Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 66
58 13. desember 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusöm- ust? Þegar dóttir mín fæddist. Ef þú værir ekki leikkona, hvað myndirðu þá vera? Söng- kona eða garðyrkjukona … Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Föt og aftur föt … og skór frá Malene Birger. Hvað er það versta sem nokk- ur hefur sagt við þig? Það er alltaf erfitt þegar manni er bent á galla sína. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu vilja búa? Í Köben. Uppáhaldsleikari/leikkona allra tíma og af hverju? Er ekki mikið fyrir „uppáhalds“ en ég fíla til dæmis Brad Pitt, hann sannaði sig frá sæta blond- stráknum. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Núna væri það frí alla helgina og jólastúss með manni og barni. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Unglingavinnan … var sú eina sem lenti í hóp þar sem ég þekkti engan og ég var bældur ungling- ur þannig að … Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörðunni? Mývatn, 101 R., Köben og Barcelona. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustarðu mest á í dag? Ég er alæta á tónlist en klassísk tón- list fer beint inn í hjartað á mér. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Ég myndi vilja heimsækja miðaldir og syngja í kór, víkingana og fara í gott partí, vera tískudrós á Viktoríutímabilinu og aðeins hitta hippana … Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Ég fer oft að vinna þegar ég er lögst upp í rúm og þá er ég lengi að kúpla mig niður. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Ég myndi ekki ferma mig. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Á æfingu … Frikki Frikk drepur mig. Áttu þér einhverja leynda nautn? Já. Uppáhaldsbókin þessa stund- ina? Afleggjarinn eftir Auði Ólafs. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Æi, þetta er allt meira og minna frábært fólk. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Alla hálfvitana. Uppáhaldsorðið þitt? Apar- ass. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Aukaher- bergi. Hvaða einu lagi verður þú að taka „cover“ af áður en þú deyrð? My baby or never. En hvaða hlutverk myndir þú verða að leika áður en þú deyrð? Hexíu de Trix. Hver verða þín frægu hinstu orð? Why talk about it. Hvað er næst á dagskrá? Sörubakstur … Frumsýning á Sumarljósi 26.des., æfingar á Kardemommubænum og Frida, viva la vida í Þjóðleikhúsinu. Þoli ekki hálfvita Ester Talía Casey hefur í nógu að snúast á sviðinu í vetur, en hún leikur í Sumarljósi og svo kemur nóttin, Kardemommubænum og Frida, viva la vida á fjölum Þjóðleikhússins. Anna Margrét Björnsson fékk hana í þriðju gráðu yfirheyrslu. MYNDI VILJA HEIMSÆKJA MIÐALDIR: LEIKKONAN ESTER TALÍA CASEY FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Esther Talia Casey STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Hóf ferilinn í Grease í Borg- arleikhúsinu, lék svo með sjálfstæðum leikhópum þaðan norður á Akureyri og þaðan í Þjóðleikhúsið….. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1977. Elvis lést…eða það segja þeir. ■ Á uppleið Póst-rokk. Jólastemningin. Loksins mætt með fallegum póstkortasnjó og gleði í hjarta. Ódýrar jólagjafir. Í stað þess að bíða í röðum fyrir utan búðirnar fara Íslendingar að spá í heimaföndur og persónulegar gjafir. Átti andi jólanna ekki einmitt að vera svona? Glansandi augnskuggi. Tísku- hönnuðir boða málm-skotin augu fyrir vorið, hvers vegna ekki að byrja núna? Kynlíf. Tilvalin afþreying í skamm- deginu, ástæður fyrir að stíga upp úr bólinu fara líka að verða hverfandi! ■ Á niðurleið Tískublaður. Fólk sem ræðir ekki um annað en nýjustu strauma og týnir sálunni í yfirborðskenndinni. Pitsur og gos. Óhollt, fitandi og aðallega alveg rándýrt spaug. Nú er kominn tími til að stöðva slíka slæma ávana. Jólaskrauts-ofgnótt. Við vitum að mínímal svart-hvíta skrautið var hroði, en engin ástæða til að veggfóðra hvern krók og kima heima með glyðruleg- um ljósum. Sólarpúður. Það lítur hreinlega hörmulega út í vetrarbirtunni og mun betra að leyfa fölu litarafti og bleik- um kinnum að skína í gegn. Rakvélar. Jólasveinninn var skeggjaður og flestir karlmenn taka sig vel út með fallega loðinn hýj- ung. Segið bless við metró-manninn, strákar! MÆLISTIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.