Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 56
48 13. desember 2008 LAUGARDAGUR E nginn ráðamaður hefur enn sagt af sér vegna efnahagshruns- ins þrátt fyrir hávær- ar kröfur almennings og líkur á að þetta myndi auka traust á stjórn lands- ins, innanlands sem utan. Tveir leiðtogar stjórnarand- stöðu vilja ekki hvetja til afsagnar ráðherranna. Þeir vísa frekar í vantrauststillögu stjórnarandstöð- unnar, sem var felld. Aðeins for- maður Frjálslynda flokksins telur að ráðherrar skuli sæta ábyrgð. Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur telur að þjóð og þing skilji ekki til fulls hugtakið „pólit- ísk ábyrgð“. Það þýði til dæmis að ráðherra beri ábyrgð á málaflokki sínum, hvort sem hann taki ákvörðun sem leiðir til ófara eður ei. En hér á landi þurfi ráðherra nánast að fremja afbrot til að afsögn sé rædd sem möguleiki. „Lög um ráðherraábyrgð taka á afglöpum í starfi og eftir þeim er hægt að dæma ráðherrann. Þessi lög hafa hins vegar aldrei verið notuð. En pólitísk ábyrgð er víðara hugtak en þetta og það er eins og vanti skilning á þessu meginprins- ippi: Ráðherra ber pólitíska ábyrgð á sínum málaflokki og ef eitthvað fer úrskeiðis þar ber hann ábyrgð gagnvart Alþingi.“ Ráðherrann þurfi ekki að hafa unnið nokkuð til saka en með því að hann segi af sér, eftir ófarir í sínum málaflokki, sé tryggt að ráðherrar yfirleitt sinni sínu starfi og séu vel á verði. Hér á landi er algengara að leggja fram vantrauststillögur; umræðuhefð fyrir öðrum leiðum sé ekki til. „En það verður að vera einhver millivegur. Þótt alvarlegt mál komi upp í einu ráðuneyti þýðir það ekki endilega að ríkisstjórnin í heild þurfi að fara. Oftast er það ekki þannig.“ Birgir segir stjórnarandstöðuna hafa ákveðnum skyldum að gegna, til dæmis til að ræða traust og trú- verðugleika stofnana ríkisins og að ræða ábyrgð einstakra ráðherra. Getur verið að stjórnarandstaðan telji sig einfaldlega ekki græða á því að stjórnin losi sig við óþægi- lega ráðherra? „Já, það gæti verið ein af skýr- ingunum; að menn líti á það sem hvítþvott að einn ráðherra fari en leiðtogar stjórnarinnar sitji áfram. En það er líka tilhneiging á Íslandi til að forðast svona umræðu og talað um að „persónugera“ hlut- ina. Þingmenn vita líka að einn góðan veðurdag gætu þeir lent í sömu stöðu. Þetta er þá svona regluverk þeirra í millum og þeir því ekki mjög harðir þegar kemur að þessu.“ Vantar öll prinsipp? Varnarmálaráðherra einn í Sví- þjóð sagði af sér fyrir um ári, rifj- ar Birgir upp. Sá hafði orðið undir í slag við fjármálaráðherrann um fjárveitingar. Hann lýsti því þá yfir að hann treysti sér ekki til að bera ábyrgð á stefnu ríkisstjórn- arinnar í varnarmálum. „Ef þú treystir þér ekki til að framfylgja stefnunni er eðlilegt að þú segir af þér og þá getur ein- hver annar tekið við. Þarna er þá einhver lína sem þú ferð ekki yfir. Þannig viðheldur þú þínum heilindum og trausti gagnvart kjósendum. Ríkisstjórnin heldur líka sinni línu og ábyrgðin er þá á báða vegu.“ Þetta þætti saga til næsta bæjar á Íslandi … „Já, ég held að þetta sé að koma í bakið á íslenskum stjórnmála- mönnum í dag, nú er gríðarlegt vantraust á þeim og flokkunum. Þeir hafa orð á sér fyrir að sækja í völd fremur en annað og það byrj- aði með borgarstjórn Reykjavík- ur. Þegar efnahagskreppan skell- ur á sitja stjórnmálamenn dálítið í súpunni.