Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 80

Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 80
 13. desember 2008 LAUGARDAGUR Er síminn til þín? Lifðu núna Kláraðu málið á vodafone.is og fáðu símann sendan heim Nokia 5310 Xpress Music 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 3.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 34.900 kr. Nokia 2680 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 19.900 kr. F í t o n / S Í A folk@frettabladid.is > LÍKAR BECKHAM-HJÓNIN Seal segir að David og Victoria Beckham séu tvær af almennilegustu og gáfuðustu manneskj- um sem maður gæti óskað sér að hitta. Breski sálarsöngvarinn, sem er kvæntur ofurfyrirsæt- unni Heidi Klum, segir þau vera ósköp venju- lega fjölskyldu. Hann vill meina að börn segi mikið til um hvernig foreldrar þeirra séu og segir þrjá syni Victoriu og David vera kurteisustu börn sem hann hafi hitt. Ákvörðun Alþingis um hækka áfengisgjaldið um 12,5 prósent fer öfugt ofan í eigendur öldurhúsa í Reykjavík. Þótt sumir telji of snemmt að gefa út dánarvottorð næturlífs í Reykjavík þá er því spáð að næstu mánuðir einkennist af lokunum og fámenni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu er verð á hálfum lítra af bjór víða á bilinu 7-800 krónur. Með ákvörðun Alþingis um hækkun áfengisgjaldsins má fast- lega gera ráð fyrir því að bjórinn verði seldur á 800 til 900 krónur. Á sumum stöðum gæti verð á þess- um vinsæla miði farið upp í þúsund krónur. Sem verða að teljast tíðindi í íslenskri barmenningu enda ekki ýkja langt síðan hægt var að súpa á köldum bjór fyrir fimm hundruð krónur. Kormákur Geirharðsson á Ölstofunni segir þetta vera kalda gusu í andlitið. „Við höfum reynt að taka á okkur þær hækkanir sem hafa verið í þjóðfélaginu en við getum ekkert gert við þessu,“ segir Kormákur sem telur ríkisstjórnina vera að skjóta sjálfa sig í fótinn. Ísland veki mikla athygli fyrir lágt verð en nú eigi bara að hækka verðið á einni vinsælustu afþrey- ingu komumanna. „Til hvers eiga menn eiginlega að vera að koma hingað þegar allt er búið að hækka svona mikið. Það er bara verið að slátra skemmtistöðunum,“ segir Kormákur. Guðfinnur Karlsson, eigandi Priksins í Bankastræti, saup hveljur yfir þessum tíðidnum. „Eigum við þá ekki bara að vona að lögreglustjórinn takmarki opnun- artímann við tólf á miðnætti og þá getum við bara farið að loka sjopp- unni,“ segir Guðfinnur í háðsleg- um tón. Hann segir þessa ákvörðun gera allt miklu erfiðara og er ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þessir gamalgrónu staðir gætu staðið þetta af sér en við eigum örugg- lega eftir að sjá verulega fækkun skemmtistaða.“ Bæði Guðfinnur og Kormákur óttast að nú hafi skapast grundvöll- ur undir fjörugt næturlíf í úthverf- um. Miðbærinn eigi hins vegar eftir að verða nokkuð rólegur. Guð- finnur er jafnframt handviss um að landasölum og bruggurum eigi eftir að vaxa fiskur um hrygg í ljósi þessara hækkana Arnar Þór Gíslason á English Pub segir að menn verði bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Allir í þjóðfélaginu verði fyrir þessum þrengingum og eig- endur skemmtistaða séu ekkert undanþegnir því. „Auðvitað er þessi hækkun sjokk. En ég er ansi hræddur um að þetta sé aðeins ein af mörgum hækkunum. Maður verður þá bara að vinna meira fyrir minna kaup en þannig er þetta hjá öllum.“ freyrgigja@frettabladid.is Bjór verður enn dýrari á börunum ÁHYGGJUFULLIR Kormákur Geirharðsson og Guðfinnur Karlsson eru ósátt- ir við hækkun áfengisgjalds. Þeir segja hækkunina vera kalda tusku framan í andlitið. Þótt of snemmt sé að gefa út dánarvottorð miðbæjarins hafi þarna skapast grundvöllur fyrir landasölu og fjörugu næturlífi í úthverfum borgar- innar. Og það geti varla verið eitthvað sem lögregluyfirvöldum hugnist.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.