Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 64
56 13. desember 2008 LAUGARDAGUR Hvernig atvikaðist það að þú varðst talsmað- ur NATO í Írak og svo varatalsmaður NATO í Afganistan? Ég hef alltaf haft blaðamennsku og almannatengsl sem mitt öryggisnet þegar það gengur illa í bóka- og bíóskrifum. Þegar ég kom heim um áramótin 20034, eftir að hafa klárað bíómyndina Sterkt kaffi í Tékk- landi, fór ég strax að vinna hjá almanna- tengsla fyrirtækinu Inntaki. En þótt það sé betur launað en bókaskrifin þá vann það ekki mikið á skuldunum sem ég hafði safnað upp. Ég fór þá að líta í kringum mig og sótti um hjá World for food-program og var eiginlega kominn með starf hjá þeim, þar sem ég átti að þvælast um Súdan með bakpoka og safna fréttum, þegar þetta tækifæri til að vera tals- maður NATO í Írak bauðst. Þetta var ekki mikið starf enda leiðangur NATO í Írak aðeins um 250 manns. En varatalsmanns- starfið í Afganistan, sem er mun valdameira og ábyrgðarfyllra starf enda um 53.000 manna leiðangur að ræða, fékk ég líklegast út á reynslu mína í Írak en frá þeim leiðangri fór ég með afbragðsgóð meðmæli frá öllum mínum yfirmönnum. Hver hafði starfsferill þinn verið þangað til og viðbrigðin? Viðbrigðin í starfinu voru ekki mikil. Almannatengslastarfið er eins hvar sem er í heiminum. Eini munurinn á því að vinna fyrir stórfyrirtæki heima á Íslandi eða stórfyrirtækið NATO er sá að í stað þess að setja á þig bindið á morgnana seturðu á þig byssubeltið. Síðan er starfið eins. Maður situr fyrir framan tölvuna og skrifar frétta- tilkynningar eða almannatengslaplön, djókar við starfsfélagana eins og heima og reynir að koma upplýsingum til blaðamanna eins fljótt og auðið er. Það eru aðeins örlítil smáatriði í umhverfinu sem maður þarf að venjast eins- og til dæmis að það sé alltaf verið að skjóta sprengjum að þér, skjóta úr vélbyssum á bíl- inn þinn ef þú skreppur á milli staða og þess- háttar óþægindi sem venjast samt furðu fljótt. Studdir þú innrásina í Írak? Nei, en ég var samt ekki á móti henni heldur á þeim tíma. Ég hefði ekki viljað vera í þeim flokki manna sem mótmæltu með látum þeirri áætlun að koma einum ógeðslegasta einræðisherra síð- ustu aldar frá völdum, manni sem setti fólk í hakkavélar og hélt allri þjóðinni í óhugnan- legum óttagreipum. En eftir því sem tíminn líður hefur komið í ljós að allt of mikið af þeirri gagnrýni sem andmælendur innrásar- innar höfðu uppi reyndist réttmætt. Innrásin var byggð að einhverjum hluta á blekkingum og lygum sem er sárt fyrir alla sem annars hafa hugsað hlýtt til Bandaríkjanna. Og þótt í Írak hafi átt að búa þjóðinni betra samfélag þá hefur það ekki enn tekist. En leiðangurinn sem ég tók þátt í hafði ekkert með innrásina að gera. Hann var gerður út löngu seinna með eitt aðalmarkmið: að byggja herskóla í Bagdad. Ég hef aftur á móti haldið mig frá öllum vangaveltum um innrásina og upp- bygginguna í Írak enda finnst mér það svo snúið og erfitt að réttlæta þessa innrás, því þótt Írakar hafi losnað undan hörmungum Saddams hafa þeir þurft að lifa við annars konar hörmungar í framhaldinu og jafnvel meiri en áður var. Og í bókinni tek ég enga afstöðu til stríðsins, hvað þá innrásarinnar, enda bókin ekki um það. Þótt ég hafi fengið góða gagnrýni á bókina finn ég að gagnrýn- endur eru óánægðir með að ég taki ekki afstöðu til þess, þeir