Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 68
60 13. desember 2008 LAUGARDAGUR Góð vika … … fyrir íslensk skáld. Barist var um skáldverk Guðrúnar Evu Mínervudótt- ur, Skaparann, hjá þýskum útgefendum sem buðu gull og græna skóga fyrir útgáfu- samning. Guðrún fékk sér af því til- efni nýtt reiðhjól en því gamla var stolið fyrir nokkr- um dögum. Þessari afbragðs góðu bókmenntaviku lauk með því að bókarisinn Barnes & Noble valdi Gæludýr Braga Ólafssonar eina af fimmtán bestu skáldverk- um ársins. … fyrir íslenskar knattspyrnu- konur. Hingað til hafa atvinnu- menn landsins í knatt- spyrnu komið úr röðum karlanna. Undanfarnar vikur hafa hins vegar íslensk- ar knatt- spyrnukonur snúið vörn í sókn og hald- ið í víking á erlendri grund. Flest- ar fara þær í sænsku úrvalsdeild- ina en það væri svona svipað og ef allir íslensku atvinnumennirn- ir myndu skrifa undir hjá liði í ensku úrvalsdeildinni. Slæm vika … … fyrir unga tón- listarmenn. Jakob Frímann Magnússon skrifaði grein- arstubb í Morgunblaðið og uppskar heróp frá ungum hug- sjónamönnum í tónlistarlífinu. Lengi vel leit út fyrir að klofningur myndi eiga sér stað innan tónlistarbransans. Jakob er þó eldri en tvævetra og lægði öldurnar af sinni alkunnu snilld. Byltingin var því eigin- lega slegin út af borðinu sam- dægurs, eða hvað?! … íslenska djammara. Að fá sér einn gráan á bar í Reykjavík hefur aldrei talist ódýr skemmt- un. Menn hafa þó látið sig hafa það og straujað kortin ótæpilega á öldurhúsum. En með ákvörðun Alþingis um að hækka áfengis- gjaldið enn frekar er ljóst að tveir bjórar eru lúxusvara og það verður aðeins á valdi þeirra velstæðu að sötra á einum ein- földum gin og tónik. Nú bíða djammararnir bara eftir því að afgreiðslutími skemmtistaðanna verði takmarkaður því þá geta þeir sett ballskóna endanlega á hilluna. GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HORFT ÚT Í HEIM Klemens Ólafur Þrastarson AUGNABLIK FINNDU ORÐIN FRÉTTAGETRAUN VIKUNNAR Orðin geta verið á ská, upp, niður, afturábak eða áfram. 1. Hvaða endurskoðunarfyrirtæki á að taka við af KPMG við endurskoðun á Glitni? 2. Hver valdi bókina Gæludýrin eftir Braga Ólafsson sem eina af 15 bestu skáldsögum þessa árs? 3. Hvaða íslenska stúlka tekur þátt í raunveruleikasjónvarpi í Bandaríkjunum? 4. Hvað heitir skattrannsóknarstjórinn sem vill fá upplýsingar frá dótturfélögum bankanna í Lúxemborg? 5. Forstjóri Eyris Invest segir félagið næsta óskaddað eftir bankahrunið. Hvað heitir forstjór- inn og hver er bróðir hans? 6. Hver voru valin íþróttamaður og íþróttakona ársins 2008 úr röðum fatlaðra? 7. Hvaða þrjár kvikmyndir fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna? 8. Rod Blagojevich er bandarískur ríkisstjóri sem varð kunnur fyrir það að bjóða öldunga- deildarþingsæti til sölu. Í hvaða ríki er Blagojevich ríkisstjóri og hver situr nú í þingsætinu? 9. Sannkallaður nágrannaslagur var í vikunni þegar FH og Haukar kepptust um að komast í undanúrslit Eimskipsbikars karla í handbolta. Hvernig fór leikurinn? 10. Til átaka kom í þinghúsinu í upphafi viku og þurfti að rjúfa þingfund vegna mótmæla. Hversu margir mótmælendur voru handteknir? 11. Hverja valdi tímaritið Nýtt Líf sem konu ársins? 12. Hvaða ráðherra nýtur mests trausts almennings, samkvæmt nýrri könnun MMR? 13. Hótel Keflavík býður nú á aðventunni upp á ókeypis gistingu fyrir þá sem versla í Reykjanesbæ. Hvað heitir hótelstjórinn? 14. Fyrrverandi sveitarstjóri hvaða sveitarfélags var í vikunni dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik? 15. Elsta starfandi kvenfataverslun landsins fagnar nú 70 ára afmæli. Hvaða verslun er þetta? 