Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 96
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Guðmundar Steingrímssonar Í dag er laugardagurinn 13. desember, 348. dagur ársins. 11.14 13.22 15.30 11.29 13.06 14.45 Í vikunni lýsti erlendur blaðamað-ur því sem miklum sannleika um ástandið á Íslandi, að hér væri fólk meira og minna að kaupa hrossa- kjöt, þurran fisk og gamlar DVD- útgáfur af Söngvaseið. Þetta var haft til vitnis um að þjóðin væri við fátæktarmörk. ERU þetta ekki örlög okkar? Alltaf skulu útlendingar draga upp ein- hverja öfgakennda mynd af okkur, sem á einhvern hátt gerir okkur stórundarleg. Þegar ég var krakki, og engir vissu neitt um Ísland erlendis, var ekki óalgengt að útlendingar spyrðu mörlandann var- færnislega hvernig væri að búa í snjóhúsum. ÞESSI útbreiddi misskilningur útlendinga fjaraði út með leiðtoga- fundi og öðrum viðburðum sem röt- uðu í heimspressuna, eins og bjór- deginum, en alltaf hefur þó sérviskustimpillinn haldist. Eftir að Björk varð fræg urðu hinir jarð- bundnustu Íslendingar að sætta sig við það að vera taldir einhvers konar álfar. Af þeirri ímynd var hægt að hafa dálítið gaman. Hún tengdist þeirri hugmynd útlendinga að hér væri fólk tengt náttúrunni undar- lega djúpum og jafnvel furðulegum böndum. Ég laug því til dæmis alltaf að útlendingum, þegar tækifæri gafst, að á Íslandi væri almennt pissað á hákarla áður en þeir væru étnir. „Í alvöru?“ sagði fólk þá og gapti. NÚNA mun renna upp það skeið í ímyndarsögu Íslands að við Íslend- ingar verðum í augum útlendinga enn furðulegri en nokkru sinni fyrr. Núna erum við ekki bara álfar, held- ur fátækir, gjaldþrota álfar, tyggj- andi hrossakjöt við mörk hins byggi- lega heims. Líkt og áður er það lykilatriði fyrir okkur sem hér búum og vitum betur, að hafa af þessari ímynd eitthvert gaman. ÉG er strax farinn að hlakka til. Ég ætla t.d. að halda því blákalt fram við næsta útlending að eftir að bank- aranir hrundu hafi ég lifað meira og minna á kæstri hrossamjólk, sé með pappaspjöld í stað útidyrahurðar og að besti skemmtistaðurinn núna í miðborg Reykjavíkur sé tiltekinn olíutunna á hafnarbakkanum þar sem hægt er að standa ásamt félög- um sínum og ylja sér við eld. Á ein- hverjum tímapunkti í samræðunni ætla ég síðan að halla mér hálfglott- andi, með gatslitna rauða Sigurrós- arhúfu á hausnum, að útlendingn- um, vonandi blaðamanni, og spyrja hann andfúll – vegna þess að hér verður auðvitað ekki til neitt tann- krem lengur – hvort hann geti lánað mér pening. SVO er bara að vona, sem er dálítið áríðandi í stöðunni, að þetta grín verði ekki alltof nálægt raunveru- leikanum. Ímyndin Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is 395,- KLAPPAR ÄLG handarbrúða L27cm. Brúnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.