vilja heyra fordæmingu eða stuðning. En fyrir mér var þetta stríð þarna og þessar hörmungar voru þarna, það var allt og sumt. Mitt stríð var annað; að halda þeim sem ég elskaði nálægt mér og vera góður við þær manneskjur. Hvernig var daglegt líf í Bagdad? Í raun eins og hvað annað daglegt líf einhvers stað- ar annars staðar. Það er þetta stanslausa við- hald á líkamanum; rakstur, sturta, tannburst- un, borða mat og meiri mat. Stundum var vatnslaust en það gerist víða í heiminum og þá reddar maður sér án vatns eða með flösku- vatni. Maður fer til vinnu sinnar en í Írak reyndi maður að forðast að fara um þá götu þar sem einhverjir höfðu fallið þann morg- uninn. Írakarnir eru ekki frábrugðnir öðru fólki þótt þeir hafi örfáa siði sem eru á annan veg. Eins og þegar ég fór að verða góður vinur nokkurra þeirra þá fóru þeir að taka í höndina á mér og leiða mig úti á götu. Fyrst þegar það gerðist svitnaði ég því ég á því ekki að venjast frá Íslandi að nokkur geri slíkt nema þá stúlkur og þá fylgir yfirleitt djúpur koss í framhaldinu og mér fannst þetta því mjög óþægilegt, en svo vandist það. Enda kom aldrei koss í framhaldinu, þetta er bara vinarvottur. Yfirmaður þinn í Írak var Petraeus sem nú er bandarísk stríðshetja. Hvernig var samstarf ykkar? Það var magnað að vinna fyrir Petraeus. Hann dregur það besta út hjá sérhverjum manni. Hann er sjarmerandi, vinnusamur, orðsnjall, vinalegur en getur einnig sýnt hörku þegar það á við. Hann rak miskunnarlaust þá sem honum fannst ekki vera að sinna sínu starfi og það var sama hvaða stöðu þeir gegndu. Petraeus náði mjög góðu sambandi við Írakana sem ég held að hafi skipt miklu máli í árangri hans síðar meir. En Petraeus var sendur heim þegar ég var þarna og undraðist ég það mjög þar sem mér fannst hann bera af bandarísku hers- höfðingjunum sem geta verið misjafnir. Menn voru almennt sammála um að hann hefði verið sendur heim af því að hann var strax þá farinn að verða hálfgerð stjarna í bandarískum fjölmiðlum. Menn vildu meina að hershöfðingi ætti ekki að verða svona stór. Þú ert eini Íslendingurinn sem var við- staddur réttarhöld Saddams Hussein. Hvern- ig kom hann þér fyrir sjónir? Það er eins og svo oft þegar maður hittir illmenni að maður verður fyrir miklum vonbrigðum með að það skuli ekki vera með horn og hala. Við réttar- höldin var Saddam afskaplega vinalegur og kurteis. Hann virkaði á mann eins og næs og þægileg persóna sem án nokkurra mótmæla hlýddi tæplega tvítugum vopnlausum strák- um sem leiddu hann inn í salinn. Með mér við réttarhöldin voru Írakar sem höfðu misst fjölda ættmenna sinna í miskunnarlausar hendur hans. Það var óhugnanlegt að hugsa til þess að þessi vinalegi maður hefði sett ættmenni þessara kunningja minna í hakka- vél eða pyntað með öðrum hætti til dauða. Það er svo fjarlægt ímyndunarafli Íslend- ings að missa náinn ættingja sinn sem maður elskar inn í einhvern slíkan hrylling og ólýs- anlegan viðbjóð. Samt voru Írakarnir ekki hatursfullir á meðan þeir fylgdust með rétt- arhöldunum, þeir voru sáttir, því þá hafði aldrei órað fyrir að þessi fjöldamorðingi myndi þurfa að greiða fyrir gjörðir sínar. Nú starfar þú sem varatalsmaður NATO í Kabúl. Er mikill munur á höfuðborg Afgan- istans og Bagdad? Ég fór til Kabúl í byrjun febrúar og hef verið hér síðan og verð eitt- hvað fram á næsta ár. Munurinn