jólasveinarnir koma við á Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu, alla daga fram að jólum. Í dag kemur Giljagaur til byggða. Aðgangur ókeypis. Jólaþorpið á Thorsplani við Strandgötu í Hafnarfirði er opið 13-18. Fjölbreyttur varningur í jólahúsum og skemmtidag- skrá. ➜ Upplestur 16.00 Auður Jónsdóttir, Gunnar Her- sveinn, Jón Hallur Stefáns- son, Þórður Helgason og Guðmundur Andri lesa upp úr bókum við langeldinn á Landnámssýn- ingunni við Aðalstræti 16. Að lestri loknum býðst gestum að skoða sýninguna. Aðgangur ókeypis. 21.00 Rannveig Þórhallsdóttir les upp úr bók sinni „Ég hef nú sjaldan verið algild - ævisaga Önnu á Hesteyri“ í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Seyð- isfirði. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Hrefna Guðmundsdóttir er indí- ánastelpa sem gengur í Hagaskóla og var fermd í Dómkirkjunni í vor. Hún hleypir jafnöldrum sínum og lesendum bókarinnar Martröð í dagbókina sína og þar með inn í æsispennandi heim, langt frá Íslandi í baráttu við eiturlyfja- kónga í Mexíkó. Það er Hallveig Thorlacius sem er höfundur skáldsögunnar um Hrefnu. Hallveig er löngu kunn sem sögukona. Hún hefur fært börnum ævintýri úr Sögusvuntunni bæði hér heima og víða um lönd. Brúðuleikhúsið hefur verið hennar aðalsmerki sem hún hefur borið með sóma. Nú leitar Hallveig á ný mið og ef litið er á spæjarahæfi- leika Hrefnu þá kæmi ekki á óvart þótt hún ætti eftir að glíma við fleiri gátur á næstu árum. Martröð er æsispennandi saga frá fyrstu síðu. Bakgrunnur Hrefnu er ævintýralegur sem auðveldar lesendum samsömun með henni, það eru litlar líkur á því að stúlkur á Íslandi hafi fundist þriggja ára gamlar uppi í tré í Mexíkó. Flestum þætti hins vegar skemmtilegt að geta státað af slíkri sögu. Sögu- þráðurinn er hraður, sem dregur úr dýpt sögunnar, en kemur þó ekki að sök því úr verður hraður reyfari fyrir unglinga. Hallveig fléttar inn í söguna fræðslu um sögu indíána í Mexíkó. Hér norður á hjara þekkja menn lítið til ættbálkasögu Suður-Amer- íku og spennandi að lesa um hana. Inn á milli veltir Hrefna fyrir sér stöðu Íslands gagnvart náttúru- vernd og stöðu landsins í hörðum heimi eiturlyfjanna. Með því vekur höfundur athygli á mikilvægi fræðslu til þeirra sem landið erfa á stöðu þess í heiminum. Tvær ljósmyndir eru í bókinni, annars vegar sú sama og á forsíðu og hins vegar mynd af afa og ömmu Hrefnu. Ljósmyndirnar gera sög- una trúverðugari, en upplýsingar um uppruna seinni myndarinnar vantar. Auk ljósmyndanna eru í bókinni teikningar Hrefnu textan- um til stuðnings, þó það komi hvergi fram er nokkuð víst að þær séu höfundar. Martröð er spennusaga sem gríp- ur lesandann með sér frá fyrstu síðu. Hildur Heimisdóttir Fundin hetja á grein BÓKMENNTIR Martröð Hallveig Thorlacious Salka ★★★★ Grípandi spennusaga Fjölskylduhelgi í Norræna húsinu Laugardagur 13. desember Sunnudagur 14. desember Opið 12 - 17. Enginn aðgangseyrir 12.00 Jólahlaðborð 12.34 Lifandi jóladagatal - Hildur Vala 13.00Domus Vox – stúlknakór syngur jólalög 14.00Óskin - barnaævintýri með söngvum 15.00LUCIA - sænskættuð börn fagna aðventunni 12.00Jólahlaðborð 12.34Lifandi jóladagatal – Duo Stemma, tal og tónar fyrir þau yngstu 13.30Álfabörnin Þorri og Þura leita að jólaskapinu hans Þorra Ný gjafavörurverslun og jólamarkaður Einstök málverkasýning í sýningarsalnum sænska listakonan Ebba Hammarskiöld Norræna húsið Sturlugötu 5 101 Reykjavík Sími 551 7030 nh@nordice.iswww.nordice.is Gefum góðar stundir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV lau. 13/12 örfá sæti laus Síðasta sýning! Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL lau. 13/12 örfá sæti laus Sala hafin á sýningar í janúar Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson lau. 13/12 þrjár sýningar, uppselt sun. 14/12 þrjár sýningar, uppselt Uppselt í desember, aukasýningar í sölu Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin Sýningar í janúar komnar í sölu Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Frumsýning 26. desember Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf sem gleður alla www.leikhusid.is GERÐUBERG Í DESEMBER 13. desember kl. 13-16 Desembermarkaður Jólastemmning í húsinu; Ingveldur Ýr & sönghópur troða upp, upplestur á ýmsum tungumálum og alþjóðlegur skiptibókamarkaður 18. desember kl. 12:15 Klassík í hádeginu BRAHMS Sólveig Samúelsdóttir Svava Bernharðsdóttir Sigurbörn Bernharðsson Nína Margrét Grímsdóttir GERÐUBERG www.gerduberg. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.