Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 91

Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 91
LAUGARDAGUR 13. desember 2008 83 KÖRFUBOLTI Benedikt Guðmunds- son, þjálfari toppliðs KR í Iceland Express-deild karla, náði merkum árangri á dögunum þegar KR sigr- aði Tindastól, 96-70, á Króknum. Þetta var hundraðasti deildarsig- urinn sem lið undir hans stjórn vinnur í úrvalsdeild karla. Lið Benedikts hafa nú unnið 101 af 152 leikjum sem hann hefur stjórnað en það gerir 66 prósenta sigurhlutfall. Benedikt stjórnaði sínum fyrsta leik í Grindavík 9. nóvember 1995 þegar KR mátti sætta sig við tap, 77-103. Benedikt var þá aðeins 23 ára gamall og tók þá við starfi Axels Nikulássonar sem hætti með liðið á miðju tímabili. Fyrsti sigurinn kom strax í næsta leik þremur dögum síðar þegar KR vann ÍA, 115-88, á Seltjarnarnesi. Benedikt hefur þjálfað þrjú félög í úrvalsdeild: KR, Grindavík og Fjölni. KR vann 17 af 32 deild- arleikjum undir stjórn hans 1995- 1997, Grindavík vann 19 af 22 leikjum undir hans stjórn 1997-98 og þá vann Fjölnir 21 af 44 deild- arleikjum undir hans stjórn í úrvalsdeild frá 2004-2006. KR hefur síðan unnið 44 af 54 deildarleikjum sínum síðan Bene- dikt tók við liðinu 2006. Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, á metið sem hann bætir með hverjum sigurleik en lið hans hafa nú alls unnið 234 leiki í deildarkeppni. Bróðir hans Sigurður er enn fremur eini þjálfarinn fyrir utan Val og Benedikt sem hefur náð að stjórna liði til sigurs í 100 leikjum og er enn að þjálfa. Það gæti fjölgað fljótlega í hópnum því Friðrik Ragnarsson vantar nú aðeins fjóra sigra upp á að stjórna liði til sigurs í hundrað- asta sinn. Grindavík hefur unnið 9 af fyrstu 10 leikjum sínum og því má búast við að hundraðasti sig- urinn komi í hús fljótlega á nýju ári. - óój Sex þjálfarar hafa náð að stjórna liðum til sigurs í 100 leikjum í úrvalsdeild: Benedikt er kominn í 100 sigra klúbbinn SIGURSÆLL Benedikt Guð- mundsson, þjálfari KR, ræðir við Kristin Óskarsson dómara. SUND Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, synti í gærmorg- un á nýju íslensku stúlknameti í 100 metra fjórsundi á EM í 25 metra laug sem fram fer þessa dagana í Króatíu. Hrafnhildur synti á tímanum 1:03,24 sem er bæting hjá henni um 3/100 úr sekúndu en Íslandsmetið í greininni á Erla Dögg Haralds- dóttir úr ÍRB en hún synti á 1:02,71. Hrafnhildur endaði í 25. sæti af 34 keppendum. Í dag keppir Hrafnhildur í 100 metra bringusundi og þá keppir Sigrún Brá Sverrisdóttir, sem nýlega gekk í raðir Sundfélags Ægis, í 400 metra skriðsundi. - óþ Hrafnhildur Lúthersdóttir: Setti nýtt stúlknamet MET Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt íslenskt stúlknamet á EM í 25 metra laug í Króatíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að breyta nafni og keppnisfyrirkomulagi í Evrópukeppni kvenna frá og með næsta keppnistímabili en keppnin mun þá verða kölluð Meistara- deild kvenna. Íslandsmeistarar Vals verða fulltrúar Íslands í keppninni á næsta ári en aðeins ein umferð verður leikin í riðlakeppni í stað tveggja áður en þegar svo komið er í 32 liða úrslitin verður leikið heima og að heiman. Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna fer svo fram aðeins tveimur dögum áður en úrslitaleikur Meistaradeildar karla og leikirnir munu fara fram í sömu borg. - óþ Breyting á Evrópukeppni kvk.: Meistaradeild sett á laggirnar VALSSTÚLKUR Verða fulltrúar Íslands í nýrri Meistaradeild Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FLESTIR SIGRAR ÞJÁLFARA Í ÚRVALSDEILD: (Sigurhlutfall innan sviga) Valur Ingimundarson 234 (62%) Friðrik Ingi Rúnarsson 228 (72%) Sigurður Ingimundarson 186 (74%) Jón Kr. Gíslason 131 (74%) Gunnar Þorvarðarson 109 (73%) Benedikt Guðmundsson 101 (66%) Friðrik Ragnarsson 96 (68%) Reynir Kristjánsson 88 (58%) FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Myndform ehf • Trönuhraun 1 • Sími: 534 0400 • www.myndform.is • myndform@myndform.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.