á milli þess- ara tveggja staða er gríðarlegur. Í Írak var sprengjum skotið á kampinn okkar á hverjum einasta degi, þegar verst lét voru daglega yfir tíu sprengjuárásir á okkar búðir ofan á allar sjálfsmorðssprengjuárásirnar og lætin meðal Írakana sem voru utan virkisveggj- anna. En ég hef verið hér í Kabúl í tíu mán- uði og það hefur aðeins ein sprengjuárás verið gerð á höfuðstöðvarnar okkar, það er allt og sumt. Auðvitað hafa nokkrar stórar sprengjuárásir verið gerðar í borginni en ekkert sem er í líkingu við Bagdad. Stuðn- ingur Afgananna við okkur hér, í Kabúl í það minnsta, er líka augljóslega miklu meiri og maður er nokkuð öruggur í borginni. Ert þú bjartsýnn á að ástandið í Afganist- an fari batnandi? Nei, persónulega er ég ekki of bjartsýnn sem stendur. Þetta ár hefur verið það versta frá innrásinni í Afganistan. Styrkur talibanar í suðrinu hefur verið að vaxa og fólk er frústrerað yfir ríkistjórninni alls staðar í landinu. Spillingin er mikil og það hafa verið mikil vonbrigði með Karzai forseta. Það eru miklar vonir bundnar við skipun Petraeusar sem yfirherforingja yfir bandarísku sveitunum í Mið-Austurlöndum, þar á meðal hér, og svo náttúrulega Obama sem mun einbeita sér að Afganistan. En ég hef mínar efasemdir um að það muni breyta miklu. Það má samt ekki líta fram hjá því góða sem er að gerast því uppbyggingin er mikil þótt spillingin í stjórnkerfinu sé líka mikil. Var ekki mikil freisting að taka dvöl þína upp á filmu þar sem þú ert nú kvikmynda- gerðarmaður? Jú, en maður verður að skilja fyrir hvern maður vinnur hverju sinni. Auð- vitað er ég fyrst og fremst rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri, en á meðan mér er treyst fyrir því að vinna sem blaðamaður fyrir eitthvert blaðið eða sem almanna- tengslamaður fyrir eitthvert fyrirtækið þá sinnir maður því eingöngu en leyfir sér kannski, ef frítími gefst, að sinna hinu. Ef ég hefði haft kvikmyndavélina við höndina allan tímann væri ég með ótrúlegt efni í höndun- um – óskarsverðlaunaefni – en þá er hætt við því að ég hefði verið rekinn fyrir löngu. Var ekki erfitt að vera svona opinskár um líf sitt eins og þú ert í bókinni? Nei, það er furðulega auðvelt. Það að játa á sig jafn hrikalegan glæp á prenti og að maður hafi verið ástfanginn er ekkert erfitt. Það eru í raun ekkert sjokkerandi upplýsingar. Ég fékk margt meira sjokkerandi upp á borð til mín í Írak heldur en þá staðreynd. Ég held að sú hrifning og sú stjórnlausa þrá sem grípur þig þegar þú verður ástfanginn sé sú falleg- asta en líka sú hættulegasta. Það breytist allt í kringum þig, ekkert verður áhugavert nema það. Efnahagskerfi geta hrunið, stórveldi riðað til falls, en ekkert skiptir þig máli nema þetta. Saddam virkaði vinalegur Um fimmtán mánaða skeið var Börkur Gunnarsson talsmaður NATO í Bagdad í Írak. Bók hans „Hvernig ég hertók höll Sadd- ams“ er nýkomin út en þar lýsir hann dvöl sinni undir sprengjuregninu. Anna Margrét Björnsson náði tali af Berki rétt áður en hann flaug til Afganistans þar sem hann vinnur nú. SPRENGINGAR Í BAGDAD Börkur á þaki höfuðstöðvanna við ána Tígris en sprengja sést lenda í bakgrunninum. Það var óhugnanlegt að hugsa til þess að þessi vinalegi maður hefði sett ættmenni kunningja minna í hakkavél eða pyntað með öðrum hætti til dauða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.