Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 82

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 82
 13. desember 2008 LAUGARDAGUR Sprengjuhöllin, Motion Boys, Jeff Who og Bob Justman spila og árita í Austurstræti kl. 16:00 laugardag og í Norður-Kringlu kl. 14:00 sunnudag. Hljómsveitin 200.000 nagl- bítar og Lúðrasveit verka- lýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því. „Ég er heppinn að búa í landi þar sem maður fær stóra hugmynd og svo margir eru til í að hjálpa manni að framkvæma hana,“ segir Vil- helm Anton Jónsson um gerð plöt- unnar. „Þetta er hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í mörg ár. Ég var mikið búinn að spá í það hvað þetta væri skemmtilegt „statement“, hvað allir væru ríkir og að hugsa um peninga. Svo breyttist heimurinn og þetta varð mjög viðeigandi, að vinna með Lúðrasveit verkalýðsins.“ Vinna við plötuna og heimildar- mynd um gerð hennar, sem fylgir með útgáfunni, stóð yfir í eitt ár. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta tók mjög langan tíma. En þetta er búið að vera alveg ótrú- legt ár, alveg frábært. Þetta hefur líka verið frábært ár fyrir Naglbít- ana að þróa sína tónlist áfram,“ segir Villi sem annaðist framleiðsl- una sjálfur. „Ég er búinn að læra mikið enda er allt hægt ef maður hefur gott fólk með sér.“ Uppselt var á tvenna útgáfutón- leika Naglbítanna og lúðrasveitar- innar í íþróttahöllinni á Akureyri og í Íslensku óperunni á dögunum. „Það var alveg meiri háttar stemn- ing. Fólk sat lengi eftir tónleikana með gæsahúð í sætunum,“ segir hann um tónleikana fyrir norðan þar sem Naglbítarnir voru heiðr- aðir af lúðrasveitinni með silfur- medalíum. „Það var ótrúlega gaman og fallegt. Maður er hálf- klökkur. Þegar maður vinnur með svona fólki sem kemur svona fram við mann er maður til í að leggja mikið á sig.“ Viðtökurnar í Óperunni voru ekki síðri: „Það var alveg æðislegt, gæsahúð og standandi lófaklapp í margar mínútur.“ Bætir hann við að lúðrasveitin, sem er skipuð ungum jafnt sem eldri áhugamönn- um, hafi staðið sig meistaralega vel. „Þau stóðu sig eins og þau hefðu aldrei gert annað, enda sjóuð í því núna að spila uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna.“ Villi er maður með stórar hug- myndir sem oftar en ekki verða að veruleika. Næst vill hann fara í tónleikaferð um Skandinavíu með lúðrasveitinni. „Það er aldrei að vita. Þetta er svo flott og stórt að það væri synd að hætta.“ freyr@frettabladid.is Gæsahúð og heiðursorður NAGLBÍTAR OG LÚÐRASVEIT Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út plötu með þekktum lögum Naglbítanna í nýjum útsetningum. MYND/ARI MAGG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.