Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 58
50 13. desember 2008 LAUGARDAGUR NOKKRAR AFSAGNIR Í ÖÐRUM LÖNDUM: breyttust dálítið og við gætum rætt þetta málefnalegar en við höfum gert hingað til. Því þetta gengur ekki svona, það held ég að sé öllum ljóst.“ Þingræðið ekki nógu mikið Valgerður Sverrisdóttir, starfandi formaður Framsóknarflokksins, segir það „dálítið sérstakt“ að ráð- herrar á Íslandi segi nærri aldrei af sér og að Alþingi hafi aldrei kært ráðherra til Landsdóms. Hér á landi hafi ekki skapast hefð fyrir slíku. „Þetta hefur kannski eitthvað með það að gera að það eru meiri- hlutastjórnir sem eru við völd. Það er dálítil trygging fyrir því að ráð- herrunum finnist sér vera sætt. En á hinum Norðurlöndunum hefur verið meira um minnihluta- stjórnir og þjóðþingin hafa verið sterkari þar en hér,“ segir hún. Sérð þú sjálf ástæðu til þess að einhver einstakur ráðherra segi af sér vegna efnahagshrunsins? „Það hefur ekki komið fram formlega nein tillaga um það en það sem hefur birst af hálfu stjórn- arandstöðunnar er þetta vantraust á alla ríkisstjórnina og það kemur til af því að öll ríkisstjórnin er meira og minna innvikluð í þetta mál. Það er kannski ekki auðvelt að taka einn út frekar en annan. En vissulega má segja að ef ætti að taka einhverja út þá hafa við- skiptaráðherra og fjármálaráð- herra verið nefndir í því sam- hengi,“ segir Valgerður. En ert þú sjálf sammála því að þeir eigi að segja af sér? „Ég veit ekki hversu mikið ég á að segja um það. En ég flutti van- trauststillögu á ríkisstjórnina og það er það sem hefur komið út opinberlega af minni hálfu.“ VG vill full umskipti Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður VG, segir að með van- trauststillögu sinni hafi flokkur- inn krafist þess að ríkisstjórnin í heild sinni segði af sér. En er ekki hægt að taka eitt skref í einu og byrja á því að ein- hver sæti ábyrgð? „Ég held að allt settið þurfi að fara og þess vegna er ég að tala um nýjar kosningar og þess vegna sáum við allan tímann fyrir okkur þjóðstjórn í mjög skamman tíma,“ segir hann. Spurður hvers vegna VG krefj- ist þess ekki að einstakir embætt- ismenn eða ráðherrar segi af sér segir Ögmundur að flokkurinn hafi „bara krafist þess að það verði algjör umskipti, alls staðar...“ En nú hefur til dæmis umhverf- isráðherra ekkert gert af sér? „Auðvitað er ríkisstjórnin í heild sinni ábyrg, annaðhvort fyrir að vita og þegja eða að vita ekki og vera svona fullkomlega andvara- laus þegar hættumerkin blikkuðu og þegar oddvitar ríkisstjórnar- innar voru upplýstir um hve alvar- legt málið væri. Í byrjun þessa árs þá halda þau út í heim [Geir og Ingibjörg] til að segja fjárfestum að allt sé í himna- lagi og þeir halda áfram að hlaða á okkur skuldunum og ef þetta er ekki pólitísk ábyrgð þá veit ég ekki hvað það er. Það er mjög alvarlegt að þau skuli neita að axla hana með því að boða til kosninga þegar í stað,“ segir Ögmundur Hann vill frekar kosningar en afsagnir. En þú myndir ekki sætta þig við í millitíðinni að þeir sem beri ábyrgð hætti; geta þeir ekki sagt af sér þótt það verði kosið seinna? „Nei, það er enginn millivegur í þessu. Ég horfi á þetta heildstætt, á ríkisstjórnina í heild sinni, og tel að eina leiðin til að leiða málin til lykta og hefja vegferðina út úr þessu foraði, sem við erum í, sé að boða til kosninga. Ég vil að niður- staðan verði algjör endurnýjun og að þjóðinni verði gefið svigrúm í alþingiskosningum.“ Björgvin, Árna og Davíð burt Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, hefur aldrei setið í ríkisstjórn og það er ef til vill þess vegna sem hann lítur öðruvísi á málin en félagar hans sem rætt var við hér áður. Guðjón fer ekki í grafgötur með að best færi á því að ráða- menn hirtu pokann sinn og létu sig hverfa. Hvetur þú einhvern ráðamann til að segja af sér vegna efnahags- hrunsins? „Ég hef ekkert val um það, vinur, ég er í stjórnarandstöðu, sem er tuttugu manns, og hún ræður engu. En við höfum lagt fram frumvarp um að Seðlabankinn verði endur- skipulagður alveg upp á nýtt. Við teljum að það eigi að vera einn faglega ráðinn seðlabankastjóri og að hann sé með hagfræðimenntun eða slíkt. Eins og staðan er í dag væri það eðlilegt að hann íhugaði að draga sig í hlé.