Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 45

Fréttablaðið - 13.12.2008, Side 45
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég ætla að vakna snemma til að ná nokkrum súrrealískum ljós- myndum í ljósaskiptunum,“ byrjar Vignir Rafn Valþórsson þegar forvitnast er um fyrirætl- anir hans í dag. Það er bara byrjunin. Eftir myndasnúninginn hefst undirbúningur fyrir hlutverk hans sem André Breton í Fridu Kahlo sem frumsýnt verður í vor. Eftir hádegi kveðst hann svo ætla að mæta á Austurvöll með ilmandi latte. „Maður verður að sýna sig og kalla „já“ á réttum tíma eins og hinir sauðirnir,“ segir hann. „Jafn- vel þó að maður sé ekkert sam- mála ræðumanninum.“ Svo byrjar stuðið, æfing með leikarabandinu Heimilisrónar. „Ekkert er jafn gott til að gleyma kreppunni og ærlegur trommu- sláttur,“ segir Vignir Rafn sem eftir æfinguna ætlar í matarboð með Karabíanklúbbnum, aðdá- endafélagi FM Belfast, og á tón- leika á eftir á Q-bar. „Vonandi verð ég búinn að ná mér eftir harð- sperrurnar sem ég fékk í sigurleik Þjóðleikhússins yfir Borgarleik- húsinu í fótbolta í vikunni því það verður dansað,“ segir hann bros- andi og bætir við að eftir slíka geðveiki geti hann einungis vonað að nóttin fari fögrum höndum um hann. Á morgun ætlar Vignir Rafn á hádegisfund leikfélagsins Vér morðingjar og jafnvel „rölta um gráa en undarlega fagra Reykja- vík á eftir“ eins og hann orðar það sjálfur. „Svo er matur hjá mömmu í Kópavoginum, vonandi steik,“ segir hann glaðlega og kveðst ætla að slútta helginni með sörubakstri hjá Birni Hlyni meðleikara sínum í Sumarljósi sem frumsýnt verður um jólin. gun@frettabladid.is Ekkert eins gott núna og ærlegur trommusláttur Helgin er þaulskipulögð hjá leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni. Hún fer meðal annars í mótmæli, smá- kökubakstur, þungarokk og matarboð. Pottþétt prógramm sem getur varla klikkað. Vignir Rafn var að koma af æfingu á jólaleikriti Þjóðleikhússins þegar ljósmyndarinn hitti hann á rölti um gráa en undarlega fagra Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓLABALL verður haldið á Ingólfstorgi í dag klukkan 16.00. Ballið er á vegum Ölgerðarinnar og fram koma Ómar Ragnarsson, Maggi Kjartans og Helga Möller. Tilvalið tækifæri til þess að dansa í kringum jólatréð utandyra. d GULL-ÚRIÐ MJÓDDINNI Axel Eiríksson Álfabakka 16 úrsmíðameistari sími 587 4100 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti húsgögn landsins mesta úrval af sófasettum Smíðum eftir þínum þörfum Íslensk framleiðsla Svefnsófar/ Stakir sófar Hornsófar/Tungusófar kr.149.900,- verð frá Bonn Aspen Verð Kr. 313.900,- Nabucco

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.