Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 90
82 13. desember 2008 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI Öll fjögur ensku félögin í Meistara-
deildinni, Man. Utd, Liverpool, Arsenal og
Chelsea, komust sem kunnugt er áfram í 16-
liða úrslit keppninnar en dregið verður um
hverjir mótherjarnir verða eftir tæpa viku.
Man. Utd og Liverpool unnu bæði sína riðla
og mótherjar þeirra í drættinum verða því
félög sem lentu í öðru sæti í hinum riðlunum að
hinum ensku félögunum frátöldum. Einnig
geta lið úr sama riðli ekki mætt hvert öðru í 16-
liða úrslitunum.
United og Liverpool geta því mætt Sporting,
Inter, Lyon eða Real Madrid og United getur
auk þess mætt Atletico Madrid og Liverpool
getur mætt Villarreal.
Möguleikinn á að United geti mætt Real
Madrid hefur vakið mikla athygli en félögin
áttu í hatrammri deilu vegna Cristiano Ron-
aldo síðasta sumar þegar Madrid-ingar gengu
hart fram í að fá snillinginn í sínar raðir. Síðan
þá hefur verið stirt á milli forráðamanna félag-
anna og nú síðast í gær skaut Ramon Calderon,
forseti Real Madrid, föstum skotum á Ron-
aldo sjálfan og kvað hann eiga mesta sök á
fjaðrafokinu á milli félaganna.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
United, viðurkenndi að hann hefði vissu-
lega leitt hugann að því að geta mætt
Real Madrid í 16-liða úrslitunum.
„Það yrði án nokkurs vafa mikil og
skemmtileg veisla. Ég hlakka allavega til að
geta fengið mér te og kexkökur með Ramon
Calderon,“ segir Ferguson.
Arsenal og Chelsea urðu að sætta við
annað sætið í riðlum sínum og mæta
því toppliðum í hinum riðlunum að
Man. Utd og Liverpool frátöldum.
Lundúnafélögin geta því mætt Barce-
lona, Panathinaikos, FC Bayern
eða Juventus og Arsenal getur
auk þess mætt Roma og Chelsea
getur mætt Porto. - óþ
Miklar vangaveltur eru um hugsanlega mótherja ensku félaganna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar:
Mætast vinafélögin Man. Utd og Real?
BARÁTTA UTAN VALLAR
Man. Utd og Real Madrid
áttu í rimmu út af Cristia-
no Ronaldo síðasta sumar.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Hinn 38 ára gamli
hollenski markvörður, Edwin van
der Sar, er búinn að framlengja
samning sinn við Man. Utd til
eins árs eða til loka leiktíðar 2011.
„Skap hans, fagmennska og
frammistaða hefur ekkert breyst
síðan hann kom til okkar,“ sagði
Sir Alex Ferguson, stjóri Man.
Utd.
„Það liggur ljóst fyrir að þetta
verður samt hans síðasti samn-
ingur hjá okkur. Hann hefur
staðið sig hreint frábærlega
hérna hjá okkur.“
Van der Sar kom til United frá
Fulham árið 2005 og kostaði þá 5
milljónir og tryggði United sigur
í Meistaradeildinni á síðustu
leiktíð er hann varði lokavíta-
spyrnuna frá Nicolas Anelka. - hbg
Edwin van der Sar:
Framlengdi
við Man. Utd
VAN DER SAR Verður í marki United á
næstu leiktíð. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
NFL Besta liðið framan af leiktíð
var Dallas Cowboys en heldur
hefur hallað undan fæti hjá liðinu
síðustu vikur og liðið á nú í harðri
baráttu um að komast í úrslita-
keppnina.
Það eykur ekki á líkur
kúrekanna að komast í úrslita-
keppnina að ósætti er á milli
þriggja stjarna liðsins, leikstjórn-
andans Tony Romo, innherjans
Jasons Witten og útherjans
skrautlega Terrells Owens.
Owens er sagður hundfúll út í
þá félaga og hefur sakað þá um að
hanna kerfi sín í milli án þess að
hafa hann með í ráðum. Romo og
Witten eru nánir vinir og her-
bergisfélagar á ferðalögum. - hbg
NFL-deildin:
Sundrung
hjá Dallas
FÓTBOLTI Dagar Brasilíumannsins
Adriano gætu senn verið taldir
hjá Inter en framherjinn gerði sig
enn eina ferðina sekan um
agabrot þegar hann mætti of
seint og í slæmu líkamlegu
ásigkomulagi á æfingu í gær.
Knattspyrnustjórinn José
Mourinho lagði saman tvo og tvo
og rak Adriano umsvifalaust
heim af æfingunni, í annað
skiptið á stuttum tíma, enda er
Adriano þekktur fyrir að taka
gjarnan einum of hressilega á því
utan vallar og nýtir hvert
tækifæri til þess að fara út á lífið.
Adriano er samningsbundinn
Inter til loka keppnistímabilsins
árið 2010 en samkvæmt heimild-
um ítalskra fjölmiðla munu
forráðamenn Inter vera búnir að
fá sig fullsadda af hegðun
Adriano og eru tilbúnir til að
hlusta á kauptilboð í kappann
strax í janúar. - óþ
Adriano enn til vandræða:
Var rekinn
heim af æfingu
VANDRÆÐAGEMLINGUR Adriano var
í gær rekinn heim af æfingu í annað
skiptið á stuttum tíma. NORDIC PHOTOS/GETTY
Myndform ehf • Trönuhraun 1 • Sími: 534 0400 • www.myndform.is • myndform@myndform.is