“ Ein orsök þessa sé „klúbbas- temning“ meðal þeirra sem taka þátt í opinberu lífi, þar með talið fjölmiðlamanna, en einnig að hér er ekki hefð fyrir því að stokka rækilega upp í ríkisstjórnum. Gullið tækifæri Birgir er á því að nú séu kjörað- stæður til að þróa íslenska lýð- ræðishefð. Krafa almennings sé nokkuð hávær og nauðsynlegt að forystumenn bregðist við því með einhverjum hætti. „Það væri mjög mikilvægt í kjölfarið á þessu að viðhorfin Stjórnarandstaðan ósammála um hvort ráðherrar skuli hætta Enginn ráðamaður hefur sagt af sér í kjölfar efnahagshrunsins. Tveir gamalreyndir leiðtogar stjórnarandstöðunnar sjá heldur ekki ástæðu til þess. Sá þriðji telur það eðlilega kröfu. Stjórnmálafræðingur segir í samtali við Klemens Ólaf Þrastarson að hefð fyrir þessu skorti á Íslandi. Nú sé hins vegar tækifæri til að breyta því og þróa íslenska lýðræðishefð. Annað gangi ekki lengur. Lög um ráðherraábyrgð voru samþykkt 1963. Í þeim kemur fram að ráðherra megi krefja ábyrgðar vegna van- rækslu starfa sinna, líkt og virðist hafa gerst í efnahags- hruninu. Einnig má sækja þá til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna. Fyrir utan þetta er tekið fram að það varði ábyrgð ráðherra „ef hann verður þess vald- andi, að nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt er skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins“. Einnig ef hann gerir nokkuð sem „stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir“. Svokallaður Landsdómur dæmir í málum sem fjalla um ráðherraábyrgð, en hann hefur aldrei komið saman, enda hefur Alþingi aldrei notast við úrræðin sem finna má í lögum um ráðherraábyrgð. Enginn ráðherra hefur verið kærður af Alþingi. Sigurður Líndal lagaprófessor var spurður um ráðherra- ábyrgð í Fréttablaðinu hinn 13. september. Hann lýsti henni svo: „Ráðherrann ber ábyrgð á stjórnarframkvæmd allri, það stendur í stjórnarskránni. Telji þingmenn að undirstofnun hafi gert mistök og ráðherra megi þar um kenna, vegna eftirlits- og aðgæsluskyldna, þá getur Alþingi lýst yfir vantrausti og ráðherra ber að víkja. Hitt er svo annað mál að þetta er því miður dauður bókstafur og hefur ekki gerst í háa herrans tíð.“ Sigurður kennir fyrirkomulagi þingræðis um þetta, líkt og Valgerður Sverrisdóttir gerir hér í viðtalinu. ÁBYRGÐ DAUÐUR BÓKSTAFUR Nú er gríðarlegt vantraust á þeim og flokkunum. Þeir hafa orð á sér fyrir að sækja í völd fremur en annað. BIRGIR HERMANNSSON Segir að Íslendinga skorti umræðuhefð um aðra möguleika en vantrauststillög- ur. Ríkisstjórnin þurfi ekki öll að vera ábyrg. Þingmenn þurfi að finna milliveginn. SIGURÐUR LÍNDAL PRÓFESSOR ➜ SITJA SEM FASTAST Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Jónas Fr. Jónsson for- stjóri Fjármálaeftirlitsins, Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Björgvin G. Sigurðsson, viðskipta- og bankamálaráðherra. Þessir menn eru oftast nefndir þegar rætt er um hverjir í stjórn- kerfinu beri ábyrgð á banka- og efnahagshruninu. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við frammistöðu þeirra eftir hrunið. Allir sverja þeir af sér ábyrgð. Birgir Hermannsson stjórnmálafræðing- ur segir það ekki skilyrði fyrir afsögn að ráðherra geri mistök. Fari eitthvað úrskeiðis í hans málaflokki eigi ráðherra að sæta ábyrgð og helst víkja. Með þessari kröfu sé tryggt að ráðherrar leggi sig fram við að vera vel að sér í sínum málaflokki. Afsögn og ný byrj- un geti skapað traust og trúverðugleika meðal almennings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.