1. Ernst & Young 2. Vefsíða bókabúða- keðjunnar Barnes & Noble 3. Berglind Ólafsdóttir 4. Bryndís Kristjánsdóttir 5. Árni Oddur Þórðarson og bróðir hans er Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri 6. Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir 7. The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt 8. Hann er ríkisstjóri Illinois og ætlaði að selja þingsæti Baracks Obama, þegar hann tekur við sem forseti Bandaríkjanna. 9. 29-28 fyrir FH. 10. Sjö voru handteknir 11. Jóhönnu Kristjónsdótt- ur. 12. Jóhanna Sigurðardóttir. 13. Steinþór Jónsson. 14. Fyrrverandi sveitarstjóri í Gríms- eyjarhreppi. 15. Bernharð Laxdal. EKKI MEIR Steingrímur J. Sigfússon virðist vera kominn með nóg af umræðunni á þingi Bændasamtakanna um Evrópumál. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í nótt kemur Stúfur víst til byggða og afskaplega verður svo gaman á Þorláksmessu þegar síðasti bjálfinn, hann Kertasníkir, ratar sína leið. Svokölluð þjóðarsálin er orðin stolt af sínum sveinum og einn Íslend- ingur hefur gert sér lítið fyrir og sett á fót agnarsmátt fjölmiðlaveldi í Mið-Ameríku til að nýi heimurinn megi þekkja þá. En úti í Evrópu eru líka til nokkrir litlir svona púkasveinar, eins og heimasíða þýska Spegilsins rifjar upp. Ungviðið í Þýskalandi fer á agnar- smáum taugum sínum þegar hinn ægilegi Knecht Ruprecht kemur í bæinn. Hann er einn hinna illu aðstoðarmanna Sveinka og nafnið eitt vekur skelfingu barnanna. Niðri í Austurríki ríður svo húsum hinn andfélagslegi og hornum- prýddi skratti sem kallast Krampus, en nafn hins franska Peres Foutard er meinleysislegra. Pere er þó vopnaður svipunni. En umdeildasti skrattakollurinn er Hollendingurinn Svarti- pétur (Zwarte Piet). Pési þessi var eitt sinn numinn frá ein- hverri nýlendunni og fékk þá upphefð að vera gerður að þræli sjálfs Jólasveinsins (Sinterklaas). Útlendingar hneykslast gjarnan á honum og innflytjendum, sérstak- lega frá Súrinamíu og Afríku, er ekki skemmt heldur. Sinterklaas býr ekki á Norðurpólnum heldur á Suður-Spáni og ferðast um heiminn á voldugu gufu- skipi. Zwarte Piet var í gamla daga næstum dvergvaxinn, heimskur og klaufalegur surtur og talaði ekki góða hollensku. En í nokkra áratugi, eftir því sem fólk gerði sér betur grein fyrir því að þessa mýtu mæti líta misgleðilegum augum, hefur verið reynt að snyrta ímynd Svartapéturs. Hann er meira að segja hættur að vera blökkumaður. Nei, hann hreinsar bara skorsteina fyrir Sinterklaas, eins og hann hefur alltaf gert, og þannig fékk hann sót á andlitið. Til eru þeir, sem engu síður telja hugmyndina um þræl gufuskipstjór- ans ekkert minna en smánarblett á hollensku þjóðarsálinni. Og þegar þeir mótmæla verður allt kolvitlaust. Morðhótanir bárust lögreglu nú síðast í september, þegar pólitískt réttþenkjandi hópur hugðist halda and-Svartapétursgöngu í Eindhoven. Það má nefnilega ekki fjalla mikið um hann Piet, það er óþægilegt fyrir hina, sem vilja bara hafa þetta eins og það hefur alltaf verið. Þeir félagar eru meira að segja svo merkilegir að Ríkissjónvarpið sýnir í beinni útsendingu þegar þeir mæta fyrir jólin. En rétthugsun er yndisleg. Í borg einni í hollenska Flæmingjalandi hafa orðið stakkaskipti. Borgararnir ákváðu að gera bragarbót í þágu réttlætis og er Jólasveinninn nú af afrískum uppruna en sá litli er hvít- ingi. Enn aðrir hafa stungið upp á því að hætta alveg að tala um þessa tvo og skipta þeim út fyrir hina belgísku og sívinsælu Strumpa, eða Skrípla, eins og þeir hétu fyrst. Strumparnir eiga nefnilega álíka mikið í Hollend- ingum og jólaþrælahaldarinn og negrinn. Og með því að notast við þá og gleyma hinum mætti komast hjá öllu þessu veseni. En bíðið hæg. Voru ekki til vondir strumpar líka? Kolsvartir og sótillir? Af jólaþrælahaldinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.