Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 91

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 91
LAUGARDAGUR 13. desember 2008 83 KÖRFUBOLTI Benedikt Guðmunds- son, þjálfari toppliðs KR í Iceland Express-deild karla, náði merkum árangri á dögunum þegar KR sigr- aði Tindastól, 96-70, á Króknum. Þetta var hundraðasti deildarsig- urinn sem lið undir hans stjórn vinnur í úrvalsdeild karla. Lið Benedikts hafa nú unnið 101 af 152 leikjum sem hann hefur stjórnað en það gerir 66 prósenta sigurhlutfall. Benedikt stjórnaði sínum fyrsta leik í Grindavík 9. nóvember 1995 þegar KR mátti sætta sig við tap, 77-103. Benedikt var þá aðeins 23 ára gamall og tók þá við starfi Axels Nikulássonar sem hætti með liðið á miðju tímabili. Fyrsti sigurinn kom strax í næsta leik þremur dögum síðar þegar KR vann ÍA, 115-88, á Seltjarnarnesi. Benedikt hefur þjálfað þrjú félög í úrvalsdeild: KR, Grindavík og Fjölni. KR vann 17 af 32 deild- arleikjum undir stjórn hans 1995- 1997, Grindavík vann 19 af 22 leikjum undir hans stjórn 1997-98 og þá vann Fjölnir 21 af 44 deild- arleikjum undir hans stjórn í úrvalsdeild frá 2004-2006. KR hefur síðan unnið 44 af 54 deildarleikjum sínum síðan Bene- dikt tók við liðinu 2006. Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, á metið sem hann bætir með hverjum sigurleik en lið hans hafa nú alls unnið 234 leiki í deildarkeppni. Bróðir hans Sigurður er enn fremur eini þjálfarinn fyrir utan Val og Benedikt sem hefur náð að stjórna liði til sigurs í 100 leikjum og er enn að þjálfa. Það gæti fjölgað fljótlega í hópnum því Friðrik Ragnarsson vantar nú aðeins fjóra sigra upp á að stjórna liði til sigurs í hundrað- asta sinn. Grindavík hefur unnið 9 af fyrstu 10 leikjum sínum og því má búast við að hundraðasti sig- urinn komi í hús fljótlega á nýju ári. - óój Sex þjálfarar hafa náð að stjórna liðum til sigurs í 100 leikjum í úrvalsdeild: Benedikt er kominn í 100 sigra klúbbinn SIGURSÆLL Benedikt Guð- mundsson, þjálfari KR, ræðir við Kristin Óskarsson dómara. SUND Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, synti í gærmorg- un á nýju íslensku stúlknameti í 100 metra fjórsundi á EM í 25 metra laug sem fram fer þessa dagana í Króatíu. Hrafnhildur synti á tímanum 1:03,24 sem er bæting hjá henni um 3/100 úr sekúndu en Íslandsmetið í greininni á Erla Dögg Haralds- dóttir úr ÍRB en hún synti á 1:02,71. Hrafnhildur endaði í 25. sæti af 34 keppendum. Í dag keppir Hrafnhildur í 100 metra bringusundi og þá keppir Sigrún Brá Sverrisdóttir, sem nýlega gekk í raðir Sundfélags Ægis, í 400 metra skriðsundi. - óþ Hrafnhildur Lúthersdóttir: Setti nýtt stúlknamet MET Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt íslenskt stúlknamet á EM í 25 metra laug í Króatíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að breyta nafni og keppnisfyrirkomulagi í Evrópukeppni kvenna frá og með næsta keppnistímabili en keppnin mun þá verða kölluð Meistara- deild kvenna. Íslandsmeistarar Vals verða fulltrúar Íslands í keppninni á næsta ári en aðeins ein umferð verður leikin í riðlakeppni í stað tveggja áður en þegar svo komið er í 32 liða úrslitin verður leikið heima og að heiman. Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna fer svo fram aðeins tveimur dögum áður en úrslitaleikur Meistaradeildar karla og leikirnir munu fara fram í sömu borg. - óþ Breyting á Evrópukeppni kvk.: Meistaradeild sett á laggirnar VALSSTÚLKUR Verða fulltrúar Íslands í nýrri Meistaradeild Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FLESTIR SIGRAR ÞJÁLFARA Í ÚRVALSDEILD: (Sigurhlutfall innan sviga) Valur Ingimundarson 234 (62%) Friðrik Ingi Rúnarsson 228 (72%) Sigurður Ingimundarson 186 (74%) Jón Kr. Gíslason 131 (74%) Gunnar Þorvarðarson 109 (73%) Benedikt Guðmundsson 101 (66%) Friðrik Ragnarsson 96 (68%) Reynir Kristjánsson 88 (58%) FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Myndform ehf • Trönuhraun 1 • Sími: 534 0400 • www.myndform.is • myndform@myndform.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.