“ En einhver ráðherra? „Við teljum að ekki hafi verið haldið nægilega vel á okkar málum varðandi bankamálastarfsemina og auðvitað ber Björgvin Sigurðs- son ábyrgð á því, og fjármálaráð- herra líka.“ Þannig að þeir tveir ættu að segja af sér? „Já, ég held að þeir ættu að huga að sinni stöðu eins og málum eru komið. Svo höfum við auðvitað borið upp vantraust á ríkisstjórn- ina sem var fellt. Úr því að menn töldu ekki ástæðu til að þjóðin fengi að kjósa í byrjun næsta árs tel ég að þessi rannsóknarnefnd eigi að gefa út áfangaskýrslu í vor svo þjóðin fái að vita hvað hefur verið í gangi og geti svo kosið út frá því í vor, eða í síðasta lagi í nóvember þegar lokaskýrslan birtist.“ Í útlöndum segir fólk oft af sér af samviskuástæðum eins og sagt er. En oftar til að lágmarka skaða eða styrkja stöðu sína eða ríkis- stjórnarinnar. En stjórnmálamenn segja einnig af sér til að vekja athygli á sínum mál- stað, og snúa þá gjarnan aftur síðar, sterkari en ella. Hér á eftir eru nokkur nýleg dæmi um stjórnmálamenn sem drógu sig í hlé, án þess að hafa beinlínis framið afglöp í starfi. 2001 Andrea Fischer, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir af sér eftir að hún er gagnrýnd harkalega fyrir aðgerðir sínar gegn kúariðu. „Ég verð að viðurkenna [eftir umtalið] að trú þýskra borgara á hæfni ríkisstjórn- arinnar til að leysa þetta riðuvandamál, hefur minnkað.“ 2004 Svend Aage Jensby, varnarmálaráðherra Danmerk- ur, segir af sér vegna gagnrýni á framgöngu hans ráðuneytis í Íraksstríðinu. Stofnun innan ráðuneytisins hafði haldið því fram að Írakar ættu gereyðing- arvopn. 2008 Marina Silva, umhverfis- ráðherra Brasilíu, segir af sér eftir að henni mistekst að koma í veg fyrir framkvæmdir á Amazon-svæðinu, sem hún var persónulega á móti. Hún sagðist hafa einangrast í stjórnkerfinu, meðal annars vegna andstöðu sinnar við vatnsaflsvirkjanir. 2005 Forsætisráðherra Líbanons, Omar Karami, segir af sér eftir kröftug mótmæli almennings gegn utanríkis- og varnarmála- stefnu hans. Hann sagðist gera þetta svo ríkisstjórn sín stæði ekki í vegi fyrir friði. 2007 Mikael Odenberg, varnar- málaráðherra Svíþjóðar, dregur sig í hlé í mótmælaskyni við niðurskurð í varnarmálum. 2008 Innanríkisráðherra Ind- lands, Shivraj Patil, segir af sér eftir hryðjuverkaárásir í Mumbai. Ástæðan var sú að hann hefði ekki komið í veg fyrir árásirnar og hefði gengið illa að lágmarka skaðann af þeim. Patil sagðist vilja bera „siðferðislega ábyrgð“. 2008 Ilkka Kanerva, utanríkis- ráðherra Finnlands, lætur sig hverfa eftir að upp kemst að hann hafði sent dansmeyjum klúr sms-skilaboð. Flokksfor- ystan krafðist afsagnar hans. 2008 Sari Sarkomaa, menntamálaráðherra Finnlands, segist vilja sinna börnum sínum betur og hættir. Við teljum að það eigi að vera einn faglega ráðinn seðla- bankastjóri [...] Eins og staðan er í dag væri það eðlilegt að hann íhugaði að draga sig í hlé.“ GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Formaður Frjálslynda flokksins virðist vera sá eini af leiðtogunum þremur sem telur mikilvægt að stokkað sé upp í ríkisstjórn og meðal embættismanna. Hann hefur aldrei verið ráðherra, ólíkt hinum. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Formaður Framsóknar bendir á íslenska hefð og hve veikt Alþingi er gagnvart ráðherrum, spurð hví menn séu aldrei beðnir að hætta. 2008 Vilasrao Deshmukh, forsætisráð- herra fylkisins þar sem hermdarverkin voru framin, segir einnig af sér. „Í lýðræðisríki verður maður að virða reiði fólksins og angist,“ sagði hann. ÖGMUNDUR JÓNASSON Þingflokksformaður VG telur einu færu leiðina vera þá að boðað verði til kosninga. Hann sér ekkert unnið með því að stakir ráðherrar hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.